Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 10
í takt uið hið breytta hlutverk bankaútibúa er að finna fræðslu- hnrn í útibúinu, þar sem hægt er að bjóða viðskiptavinum og öðrum gestum SPU upp á fræðslu og kynningar. Þrátt fyrir breytt hlutverk bankaútibúa er starfsemin ávallt nokkuð formföst. í nýjum bankaútibúum finnast hefðbundin bankahólf. heimsóknir til SPV í gegnum tölvu eru nú eins og fyrr segir yfir 20.000 á mánuði." Viðskiptavinir geta sem sagt núorðið valið um hvort þeir sinna bankaviðskiptum sínum í útibúum, tölvu, síma eða lófatölvu og fljótlega verður hægt að gera slfkt hið sama gegnum sjónvarpið. Bjarni segir GSM-bankann, sem SPV býður upp á, njóta vinsælda, en hann gerir viðskiptavinum kleift að vera með heimabankann í GSM-símanum. Pá er hægt með GSM-bankanum, að framkvæma allar helstu bankaað- gerðir með auðveldum hætti hvar sem er. Bjarni segir bankaþjónustu vera þess eðlis að tiltölulega auðvelt sé að heimfæra hana á Netið og enn séu vanmetnir möguleikar þess hvað varðar bankaþjónustu, en að sjálfsögðu verði þó að varast að fara of geyst þvt markaðurinn verði að vera tilbúinn fyrir hina auknu möguleika. „Bankaútibú sinna greiðslumiðlun í mun minna mæli en verið hefur vegna þess hversu aðgengilegt er að stunda almenn bankaviðskipti á Netinu og viðskiptavinir geta verið í sambandi við starfsmenn bankanna í gegnum Netið eða síma. í stað þess að fara í útibúið séu margir mögu- leikar í boði, þ.e. að millifæra og greiða reikninga sína á Netinu, í síma, í sjálfsafgreiðslutækjum, greiðsluþjónustu eða beingreiðslum. Almenn bankaþjónusta þróast í þá átt að verða enn sjálfvirkari,” segir Bjarni. Hann segir trúlegt að útibúanet bankanna eigi eftir að dragast saman þótt ekki verði af sameiningu banka fljótlega. Bankar með tiltölulega háan fjölda útibúa munu væntanlega leitast við að ná niður rekstrarkostnaði sínum með fækkun útibúa. Annar stærsti sparisjóðurinn Aðspurður segir Bjarni ekki ráðgert að fjölga útibúum SPV frekar á næstunni. Hann segir SPV vera með samsetningu í dag sem henti ágætlega og að vöxtur í framtlðinni muni eiga sér stað í gegnum Netið og enn betri nýtingu þeirra útibúa sem SPV rekur nú þegar í Borgartúni, Hraunbæ og Síðumúla. Bjarni segir Netið, þ.e. sjálfsafgreiðslu og sjálf- virkni, gera sjóðnum kleift að auka umsvifin án þess að fjölga útibúum og starfsfólki. Áhrifin á bankakerfið eru og verða mikil, útibúin hafa verið að breytast úr afgreiðslustöðum í miðstöðvar sem sjá um flóknari afgreiðslu og veita ráðgjöf á sviði fjármála. Umsvif Sparisjóðs vélstjóra hafa aukist mikið og sé litið til eigin- fjárstöðu er hann nú annar stærsti sparisjóður landsins. Bjarni segir að eiginfjárstaða SPV sé sterk og mikill vöxtur hafi verið í starfseminni síð- ustu ár. Sérstök áhersla hefur verið lögð á þjónustu við einstaklinga og fjölskyldurnar auk þjónustu við meðalstór og minni fyrirtæki. „Það hefur fjölgað í viðskiptamannahópnum okkar að undanförnu og ég get nefnt að á síðasta ári bættust við hjá okkur hátt í 3.000 nýir innlánsreikningar umfram þá sem var eytt." Mikil aukning eiginfjárhlutfalls Hagnaður eftir skatta á árinu 2001 var 418 milljónir króna og eiginfjár- hlutfall yfir 19%. Hagnaður SPV fyrir tekju- og eignarskatt var 283 millj- ónir króna árið 2001, en var 1.272 milljónir árið 2000. Hagnaður eftir skatta árið 2001 var 418 milljónir en var 909 milljónir árið 2000. Bjarni segir skýringuna á meiri hagnaði á árinu 2000 en í fyrra vera þá að á árinu 2000 hafi SPV selt hlut sinn i Kaupþingi. Hann segir horfur á þessu ári mjög góðar og ánægjulegt sé að eigið fé Sparisjóðs vélstjóra hafi aukist um yfir 600 milljónir króna á síðasta ári og verið tæpir þrír milljarðar króna í árslok. Stofnfé sjóðsins sé einungis um 31 milljón króna, mismunurinn þama á sé því raunverulegt eigið fé. Eiginfjárhlutfall skv. CAD-reglum sé einnig með því hæsta sem þekkist meðal lánastofn- ana hér á landi, yfir 19%, en það má ekki vera undir 8%. Um 9% innlánaaukning á síðasta ári Heildarútlán SPV að markaðsverðbréfum meðtöldum voru í lok síðasta árs 17.083 milljónir króna og höfðu vaxið á árinu um 13%. Útlán til við- skiptamanna voru 14.243 milljónir. Helstu útlánaformin eru sem fyrr verðtryggð lán og reikningslán. Öll eign sparisjóðsins í skráðum verð- bréfum er færð á markaðsgengi. Heildarinnlán sparisjóðsins og verð- bréfaútgáfa voru í lok síðasta árs 13.316 milljónir og höfðu vaxið um 9% á árinu. [H n 8pV Sparisjóður vélstjóra Sparisjóður vélstjóra er til húsa að Hraunbæ 119 í Árbænum, Borgartúni 18 og Síðumúla 1. Sími: 575 4000, þjónustuver 575 4100 ■ Veffang: www.spv.is 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.