Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 62
María Kristín Gylfadóttir, verkefnastjóri MBA-náms HR: „MBA-nám er að því leyti ólíkt mörgu öðru námi að það er œtlast til mikillar þátt- töku nemendanna. “ Háskólinn í Reykjavík Keppt í alþjóðlegu umhverfi Háskólinn í Reykjavík býónr upp á tvenns konarMBA-nám en fyrstu MBA-nemarHR útskrifast á hausti komandi. Forsenda þess að íslensk fyrirtæki geti keppt í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi er að þau hafi yfir að ráða hæfum stjórnendum," segir María Kristín Gylfadóttir, verkefna- stjóri MBA-náms HR en hún annast skipulagningu námsins, hefur umsjón með því og leiðir samskipti við nemendur og samstarfsskóla. „Strax við stofnun viðskiptadeildar HR var það eitt af mark- miðum hennar að bjóða MBA-nám sem stæðist samjöfnuð við MBA-nám þeirra skóla sem þykja bestir,“ segir María. „Sum- arið 2000 bauðst skólanum að taka þátt í sögulegu samstarfi 10 virtra háskóla beggja vegna Atlantshafs, sem kallast Global e-Management eða GeM. Háskólarnir hafa þróað nám sem er í grunninn stjórnunar- og viðskiptanám en að auki læra nemendurnir að tileinka sér þá möguleika sem upplýs- ingatæknin og rafrænir viðskiptahættir gefa. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hvílík viðurkenning og um leið tækifæri það er fyrir ungan skóla að vera í samstarfi við marga af virtustu skólum í heimi um nám sem ætlað er að vera leiðandi á heimsvísu. Námið hófst í febrúar 2001 og mun sá 31 nemandi sem hóf þá nám útskrifast á hausti komandi. I janúar síðastliðnum fórum við síðan af stað með annan 30 manna hóp nemenda þannig að nú leggur 61 nemandi stund á GeM-námið.“ MENNTUN IVIBA-NAM Mannauðurinn - mikilvægasta auðiind hvers fyrirtækis Mann- auðsstjórnun er eitt af þeim sviðum stjórnunar sem hefur verið í hvað mestri þróun undanfarinn áratug. Aukin samkeppni og flóknara atvinnulíf hefur gert stjórnendum ljóst að mannauður er ein mikilvægasta auðlind hvers fyrirtækis og ber að stýra kerfisbundið ekki síður en td. fjármálum og markaðsmálum. Því ákvað skólinn að þróa nýtt MBA-nám sem tekur mið af þeirri hugmyndafræði að stjórnendum sé nauðsynlegt að tengja með markvissum hætti stjórnun starfsmannamála og viðskiptastefnu fyrirtækisins. „Það er oft vitnað til þess að framleiðni sé lægri á Islandi en í samkeppnislöndunum. Það segir sig sjálft að ef við breytum þessu ekki verður lág framleiðni nánast eins og myllu- steinn um hálsinn á okkur og hamlar framförum,“ segir María. „I öllu námi við skólann leggjum við mikla áherslu á alþjóð- legt sjónarhorn en um leið gerum við okkur grein fyrir mikil- vægi þess að vera í sterkum tengslum við íslenskt atvinnulíf og íslenskan veruleika. Háskólinn í Reykjavik er aðili að alþjóðlegu samstarfi 37 háskóla um samanburðarrannsóknir á sviði mannauðsstjórnunar (Cranfield Network on Human Resource Management) og gefur það okkur einstakt tækifæri til að setja íslenskan veruleika í alþjóðlegt samhengi." Nám fyrir stjórnendur og sérfræðinga „MBA-námið sem slíkt er hagnýtt, þverfaglegt nám fyrir fólk sem vill bæta við sig þekk- ingu á rekstri og stjórnun. Námið er sérstaklega ædað fólki sem hefur reynslu af stjórnunar- og sérfræðistörfum en er með ým- iss konar menntunarlegan bakgrunn. Þar getur verið um að ræða viðskiptafræðinga sem vilja skerpa kunnáttu sína og starfs- færni en ekki síður einstaklinga sem í störfúm sínum hafa þró- ast meira yfir á svið viðskipta og/eða stjórnunar. Þar að auki fá nemendur í MBA-námi HR sérhæfingu á jafn ólíkum sviðum og upplýsingatækni og mannauðsstjórnun en þau eiga það sameig- inlegt að geta fært fyrirtækjum verulega sainkeppnisyfirburði," segir Maria. „MBA-nám er að því leyti ólíkt mörgu öðru námi að það er ætlast til mikillar þátttöku nemenda. Þess vegna skiptir miklu að hópurinn sé af réttri stærð og í honum séu einstak- lingar með ólíkan bakgrunn sem geti lært hveijir af af öðrum. Sem dæmi má nefna að í hópi nemenda nú er lögfræðingur, læknir, viðskiptafræðingur, fóstra og leikari. Þessi fjölbreytni gefur hópnum breidd og ómetanlega „dynamik". Þetta sannar líka að áherslurnar í náminu eiga alls staðar við - möguleikar raf- rænnar upplýsingatækni eru ekki síður mikilvægir á spítala en í framleiðslufyrirtæki." fllþjóðlegar ráðstefnur Til viðbótar við hefðbundna kennslu taka nemendur þátt í þremur vikulöngum námstefnum ásamt nemendum samstarfsskólanna. Tilgangur þessara námstefna er annars vegar að byggja upp alþjóðleg teymi nemenda sem vinna sameiginlega að verkefnum síðar í náminu, og hins vegar að skapa vettvang fyrir fræðilega og hagnýta umræðu um þau áhersluatriði sem horft er til í sameiginlegri námskrá skólanna. Það er meðal annars gert með því að kalla til sérfræðinga í far- arbroddi og frammámenn í alþjóðlegu viðskiptalífi, auk fræði- manna við samstarfsskólana. MBA-nám með áherslu á e-management (GeM) í náminu er lögð sérstök áhersla á hagnýtingu upplýsingatækni og rafræna við- skiptahætti. Námið tekur í heildina 15 mánuði og skiptist náms- tíminn í fimm stuttannir sem hver um sig varir í átta vikur, auk þriggja mánaða lokaverkefiiis. Námið gefur 45 einingar og sam- 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.