Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 22
FLUGFLOTIÍSLENDINGA
Ingimar Ingimarsson, forstjóri MD Airlines, vill ekki gefa neinar upplýsingar um veltu fyrirtækisins
eða afkomu í fyrra en búast má við að velta nemi nokkrum milljörðum króna. Hann segir þó að
þetta sé „mjög arðbært fyrirtæki“.
Islandsflug hefur átta vélará íslensku flugrekstrarleyfi ogleigirsvo út tvær Dorniervélar til
viðbótar á svokallaðri þurrleigu. lslandsflug er með minnstu vélarnar íflotanum; þrjár 19
sæta Dornier 228, eina ATR 42 með 46 sæti eða fraktvél, fimm Boeing 737, ýmistfrakt-
eða farþegavélar með 142-148 sæti, og loks litla breiðþotu, Airbus 310, sem erfraktvél.
Bláfugl 2 þotur
Bláfugl gerir út eina Boeing 737-300Ffarþegavél, sem hefur verið breytt ífraktflugvél, og
hefurfyrirtækið gengið frá kauþum á annarri sams konar vél sem einnig verður breytt. Vél-
arnar bera 18,5 tonn hvor.
MD Airlines hefur verið með þrjár MD 83 vélar í rekstri og nýlega bættist sú jjórða við.
Þessar vélar taka 167 farþega hver. MD Airlines flýgur áœtlunarflug með farþega frá
Norður-Evróþu til Suður-Evróþu.
skrifstofurnar í Hamraborginni í Kópavogi.
Þar er yfirstjórn félagsins og þar fer fram
stjórnun flugrekstrarins. Starfsmenn eru yfir
100 í allt en aðeins 11 þeirra eru staðsettir hér
á landi.
Félagið hefur verið með þijár MD-83 vélar í
rekstri og nýlega bættist sú fjórða við. Þessar
vélar taka 167 farþega hver. Þessar vélar hafa
ekki verið notaðar hér á landi en eru nokkuð
algengar í flugrekstri erlendis. MD Airlines
flýgur áætlunarflug með farþega frá Norður-
Evrópu, fyrst og fremst frá Svíþjóð og írlandi,
til Suður-Evrópu, t.d. Spánar, Frakklands,
Italíu, Grikklands og eyja í Miðjarðarhafi.
Tvær vélanna eru staðsettar í Stokkhólmi, ein
í Dyflinni og sú Ijórða verður sennilega á Ítalíu
í sumar. Allar fljúga þær farþegaflug. Um blaut-
leigu er að ræða sem þýðir að fyrirtækið leigir
flugvélina með áhöfn, tryggingum og viðhaldi.
Ingimar vill ekki gefa neinar upplýsingar um
veltu fyrirtækisins eða afkomu í fyrra en búast
má við að velta nemi nokkrum milljörðum
króna. Hann sagði þó að þetta væri „mjög arð-
bært fyrirtæki".
Ný VÓI í haust Flugfélagið Bláfugl, sem
fjallað var nýlega um í Frjálsri verslun, gerir út
eina Boeing 737-300F farþegavél, sem var
breytt í fraktflugvél, og hefur fyrirtækið
gengið frá kaupum á annarri sams konar vél
sem einnig verður breytt. Vélarnar bera 18,5
tonn hvor. Sú fyrri er í daglegu flugi frá íslandi
gegnum Bretland til Þýskalands fimm daga
vikunnar. Um helgar fer hún frá Lúxemborg
til Keflavíkur og til baka. Hin vélin verður
staðsett í Bordeaux í Frakklandi og mun fljúga
fyrir UPS hraðflutningafyrirtækið frá
Bordeaux til Kölnar á hverri nóttu. Bláfugl
velti rúmlega einum milljarði í fyrra og má
búast við að viðbótarveltan með nýju vélinni
nemi 800 milljónum á ársgrundvelli. Starfs-
menn eru nú um 20 talsins og verða líklega 25
þegar nýja vélin kemst á flug.
Þórarinn Kjartansson, forstjóri Bláfugls,
segir að engin áform um sameiningar við önnur
flugfélög séu á borðinu og að það þjóni ekki
hagsmunum fyrirtækisins á þessu stigi. „Fyrir-
tækið er ungt og í miklum vexti. Við erum búnir
að marka okkur viðskipti á mjög sérhæfðu sviði
og ég sé ekki að það samræmist á jákvæðan
máta öðrum flugrekendum á Islandi," segir
hann og telur ekki tímabært að velta fyrir sér af
alvöru sameiningu við erlent fyrirtæki.S!]
22