Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 52
 ) "1 Pc Fjölskyldan t Pfaff. Margrét Kristmannsdóttir framkvœmdastjóri, Kristmann Magnússon stjórnarformaður og Magnús Kristmannsson, yfir- maður tæknideildar Pfaff Mynd: Geir Ólajsson síðan verið að reyna að finna eitthvað til að fylla upp í skarðið og höfum bætt mörgum vöruflokkum við. En við vorum alltaf viss um að við þyrftum að taka mjög ákveðið skref. Það var spurn- ing hvort við ættum að kaupa fyrirtæki, sameinast öðru fyrir- tæki eða fara út í óskyldan rekstur. Við ákváðum að vanda valið og flana ekki að neinu. Borgarljós hentaði vel okkar rekstri. Okkar starfsfólk er vant því að umgangast raftæki og við erum með rafvirkja í vinnu. Ljósaverslun myndi falla vel inn í okkar rekstur og því keyptum við Borgarljós að öllu leyti nema tækni- deildina, sem er með iðnaðarlýsingu. Núverandi eigandi ætlar að halda áfram þeim rekstri," segir hún. Pfaff er í dag með heimilistækjadeild, sem selur sauma- vélar, þvottavélar, kæliskápa og öll smáraftæki, hljóðdeild og þjónustudeild þar sem boðið er upp á varahluti og viðgerðar- þjónustu fyrir þau tæki sem fást í versluninni. í haust keypti fyrirtækið hljóðverslunina Reynisson og Blöndal og og nú víkkar starfsemin enn frekar út. Um næstu mánaðamót verður sameinað fyrirtæki Pfaff-Borgarljós opnað á jarðhæð Pfaff við Grensásveginn eftir hamarshögg síðustu vikna en þá er ætl- unin að taka alla jarðhæðina undir verslun og flytja skrifstof- urnar, sem hafa verið á hluta jarðhæðarinnar, upp á fyrstu hæð. Pfaff-Borgarljós verða á einum besta verslunarstað bæjarins, á horni Grensásvegar og Skeifunnar, þar sem umferðaræðarnar mætast. Kaupverð Borgarljósa er trúnaðarmál en Margrét segir vonir standa til að þessi tvö fyrirtæki verði sterkari sem ein- ing heldur en hvort í sínu lagi. Velta Pfaff var í fyrra um 160 milljónir króna og má búast við veltuaukningu um 50 prósent, eða 70-80 milljónir. „Með þessari aðgerð erum við að reyna að ná aftur þessum styrk, sem við höfðum áður en prjóna- og saumavélaiðnaðurinn dó,“ segir hún. Með Borgarljósum koma tveir lykilstarfsmenn og verða þá 14 starfsmenn hjá Pfaff-Borgarljósum. í lágaverðspyttinum Heimilistækjamarkaðurinn er erfiður í dag og segir Margrét að afkoma fyrirtækja á þessum markaði sé algerlega óviðunandi. „Mörg fyrirtæki hafa verið í rekstrar- erfiðleikum sem hafa ekki farið leynt. Samkeppni er vissulega af hinu góða og sama gildir um eðlilegt samkeppnisumhverfi, sem flest fyrirtæki starfa á, en raftækjageirinn hefur dottið í þann pytt að vera fastur í óeðlilega lágu verði. I mörgum til- fellum er verðið það lágt að það er ekki hægt að skila viðunandi afkomu. Það er svo margt sem líður fyrir þetta, t.d. hefur þjón- ustustigið liðið mjög því að það hefur lækkað. í verslunum er oft ekki sérhæft starfsfólk og hefur varahluta- og viðgerðarþjón- ustan liðið fyrir það. Eg get engu spáð um það hversu lengi markaðurinn verður fastur svona en ég reikna með að verð á raftækjum taki enn eina dýfuna þegar Húsasmiðjan opnar ex- pert raftækjamarkað á næstu mánuðum," segir hún og telur að það verði að haldast í hendur, verð og sú þjónusta sem menn vilja sjá á markaðnum. - Hvernig heldurðu að framtíðin lítí út almennt séð? „Það verður fækkun, sum af stóru fyrirtækjunum eiga í miklum erfiðleikum og fyrirtæki, sem eru ekki eignalega sterk og hafa þurft að greiða mikla vexti, þola ekki þessa miklu verðlækkun sem hefur átt sér stað. Hvort þau geta unnið sig út úr þessum erfiðleikum get ég ekki sagt en það verður vissulega fækkun, bæði á fyrirtækjum og útsölustöðum. Mín skoðun er sú að það eigi eftir að verða sameiningar á þessum markaði, einhveijir munu snúa sér að öðru og einhveijir munu loka. Einingarnar verða færri og stærri," svarar hún og telur Pfaff-Borgarljós standa nokkuð sterkt að vígi. Eignalega Sterk „Eiginfjárhlutfallið er vel yfir 60 prósent þannig að við erum eignalega mjög sterk og það hefur hjálpað okkur gríðarlega í gegnum þann öldudal sem við höfum gengið Ná aftur sama styrk Kaupverð Borgarljósa er trúnaðarmál en Margrét segir vonir standa til að þessi tvö fyrirtæki verði sterkari sem eining heldur en hvort í sínu lagi. Velta Pfaff var í fyrra um 160 milljónir króna og má búast við veltuaukningu um 50 prósent, eða 70-80 milljónir. „Með þessari aðgerð erum við að reyna að ná aftur þessum styrk, sem við höfðum áður en prjóna- og saumavélaiðnaðurinn dó.“ 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.