Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 54
NÆRiypff SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON _
Utivistin er
Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: Geir Ólafsí
Fjölmiðlafyrirtækið Norðurljós
hefur mikið verið í fréttum það
sem af er árinu enda hefur á
ýmsu gengið þar á bæ eins og hjá
öðrum fjölmiðlafyrirtækjum í land-
inu. Rekstur fyrirtækisins hefur
verið erfiður frá upphafi en aldrei
jafn erfiður og á síðasta ári þegar
erlendar skuldir ruku upp úr öllu
valdi og námu tæpum níu millj-
örðum króna. Fyrirtækið varð að
gera kyrrstöðusamning við lánar-
drottna sína og var staðið að fjárliagslegri endurskipulagn-
ingu félagsins. Jón Olafsson, einn af eigendum fyrirtækisins,
skuldbatt sig til að leggja til aukið hlutafé og þegar það gekk
ekki eftir sagði Hreggviður Jónsson, þáverandi forstjóri fyrir-
tækisins, upp störfum. Sigurður G. Guðjónsson hrl., sem
þekkir fyrirtækið fáum mönnum betur og hefur komið að
rekstri þess með einum eða öðrum hætti í rúman áratug, var
fenginn til að stýra fyrirtækinu. Hann var svo fastráðinn sem
forstjóri í byrjun mars. Við birtum hér stutta lýsingu á Sigurði.
Uppruni Sigurður Guðni Guðjónsson er fæddur 8. nóvem-
ber 1951 á Þingeyri við Dýrafjörð. Hann er sonur Guðjóns
Jónssonar rafvirkjameistara og Kristjönu Guðrúnar Guð-
steinsdóttur húsfreyju á Þingeyri. Þau eru bæði látin.
Sigurður á eina systur, Margréti Guðjónsdóttur, starfsmann
Sparisjóðs Vestfjarða á Þingeyri. Sigurður var athafnasamur
sem barn og vinsæll leikfélagi. Hann reisti hafnir og stundaði
bátaútgerð í fjörunni á Þingeyri og lagði vegi og var með bíla-
útgerð ásamt félögum sínum uppi í hlíð. Eftir því sem aldur-
inn færðist yfir fór hann að þvælast í kringum bátana og beitn-
ingaskúrana á Þingeyri. „Hann þurfti alltaf að vera þar sem
athafnalífið var,“ segir Margrét, systir hans.
Sigurður var í sveit að Lokinhömrum í Arnarfirði hjá
frænda sínum, Sigurjóni Jónassyni, frá níu ára aldri og vildi
komast þangað strax á vorin áður en skóla lauk til að geta lagt
hönd á plóginn í sauðburðinum. Hann heldur enn dyggu sam-
bandi við æskustöðvarnar, heimsækir systur sína með ijöl-
skyldu sinni einu sinni á ári, gengur á Jjöll og nýtur þess að
vera úti í náttúrunni, ýmist einn eða með ættingjum sínum og
Ijölskyldu.
Fjölskylda Sigurður er kvæntur Láru Lúðvígsdóttur banka-
starfsmanni en þau tóku saman þegar Sigurður var búinn í
lögfræðinni en Sigurður hafði nokkrum árum áður kennt
henni ásamt öðrum til landsprófs í Sfykkishólmi. Lára er
fædd 12. júní 1958 og eru foreldrar hennar Lúðvíg
Alfreð Halldórsson, skólastjóri í Sfykkishólmi, og
Guðrún Ragna Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dætur Sigurðar og Láru eru Edda Sif, sem er
Erlendar skuldir upp á taepa níu
mUljanh, krepputal í þjóðfélaginu og
óvissa á fjölmiólamarkaði. Sigurður
G. Guðjónsson, fjallageit og útivistar-
maður, tekur ekki við forstjórastarfinu
í Norðurljósum á þægilegum tímum.
fædd 19. október 1985, verslunar-
skólanemi, og Sandra Rún, sem
fædd er 22. maí 1989, grunnskóla-
nemi.
Menntun Sigurður var greindur,
samviskusamur og duglegur náms-
maður. Hann ætlaði alltaf að verða
kennari heima á Þingeyri og ákvað
ekki strax að fara í langskólanám.
Hann lauk barnaskólanum á Þing-
eyri og fór svo 15 ára gamall í Hér-
aðsskólann á Núpi í Dýrafirði. Hann tók gagnfræðapróf
þaðan, fór síðan í landspróf og þaðan í Menntaskólann
á Akureyri 17 ára gamall og lauk stúdentsprófi
1973. Hann ákvað svo að fara í langskólanám
og hóf nám í lögfræði 1976. Hann lauk cand.
juris prófi frá Háskóla íslands 1981 og lagði
stund á framhaldsnám í lögfræði við
Harvard Law School í Cambridge vetur-
inn 1983-1984. Hann fékk héraðsdóms-
réttindi vorið 1982 og réttindi sem
hæstaréttarlögmaður vorið 1988.
Ferill Sigurður fór 14 ára
gamall á sjóinn og var fyrst á
snurvoð. Hann var kennari
við Gagnfræðaskóla
Stykkishólms 1973-
1975, byrjaði síðan í
lögfræðinni en leidd-
ist óskaplega að
vera einn fyrir
sunnan svo að
hann fór
vestur aftur
og
togara
eitt ár.