Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARGREIN Fjallgöngur fyrirtækja Þegar Haraldur Örn Ólafsson Ijallgöngu- maður komst nýlega á tind hæsta fjalls í heimi, Mont Everest, var haft á orði að það væri mun erfiðara iýrir hann og hættulegra að feta sig niður af tindinum en að komast upp á hann. Haraldur náði settu marki eftir margra mánaða undirbúning, hann vissi hvaða hættur og ógnanir biðu hans og bjó sig undir að mæta þeim, ekki síst erfiðri niður- leiðinni. Arangurinn af þessari ferð var að mestu undir honum sjálfum kominn þó að vissulega hefði fárviðri á ijallinu getað hamlað uppgöngu hans á toppinn og gert út um ferð- ina í einu vetfangi. Það fer vel á því að líkja ferð Haraldar á toppinn við ijallgöngur fýrirtækja. Mörg fyrirtæki, sem unnið hafa sæta sigra við að komast upp á tinda og náð að halda sér þar um tíma, lenda fyrst í verulegum vandræðum þegar bakslag kemur í reksturinn og þau þurfa að feta sig niður af ijallinu. Stundum er þetta nánast eins og þau lendi í niðursogi og ráði hvorki við eitt né neitt. Það er einmitt þá sem þau gera afdrifaríkustu og stærstu mistökin sem leiða til falls þeirra. Þeim skrikar fótur. Árétting til Stjórnenda Líklegast er ferð Haraldar á tind Mont Everest þó fyrst og fremst skemmtileg árétting til stjórnenda um að árangur fyrirtækja og örlög þeirra eru að mestu undir þeim sjálfum komin þó vissulega geti þau lent í fárviðri á fjalli sem leiki þau grátt Það er á margan hátt skilj- anlegt að forstjórar kenni utanaðkomandi aðstæðum um það sem miður fer í rekstrinum. Það er mannlegt. Á síðasta ári urðu til nokkrir góðir frasar í íslensku viðskiptalifi. Algengast var að menn kenndu gengisfalli krónunnar um tapreksturinn - og þar með varð tapið mjög eðlilegt. Olían kom líka við sögu og verðhækkanir á henni skýrðu margan tapreksturinn. Undir lok ársins varð 11. september að algengri skýringu á tapi í fyrirtækjum, líka þeim sem á engan hátt tengdust ferða- þjónustu. Hér er ekki ætlunin að gera lítið úr áhrifum hryðju- verkanna vestanhafs og þeim neikvæðu áhrifum sem þau höfðu á efnahagslíf á Vesturlöndum um tíma, þau drógu þrótt og bjartsýni úr fólki. En þegar öllu er á botninn hvolft geta eigendur og stjórn- endur fyrirtækja sjaldnast firrt sig ábyrgð á tapi og skellt skuldinni á annað en eigin stjórnun. Menn spyrja sem svo: Má ekki tryggja sig gegn gengistapi? Má ekki draga úr fjárfest- ingum sem eru mjög eyðslufrekar á olíu? Má ekki vera viðbúinn hinu versta og eiga niður- leiðina af fjallinu kortlagða? Ekhi benda á mig í bandarísku viðskiptalífi er núna haft á orði, eftir hvert stórgjaldþrotið af öðru, að broslegt sé að sjá hvað forstjórar skella oft skuld- inni á utanaðkomandi aðstæður fremur en eigin vanmátt. í raun megi rekja öll gjaldþrot til lélegrar stjórnunar. Nefiit er að velgengni sljóvgi alla forstjóra og með tímanum hætti þeir að vera á tánum í rekstrinum. Að þeir séu allt of kaldir við að taka áhættu í fjárfestingum og þenja fýrirtæki sín út með lánsfé. Að þeir sjái oft ekki óvinina í kringum sig, keppinaut- ana sem sækja að þeim. Að þeir séu þrælar hlutabréfamark- aðarins og allt gangi út á að fegra hlutina í ársskýrslum til að verð bréfanna lækki ekki. Að þeir skapi oft svo taugaveiklað andrúmsloft samkeppni innan fyrirtækjanna að undirmenn þori ekki að gefa þeim neikvæðar upplýsingar og fyrir vikið séu þeir illa upplýstir. Að þeir lagi störf og fúnksjónir fýrir- tækja sinna ekki nægilega að þörfum viðskiptavina. Að þeir leggi meiri áherslu á vöxt en hagnað. í raun er hann langur listinn um pytti sem forstjórar geta hæglega dottið ofan í - og detta ofan í. Broslegt en mannlegt Það er broslegt - en mannlegt - hjá forstjórum að skella skuldinni af því sem miður fer í rekstri fyrirtækja á utanaðkomandi aðstæður. En afrek Haraldar minnir okkur skemmtilega á að árangur af göngu fyrirtækja upp á fjallstinda er mest undir þeim sjálfum komið - þótt stundum viðri misjafnlega á ijalli. Jón G. Hauksson mm TT^fT^TT^T rrm /ríTt H±lJ Stofnuð 1939 Sérrit um viðskiþta-, efnahags- og atvinnumál - 64. ár Sjöfn Guðrún Helga Geir Ólafsson Hallgrímur Sigurgeirsdóttir Sigurðardóttir Ijósmyndari Egilsson auglýsingastjóri blaðamaður útlitshönnuður RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐl R: Jón G. Hauksson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir BLAÐAMAÐUR: Guðrún Helga Sigurðardóttir UÓSMYNDARI: Geir Ólafsson RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGRLIÐSIA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 512 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@heimur.is ÁSKRIFTARVERÐ: kr 7.700,-10% afsláttur ef greitt er með kreditkorti. LAUSASÖLUVERÐ: 799 kr. UMBROT: Hallgrimur Egilsson ÚTGEFANDI: Heimur hf. V heimur DREIFING: Heimurhf., sími 512 7575 FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Gutenberghf. LITGREININGAR: Heimur hf. - Öll réttindi áskilin varðandi eihi og myndir ISSN 1017-3544 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.