Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 38
SÉRFRÆÐINGAR SPfl í SPILIN Spumingin til Eiríks Guðnasonar seðlabankastjóra er þessi: Gengi krónunnar hefur styrkst mjög frá því í lok nóvemher sl. Um tíma í fyrra fór Bandaríkjadalur íum 110 krónur en núna kostar hann um 92 krónur. Fáir áttu von á því ad hann færi aftur niður fyrir 100 krónu múrinn. Hver er meginskýringin á styrkingu krónunnar? Hver er skýringin á styrkingu krónunnar? Eiríkur Guðnason seðla- bankastjóri segir um styrkingu krónunnar: „Það hefur áreiðanlega aukið tiltrú á krónunni hve hratt hefur dregið úr verðbólgunni og að góðar horfur eru á áframhaldandi hjöðnun á komandi mánuðum." w Ifyrra voru margir sammála Seðlabank- anum um það að lækkun gengis krón- unnar væri meiri en efnahagslegar aðstæður réttlættu. Því er nærtækast að halda því fram núna að sfyrking krónunnar sé einvörðungu leiðrétting á því yfirskoti, eða öllu heldur undirskoti, sem þá varð. Fleira kemur þó til. Utanríkisviðskipti eru í mun betra jafnvægi nú en undanfarin ár. Þá er líklegt að eitthvað hafi verið um það að undanförnu að spákaupmenn, íslenskir og/eða erlendir, hagi sér á þann hátt að hingað berist gjaldeyrir fyrir krónur. Og ekki má gleyma aðhaldssamri stefnu Seðla- bankans í peningamálum sem m.a. hefur stuðlað að hjöðnun ofþenslunnar sem hér ríkti og þar með skapað forsendur til endur- nýjaðs verðstöðugleika. Það hefur áreiðan- lega aukið tiltrú á krónunni hve hratt hefur dregið úr verðbólgunni og að góðar horfur eru á áframhaldandi hjöðnun á komandi mánuðum. Þar á vel heppnað átak í verð- lagsmálum einnig hlut að máli. Það væri erfiðari spurning að svara hvers vegna gengið lækkaði svo mikið sem raun bar vitni á hálfu öðru ári til nóvember- loka síðasta ár og hvers vegna hækkunin hefur verið svo ör sem hún hefur verið síð- ustu vikur. Enginn skilur til hlítar hreyf- ingar á gengi gjaldmiðla, síst af öllu skamm- tímahreyfmgarnar. A gjaldeyrismörkuðum verða stundum yfirdrifnar hreyfingar þannig að gengið sveiflast mikið upp og niður áður en það finnur sér eitthvert jafn- vægi. Þegar frá líður er hægt að reikna út meðalgengi nokkurra ára og halda því fram að það hafi verið jafnvægisgengi þess tíma- bils. En jafnvægisgengi líðandi stundar er erfitt að skilgreina. Væri spurt hvort búast megi við því að krónan styrkist enn frekar á næstunni, væri því fátt um svör. Sé núverandi gengi borið saman við meðaltal síðustu ára kemur í ljós að raun- gengið á fyrsta Jjórðungi yfirstandandi árs var enn töluvert undir meðaltali síðustu 10 ára. Á grundvelli þessa mætti halda því fram að krónan ætti enn eftir að sfyrkjast nokkuð. Það hefur hún raunar þegar gert það sem af er öðrum fjórðungi ársins og nálgast raungengið 10 ára meðaltalið. Þá má velta fyrir sér hvort meðaltal raun- gengis sl. 10 ár sé góð vísbending um jafn- vægisraungengið núna. Því er ekki hægt að svara en benda má á rök bæði með og móti. Það sem styður hugmyndina er að hagkerf- inu hefur farnast prýðilega á heildina litið síðasta áratuginn og að engin sérstök óáran steðjar að því um þessar mundir. Á hinn bóginn má benda á að aðstæður taka sí- felldum breytingum, þannig að það sem reyndist vel í fortíð þarf ekki að gera það í nútíð eða framtíð. Eitt einkenni nútímans er t.d. frelsi í gjaldeyrisviðskiptum, sem ekki var allan síðasta áratug. Það kann að ráða því að jafnvægisraungengið hverju sinni sé annað en það væri ella. 55 í fyrra voru margir sammála Seðlabankanum um það að lækkun gengis krónunnar væri meiri en efnahagslegar aðstæður réttlættu. Því er nær- tækast að halda því fram núna að styrking krónunnar sé einvörðungu leiðrétting á því yfirskoti, eða öllu heldur undirskoti, sem þá varð. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.