Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Page 97

Frjáls verslun - 01.04.2001, Page 97
FÓLK Eftir Vigdísi Stefánsdóttur W Eg starfa sem sölu- og markaðsstjóri heilsu- lindarinnar við Bláa lón- ið og hef starfað fyrir fyrir- tækið frá því í október 1998,“ segir Magnea Guðmunds- dóttir, kynningarstjóri Bláa lónsins. „Starfið, sem felur í sér umsjón með sölu- og markaðsmálum baðstaðarins er bæði skemmtilegt og gef- andi. Auk hefðbundinna starfa sem tengjast markaðs- málum, eru samskipti við innlenda og erlenda fjöl- miðla mikilvægur þáttur starfsins.“ Sem dæmi má nefna að á síðasta ári heimsóttu um 400 blaðamenn Bláa lónið. Vin- sælasta morgunþætti Banda- ríkjanna „The Today Show“ var sjónvarpað beint frá Bláa lóninu í maí árið 2000. Og Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa lónsins, segir fátt betra til slökunar en að fara í líkamsrœkt að morgni og líta í góða bók að kvöldi. FV-mynd: Geir Olafsson. Magnea Guðmundsdóttir, Bláa lóninu tæplega ári síðar var hinum vinsæla morgunþætti Stöðv- ar 2, „íslandi i bítið“ sjón- varpað beint frá Bláa lóninu. Bláa lónið hefur einnig feng- ið umijöllun í þekktum tíma- ritum eins og Vogue, Wallpa- per og Tatler. „Vöxtur fyrirtækisins hef- ur verið mikill á undanförn- um árum og það fylgir því bæði orka og hvatning að starfa hjá svona framsæknu fyrirtæki þar sem allir leggj- ast á eitt við að ná sem best- um árangri,“ segir Magnea. ,Á baðstaðnum starfa um 50 manns þegar mest er og það er frábært að finna þennan mikla áhuga á öllum víg- stöðvum." Magnea ólst upp í Kefla- vík og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja í maí 1990. Að stúdentsprófi loknu lá leið hennar vestur um haf þar sem hún lagði stund á nám í almanna- tengslum og markaðsfræð- um við University of Ala- bama. Hún lauk BA námi í maí 1994 og MA gráðu í al- mannatengslum og auglýs- ingafræðum frá sama skóla ári síðar. „Að námi loknu starfaði ég í eitt ár við almannatengsl hjá ráðgjafafyrirtækinu Resource Development Group í Birmingham Ala- bama. Frá Birmingham lá leiðin til Dallas þar sem ég starfaði við markaðsrann- sóknir og ráðgjöf hjá Summit Inc. International. Það var mjög skemmtileg upplifun að starfa í Dallas þar sem ég vann meðal annars að árlegri sýningu Society of Ex- ploration Geophysicists (SEG) sem er ein stærsta sýn- ing/kaupstefna innan olíu- iðnaðarins. Eg flutti til íslands í árs- byrjun 1998 og hóf þá störf við markaðsmál hjá Búnað- arbankanum Verðbréfum. Verðbréfaheimurinn er mjög heillandi, en þegar mér bauðst starf markaðsstjóra Bláa lónsins flutti ég mig um set og hóf störf hjá fyrirtæk- inu í október sama ár. I mín- um huga er það mjög sér- stakt að finna svona áhuga- vert starf við bæjardyrnar. Það má því segja að það hafi ekki hvað síst komið sjálfri mér á óvart að ég skyldi finna svona skemmtilegt starf á æskuslóðunum þar sem ég er búsett í dag. Starf- ið hjá Bláa lóninu stendur vissulega upp úr og það má segja að hversu áhugavert fyrirtækið og starfið er hafi farið fram úr mínum björt- ustu vonum. Það er einnig skemmtilegt að segja frá því að félagar mínir í Bandaríkj- unum sem lögðu stund á sama nám og ég, verða alltaf jafn undrandi þegar þeir sjá hversu mikið er fjallað um Bláa lónið í þarlendum fjöl- miðlum." Magnea er einhleyp og barnlaus en hefur helst áhuga á ferðalögum, líkams- rækt og lestri góðra bóka. Frítímanum eyðir hún gjarn- an með fjölskyldu og vinum. „Vinnudagurinn getur verið annasamur og því er mikil- vægt að slaka vel á og hlaða rafhlöðurnar reglulega,“ seg- ir hún. „Eg byija daginn oft á því að fara í líkamsrækt og síðan jafnast ekkert á við það að líta í góða bók í lok dags- ins. Eg hef mjög gaman af því að ferðast og því er það mikill kostur að starfinu fylgja töluverð ferðalög. Þannig er óhætt að segja að þar sameinist starfið og áhugamálið! Síðasta ár er mér að mörgu leyti minnis- stætt ekki hvað síst vegna þess að Bláa Lónið hf. tók þátt í Heimssýningunni í Hannover og það var ein- staklega skemmtilegt að fá tækifæri til að vera bæði við opnun heimssýningarinnar og á sérstökum Islandsdegi. Nú svo nota ég hvert tæki- færi sem gefst til að endur- nýja kraftana í heilsulindinni Bláa lóninu!" SH 97

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.