Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 54
NÆRiypff SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON _ Utivistin er Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: Geir Ólafsí Fjölmiðlafyrirtækið Norðurljós hefur mikið verið í fréttum það sem af er árinu enda hefur á ýmsu gengið þar á bæ eins og hjá öðrum fjölmiðlafyrirtækjum í land- inu. Rekstur fyrirtækisins hefur verið erfiður frá upphafi en aldrei jafn erfiður og á síðasta ári þegar erlendar skuldir ruku upp úr öllu valdi og námu tæpum níu millj- örðum króna. Fyrirtækið varð að gera kyrrstöðusamning við lánar- drottna sína og var staðið að fjárliagslegri endurskipulagn- ingu félagsins. Jón Olafsson, einn af eigendum fyrirtækisins, skuldbatt sig til að leggja til aukið hlutafé og þegar það gekk ekki eftir sagði Hreggviður Jónsson, þáverandi forstjóri fyrir- tækisins, upp störfum. Sigurður G. Guðjónsson hrl., sem þekkir fyrirtækið fáum mönnum betur og hefur komið að rekstri þess með einum eða öðrum hætti í rúman áratug, var fenginn til að stýra fyrirtækinu. Hann var svo fastráðinn sem forstjóri í byrjun mars. Við birtum hér stutta lýsingu á Sigurði. Uppruni Sigurður Guðni Guðjónsson er fæddur 8. nóvem- ber 1951 á Þingeyri við Dýrafjörð. Hann er sonur Guðjóns Jónssonar rafvirkjameistara og Kristjönu Guðrúnar Guð- steinsdóttur húsfreyju á Þingeyri. Þau eru bæði látin. Sigurður á eina systur, Margréti Guðjónsdóttur, starfsmann Sparisjóðs Vestfjarða á Þingeyri. Sigurður var athafnasamur sem barn og vinsæll leikfélagi. Hann reisti hafnir og stundaði bátaútgerð í fjörunni á Þingeyri og lagði vegi og var með bíla- útgerð ásamt félögum sínum uppi í hlíð. Eftir því sem aldur- inn færðist yfir fór hann að þvælast í kringum bátana og beitn- ingaskúrana á Þingeyri. „Hann þurfti alltaf að vera þar sem athafnalífið var,“ segir Margrét, systir hans. Sigurður var í sveit að Lokinhömrum í Arnarfirði hjá frænda sínum, Sigurjóni Jónassyni, frá níu ára aldri og vildi komast þangað strax á vorin áður en skóla lauk til að geta lagt hönd á plóginn í sauðburðinum. Hann heldur enn dyggu sam- bandi við æskustöðvarnar, heimsækir systur sína með ijöl- skyldu sinni einu sinni á ári, gengur á Jjöll og nýtur þess að vera úti í náttúrunni, ýmist einn eða með ættingjum sínum og Ijölskyldu. Fjölskylda Sigurður er kvæntur Láru Lúðvígsdóttur banka- starfsmanni en þau tóku saman þegar Sigurður var búinn í lögfræðinni en Sigurður hafði nokkrum árum áður kennt henni ásamt öðrum til landsprófs í Sfykkishólmi. Lára er fædd 12. júní 1958 og eru foreldrar hennar Lúðvíg Alfreð Halldórsson, skólastjóri í Sfykkishólmi, og Guðrún Ragna Kristjánsdóttir skrifstofustjóri Dætur Sigurðar og Láru eru Edda Sif, sem er Erlendar skuldir upp á taepa níu mUljanh, krepputal í þjóðfélaginu og óvissa á fjölmiólamarkaði. Sigurður G. Guðjónsson, fjallageit og útivistar- maður, tekur ekki við forstjórastarfinu í Norðurljósum á þægilegum tímum. fædd 19. október 1985, verslunar- skólanemi, og Sandra Rún, sem fædd er 22. maí 1989, grunnskóla- nemi. Menntun Sigurður var greindur, samviskusamur og duglegur náms- maður. Hann ætlaði alltaf að verða kennari heima á Þingeyri og ákvað ekki strax að fara í langskólanám. Hann lauk barnaskólanum á Þing- eyri og fór svo 15 ára gamall í Hér- aðsskólann á Núpi í Dýrafirði. Hann tók gagnfræðapróf þaðan, fór síðan í landspróf og þaðan í Menntaskólann á Akureyri 17 ára gamall og lauk stúdentsprófi 1973. Hann ákvað svo að fara í langskólanám og hóf nám í lögfræði 1976. Hann lauk cand. juris prófi frá Háskóla íslands 1981 og lagði stund á framhaldsnám í lögfræði við Harvard Law School í Cambridge vetur- inn 1983-1984. Hann fékk héraðsdóms- réttindi vorið 1982 og réttindi sem hæstaréttarlögmaður vorið 1988. Ferill Sigurður fór 14 ára gamall á sjóinn og var fyrst á snurvoð. Hann var kennari við Gagnfræðaskóla Stykkishólms 1973- 1975, byrjaði síðan í lögfræðinni en leidd- ist óskaplega að vera einn fyrir sunnan svo að hann fór vestur aftur og togara eitt ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.