Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 18
Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða. „ Við höfum aldrei verið í viðrœðum við þá og höfum ekkert velt þvífyrir okkur, “ svarar hann sþurningunni
um hvort hugsanlegt sé að Flugleiðir hafi áhuga á sameiningu við Atlanta. Mynd: Geir Olajsson
Fimm flugfélög
/
Islensku millilandaflugfélögin eru fimm, Flugleiðir,
/
Atlanta, Islandsflug, Bláfugl og loks MD Airlines,
sem fáir vita af Þessi félög eiga oggera út a.m.k.
43 þotur og 4 skrúfuþotur oggeri aðrir betur! Starf-
semi félaganna erþó afar ólík, ýmist farþegaflug,
fraktflug eða leiguflug eða blanda afþessu þrennu.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttir
W
Islendingar eiga fimm millilandaflugfélög en ekki fjögur
eins og flestir myndu halda; Flugleiðir, Atlanta, íslandsflug,
Bláfugl og MD Airlines. Þessi félög eru afar ólík svo að ekki
sé meira sagt og sjálfsagt ekki margir sem gera sér grein fyrir
því hversu margar vélar þessi fyrirtæki eru með. Þó að
almenningur verði mest var við Flugleiðir, sem eru náttúru-
lega það flugfélag sem þjónar þjóðinni beint, þá er ekki endi-
lega þar með sagt að það hafi flestar vélarnar i flugi eða sé
stærsta flugfélagið hér á landi. Það fer eftir því hvernig á er
litið. Ef litið er á veltutölur þá eru Flugleiðir langstærstar, voru
með tæpa 38 milljarða í heildarveltu í fyrra. Ef litið er ein-
göngu á flugreksturinn er félagið þó svipað að stærð hvað
veltu varðar og Atlanta. Flugleiðir eru jafnframt það flugfélag
sem var með mesta tapið í fyrra eða 1,2 milljarða króna.
Allt Öðruvísi rekstur Flugleiðir skilgreina sjálfar sig sem
ferðaþjónustufyrirtæki og starfa á mörgum sviðum, í farþega-,
frakt- og leigflugi milli landa og innanlands. Hlutfallsleg skipt-
ing þarna á milli er þannig að 60% af heildarveltunni kemur
úr millilandaflugi, 10% úr fraktflugi og afgangurinn úr öðrum
greinum starfseminnar. Fyrirtækið er jafnframt í hótelrekstri,
rekstri bílaleigu, ferðaskrifstofu og svo mætti lengi telja. Ef
litið er á flugvélar eða sætaijölda þá er fyrirtækið með 12
þotur í rekstri, Boeing 757 í farþegaflugi og eina Boeing 737
í fraktflugi en að auki er Flugfélag íslands með 12 vélar í
innanlandsflugi. Bókfært verðmæti millilandaflugvéla félags-
ins var 22 milljarðar um síðustu áramót. Flugleiðir fluttu yfir
1,3 milljónir farþega í millilandaflugi í fyrra en um 300 þúsund
farþega innanlands. Hjá Flugleiðum starfa að jafnaði um
2.400 manns.
Ef litið er á veltutölur þá eru Flugleiðir langstærstar, voru með tæpa 38 milljarða í heildarveltu í fyrra.
Ef litið er eingöngu á flugreksturinn er félagið þó svipað að stærð hvað veltu varðar og Atlanta.
Flugleiðir eru jafnframt það flugfélag sem var með mesta tapið í fyrra eða 1,2 milljarða króna.
18