Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2002, Side 70

Frjáls verslun - 01.02.2002, Side 70
pns eiðin lil unga íólksins notuð í rómantísku skyni. Erlendis hefur skeytunum snarfjölgað á Valentínusardaginn. Hér á landi fjölgaði þeim þann dag án þess að þar væri um einhverja „sþrengingu“ að ræða en um 200 þúsund SMS-skilaboð fóru um kerfi Landssímans þann dag. SMS-farsímatæknin hefur opnað nýja markaðs- leið sem gefur auglýsendum beinan og skjótan aðgang að ungum neytendum, sérstaklega á aldrinum 16-25 ára. Fyrirtæki eru farin að nýta sérpetta í vaxandi mæli, t.d. með SMS-leikjum. A pann háttgeta pau safnað saman myndar- legum hópi í beina markaðssetningu. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: Geir Olafsson SMS er í tísku meðal unga fólksins og þeim fer hratt fjölg- andi sem notfæra sér þá þjónustu sem stendur til boða í SMS-kerfinu. SMS-tæknin gefur fyrirtækjunum góðan og greiðan aðgang að unga fólkinu, sérstaklega á aldrinum 16- 25 ára en einnig allt niður í 12 ára og upp í þrí- tugt þó að í jaðarhópum sé auðvitað farið að fækka þeim sem nota þessa tækni. Búast má við að allt að 200 þúsund SMS-skeyti fari á milli manna á Islandi í dag í gegnum far- símakerfi Landssímans og eru þá ótalin þau smáskeyti, eins og SMS-skeytin gjarnan eru kölluð, sem fara í gegnum kerfið hjá íslands- síma, Tal og BT. Það er því dágóður slatti af skilaboðum sem fara á milli fólks á ári! SMS-tæknin er í dag hluti af gagnvirkum lífsstíl unga fólksins. Það er duglegt við að nota tæknina til félagslegra og rómantískra samskipta, ekkert síður hér á landi en erlendis þar sem aldrei fara fleiri SMS-skilaboð á milli en á sjálfan Valentínusardaginn. SMS-tæknin er notuð til að senda skilaboð um stefnumót, bíó- ferðir o.þ.h. Bætir þjÓnilStlina Fyrirtæki eru farin að gera sér grein fyrir möguleikum SMS-tækninnar og nýta sér hana í markaðs- málum. Upp á síðkastið hefur borið á auglýsingum þar sem fyrirtæki, stundum nokkur saman, auglýsa leiki þar sem farsímanotendur geta sent inn símanúmerið sitt og tekið þátt í happdrættis- eða lukkuleik. Þannig voru 10-11 búðirnar nýiega með leik þar sem þátttakendur sendu SMS-skeyti til að skrá sig í leikinn og svo var eitt lukkunúmer dregið út dag- lega. Vinningar voru veglegir, t.d. Nokia símar, helgarferðir til Evrópu og inneignir í 10-11. Þá var kvikmyndafyrirtækið Zikk Zakk með leik í kringum myndina Gemsa, þar sem þátttak- endur gátu sent inn skilaboðin „gemsar" og unnið Nokia farsíma, tónlist úr myndinni og fleira. Með þessum leik var myndinni komið á framfæri. Búast má við að auglýsingakostn- aður hafi verið í lágmarki því að tekjur komu á móti, það kost- 70
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.