Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Side 84

Frjáls verslun - 01.04.2001, Side 84
Útsýnið er vœgast sagt frábært til norðurs. Sófa hefur verið komiðjyrir við stóran glugga þar sem hægt er að horfa út í fjöruna ogyfir í Viðey. Sindri með allt í stáli ARKITEKTUR Niðri við sjó, á móts við Við- ey, er að rísa byggð stórra f TEKTÚR fyrirtækja. Nýjasta húsið er hús Sindra, sérkennileg og falleg bygging sem fellur inn í umhverfið, grátt grjótið, sjó- inn og skeljasandinn, sem gerir að verkum að manni þykir eins og maður sé í útlöndum. „Húsið er innflutt af Sindra og því sem næst allt sem í því er,“ segir Guðni Pálsson, arki- tekt hjá A1 arkitektum, en hann hannaði hús- ið. „Til að undirstrika innganginn og gera hann sýnilegri gerðum við úr honum eins konar skúlptúr. Það sama gerðum við raunar við kaffistofuna, sem hægt er að nota sem ráðstefnusal ef vill, og skrifstofurnar sem standa út úr húsinu, en í þeim er mikið gler.“ Birtu hleypt inn Verslunin er á neðri hæð- inni og þar eru ráðgjafar með skrifstofur og fundaraðstöðu. Efri hæðin er aðalskrifstofu- hæðin og þar er einnig matsalur. Skrifstof- urnar við norðurvegginn mynda stóran boga og á efri hæðinni liggja þær að bogadregnum svölum. Þeim er, eins og skrifstofum á neðri hæðinni, lokað með háum glervegg sem gegnir tvíþættu hlutverki. Annars vegar að hleypa inn birtu og hins vegar að skapa til- finningu um opið rými. Við vesturvegginn á efri hæðinni eru skrifstofurnar staðsettar bak við íjóra stóra veggi, sem eru málaðir í sterkum litum og standa nánast eins og fríir úti á gólfinu en þeir gefa skemmtilega, íjöruga mynd og lyfta andrúmsloftinu. Mat- salurinn tengist skrifstofurýminu með bláum bogadregnum vegg. Stál er áberandi í nýja Sindrahúsinu sem stendur vid Klettagarða. Það er vel við haefi hjá jýrirtæki sem selur stál í stórum stíl. Glerveggimir á efri hæð Sindrahússins mynda einskonar listaverk þegar hurðimar eru allar lokaðar. Veggurinn er bogadreginn og það myndast skemmtileg stemmning þegar horft er á hann. stálið látið njóta sín „Varðandi efnisval þá er Sindri stærsti innflytjandi landsins á stáli og það var sjálfgert að sýna það. Húsið er í sjálfu sér skemma og við ákváðum vera ekk- ert að fela þá staðreynd heldur leggja á hana áherslu og hafa áferðina frekar hráa. I rigningu glymur í þakinu og vindurinn lætur í sér heyra. Bitar og súlur eru sýnileg og í sumum til- fellum ganga súlur í gegnum gólf í miðri skrifstofu. Allt burð- arstál er málað í dökkgráum stállit. Loft eru klædd með göt- uðum, galvaniseruðum báruplötum. Milligólf, sem er úr steyptum einingum, er látið standa hrátt og allar lagnir sýni- legar. Gólf á neðri hæð eru flísalögð og dúkur er á efri hæð, nema í matsal - þar er eikarparket. Stigi og handriðin eru úr lökkuðu og fremur grófu smíðastáli. A móti spila svo gler bogaveggurinn og lituðu veggirnir við vesturhliðina. 33 Arkitekt hússins er Guöni Pálsson, A1 arkitektum. Verkfræðistofan Burður sá um verkfræðiteikningar. Rafmagnshönnun var í höndum raflagnateiknistofu Thomasar Kaaber. VSO sá um skipulagningu vörugeymslu og brunahönnun. Friðjón og Viðar voru aðalverktakar byggingarinnar. Eftirlit var í höndum Stanleys Pálssonar. 84

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.