Frjáls verslun - 01.04.2001, Page 88
Nú er hægt að fá úrval góðra vína í Reykjavík.
FV-myndir: Geir Olafsson
Vín í Reykjavík
eim fjölgar stöðugt sem kjósa
fremur að drekka léttvín en
sterka drykki. Þetta er svipuð
þróun og annars staðar í hinum vest-
ræna heimi, neysla léttra vína eykst
stöðugt á kostnað sterkra drykkja. í
Danmörku og raunar í fleiri löndum
Evrópu, hefur einnig dregið verulega
úr bjórdrykkju. Astæðan er fyrst og
fremst sú að vín er hollara en aðrir
áfengir drykkir og ijölbreytnin meiri.
Nú er hægt að fá úrval góðra vína í
Reykjavík. Nokkur veitingahús í
Reykjavík bjóða upp á ágætis úrval
vína. Þar ber fyrst að nefna Sommelier við Hverfisgötu, Hótel
Holt, Argentínu, Humarhúsið, La Primavera, en á þessum stöð-
um er hægt að fá úrval áhugaverðra ítalskra vína. Mekka víná-
hugafólks er þó Vínbúðin Heiðrún, Stuðlahálsi 2. A sérlistanum
er gott og forvitnilegt úrval vína. Hægt er að panta sérlistavín í
öðrum vínbúðum en skemmtilegast er þó að heimsækja
Heiðrúnu og skoða vínin.
Vínbarinn Fyrsti vínbarinn var opnaður í júlí á síðastliðnu ári.
Vínbarinn er í hjarta Reykjavíkur, Kirkjutorgi 4, eiginlega mitt á
milli þinghússins og Dómkirkjunnar. Eigendur eru bræðurnir
Gunnar Páll og Sumarliði Rúnarssynir, synir Rúnars Marvins-
sonar matreiðslulistamanns á Tjörn-
inni. Vínbarinn er hlýlegur og vinaleg-
ur staður á frábærum stað. Hægt er að
fá ágætt úrval góðra vína í glasavís. A
matseðli Vínbarsins eru smáréttir sem
eiga vel með glasi af víni, staðurinn
getur tekið á móti 90 gestum og er
hann því hæfilega stór, opið er virka
daga frá klukkan 16:00 til 1:00 og um
helgar til klukkan 3:00.1 stuttu spjalli
við þá bræður kemur meðal annars
fram að gestirnir eru flestir frá aldrin-
um 30 ára og upp úr. Rauðvínin njóta
meiri vinsælda en þau hvítu. Flest
áhugafólk byijar gjarnan á því að drekka hvítvín er fer svo yfir í
rauðvín. Vínin frá nýja heiminum njóta mikilla vinsælda, eink-
um þá vínin frá Astralíu. Vín sem gerð eru úr Shiraz þrúgunni
eru gífurlega vinsæl um þessar mundir. Shiraz eða Syrah vínin
eru ilm- og bragðmikil, af þeim er berja- og piparbragð og
stundum vottar aðeins iýrir súkkulaðibragði. Gunnar Páll nefn-
ir tvö vín sem eru í miklum metum um þessar mundir, bæði eru
þessi vín allsérstök og koma frá Astralíu, nánar tiltekið frá iýrir-
tækinu Rosemount. Fyrra vínið heitir GSM og er það pressað
úr þremur þrúgutegundum, Grenache, Syrah og Mourvedre.
Þetta er kröftugt vín, bragðmikið en þó ljúft og þægilegt, þetta
sérstaka vín kemur frá einu besta vínræktarhéraðinu í Astralíu,
Mekka vínáhugafólks er Vínbúðin
Heiðrún, Stuðlahálsi 2. A sérlist-
anum ergott og forvitnilegt úrval
vína. Hægt er að panta sérlistavín í
öðrum vínbúðum en skemmtilegast
erpó að heimsækja Heiðrúnu og
skoða vínin.
Efitir Sigmar B. Hauksson