Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 93

Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 93
LUNDÚNflPISTILL SIGRÚNflR DflVÍÐSDÓTTUR fá reyndar 10 milljónir punda í viðbót, sem þeir áttu að fá ef Go yrði selt fijótt aftur, en ekki hafa skuldir British Airways dregist mikið saman undanfarið. Um verðið segir Grikkinn Stelios Haji- Ioannou að félag hans hafi ekki verið tilbúið iyrir ári síðan. I fyrstu virtist Barbara Castani ætla að bera harm sinn í hljóði, ef einhver væri, enda mættu þær 16-20 milljónir punda, sem salan gæti fært henni fyrir sinn hlut, lina nokkurn harm. En viti menn, nú eru Grikkinn og Castani komin í hár saman. Hann segist hafa boðið henni aðstoðarforstjórasætið, sem hún hafi þegið, en hann bætir því við að tilfinningar og stærilæti dragi nú úr dómgreind hennar - já, alltaf er kvenfólki núin tilfinningasemi um nasir. Castani segist hvorki hafa fengið boð um né þegið annað sætið og virðist reið út í íjárfestingarfélagið 3i fyrir að selja í stað þess að fara með fyrirtækið á markað eins og hún vildi. Allt bendir því til að hér sé einhver tryllir í uppsiglingu og útkoman er því óviss- ari en áður. Það er líka óvíst hver áhrif sölunnar á Go verða á þró- un fargjalda. Það er engin launung að lággjaldafélögin vildu gjarnan hækka verðið, þó Ryanair þoli reyndar lága verðið vel. Samkeppnin minnkar, þegar 50 flugvéla sameinað fyrirtæki Go og Easyjet með yfir 12 milljónir farþega, keppir við Ryanair sem er með 44 vélar. Flugfélögin Buzz og Basiq Air, sem eru í eigu KLM, Virgin Express og BMI eru miklu minni, en keppa engu að síður mjög hart. London eða Pafís Og nýju félögin hafa mikið að segja. Vinkona mín í Kaupmannahöfn benti mér nýlega á að það væri mun hag- stæðara fyrir okkar samgöngur að ég byggi í London en París. A leiðinni Kaupmannahöih-London keppa tvö lággjaldaflugfélög, auk þeirra stóru, en á leiðinni Kaupmannahöfir-París eru þeir stóru einir. Það er litið mál að fljúga á milli Kaupmannahafnar og London fyrir um og undir 12 þúsundum íslenskra króna, en frá Kaupmannahöfn til Parísar er verðið tvöfalt hærra. En það er ekki alltaf allt sem sýnist þegar kemur að lágu fargjöldunum. Þegar sextán ára sonur minn fór til Kaupmannahafnar nýlega borgaði hann aðeins um 6 þúsund krónur fyrir að fljúga til Málm- eyjar með Ryanair. Lága verðið er áþreifanlegt: brottfararspjöldin eru plastspjöld, sem eru notuð aftur og aftur. En við farið bættust um 3.400 krónur fyrir lestina til og frá Stansted og um 2.500 krónur fyrir rútuna fram og til baka yfir Eyrarsundsbrúna til og frá Kaupmannahöfn. Samtals kostuðu farseðlar því 11.900 krón- ur. Okkur hafði láðst að muna kraft samkeppninnar. Auðvitað hefur SAS brugðist við eins og Flugleiðir gerðu þegar Go flaug til íslands. Ódýrasti miðinn hjá SAS á leiðinni Kaupmanna- höfn-London er núna um 15 þúsund krónur. Og kostnaðurinn er sáralítill með neðanjarðarlestinni fram og til baka til Heathrow þar sem SAS lendir. Óneitanlega iiggja Heathrow og Kastrup bet- ur við farþegum en flugvellir Ryanair. EasyJet er Óseðjandi Eftir þetta áttu menn nú ekki von á frekari tíðindum í flugfélagakaupum á næstunni. En nú hefur spurst út að Easyjet sé óseðjandi í vöxt og beri víurnar í Deutsche BA dótturfélag British Airways. KLM hyggst bregðast við þessu með því að sameina Buzz og Basiq Air, en ekkert heyrist enn af Ryanair. Lággjaldafélögin dafna og enn um hríð dugir því að spara fyrir flugmiðunum með því að ganga um miðborg London - í stað þess að taka neðanjarðarlestina. H3 GJALDÞROTITV DIGITAL SJÓNVARPSSTÖDVARINNAR Bæði David Beckham og Eddie Forest eru knattspyrnumenn, Beckham hjá Manchester United, Forest hjá skoska Motherwell. Beckham er nýbúinn að endurnýja samninginn við sitt lið, sem felur í sér 92 þúsund pund á viku, ríflega 10 milljónir íslenskra króna. Motherwell hefur nýlega rift tveggja ára samningi sínum við Forest og bauð honum 250 pund, um 35 þúsund krónur, í miskabætur. Forest lét peningana liggja. Eins og fleiri knatt- spyrnumenn, sem hefur verið sagt upp af þvi félögin hafa ekki efni á að standa við samninga sína eftir að ITV Digital slökkti og lok- aði, ætiar Forest í mál við sitt félag, Motherwell. David Beckham finnur hins vegar ekki fyrir gjaldþrotinu því ITV hafði ekki gert samninga við úrvalsdeildarliðin, heldur liðin í English Nationwide League og Scottish League. I ensku samtök- unum eru um 1.650 atvinnumenn og um eitt þúsund í þeim skosku. Allt bendir til að 619 leikmenn verði í atvinnuleit eftir upp- sagnirnar miklu sem verða í sumar. Þeir, sem halda skónum, verða vísast margir hvetjir að samþykkja lægri laun. Knattspyrnu- félögin eru þegar farin að segja upp leikmönnum og fiögur þeirra eru komin í greiðslustöðvun. Var það nokkurn tímann raunsætt að ITV Digital gæti greitt fótboltasamtökunum 350 milljónir punda á þremur árum fyrir að sjónvarpa leikjum þeirra? í óðauppgangi auglýs- ingamarkaðarins og fótboltageirans undanfarin ár virtist þetta hinn besti samningur í augum þeirra, sem draga alltaf allar lín- ur beint áfram og upp. Mörg félaganna tóku sæluna út fyrir- fram með því að taka lán og hækka laun knattspyrnumann- anna. Laun í ensku deildunum íjórum, hjá 92 knattspyrnufé- lögum þar, hækkuðu um 20 prósent milli áranna 1999-2000, eða úr 620 milljónum punda í 747 milljónir. Það ár greiddu sextán félaganna hærri laun en sem nam veltunni. Ofan í þessa þenslu dembdust svo milljónirnar frá ITV. Eftir þessa kollsteypu líta ijárfestingar í knattspyrnufélögum álíka girnilega út og fjárfestingarnar í dottkomm- og símageir- anum eftir kollsteypurnar þar. Spurningin er svo hversu lengi áhrifin vara og hvernig þau munu lýsa sér. Og á meðan bíða knattspyrnuunnendur eftir þvi að breska stjórnin taki á sig rögg og skeri úr um framtíð þjóðarleikvangsins Wembley. tS3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.