Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 83

Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 83
„sauna likt við íslendinga hvað það varðar að drekka mikið í einu og kunna sér þannig ekki hóf, en auðvitað er það persónubundið þó að þessi mynd hafi náð að festast í huga almennings. Víst er að við nánari kynni eru Finnar elskulegir og hjartahlýir, vilja hafa reglu á hlutunum og hafa náð ótrúlega góðum árangri í að kynna landið sem eitt fremsta land i heimi hvað varðar tækni, hreinlæti, gott samfélagskerfi og jafnrétti kynj- anna. Eintómir samhljóðar íbúar Finnlands eru af ýmsum þjóðar- brotum. Sænskumælandi Finnar, Samar, Rúmenar, sígaunar og Finnar sem eru langstærsti hlutinn af tæplega sex milljónum manna sem í Finnlandi búa. Tungumálið er hljómfallegt og alger- lega óskiljanlegt fyrir aðra en Finna og Eistlendinga. Það má líkja því við perlur á bandi þar sem perlurnar eru samhljóðar sem hver af öðrum veltur fram og myndar setningu. Enda er finnska eina málið sem ekki er af indóevrópskum uppruna í Skandinaviu og ekkert sem bindur það við nágrannana, Svía. Sænska er kennd í skólum en hún er móðurmál minnihluta Finna, eða um 6% íbúa, þó svo hún sé opinbert ríkismál ásamt finnskunni. Hönnun og Viðskipti Finnskir hönnuðir eru margir hveijir heimsþekktir og þeir sem um Hringbrautina aka hafa daglega fyrir augunum dæmi þess þar sem Norræna húsið stendur í Vatnsmýrinni en það hannaði hinn finnski Alvar Aalto. I versl- unum landsins má finna finnskar vörur í stórum stQ, allt frá frá- bærum glerlistavörum frá Iittala niður í svört Nokia gúmmístíg- vél sem löngum hafa haldið fótum íslenskra barna þurrum. Einnig má taka til þekkt vörumerki í fatnaði - Marimekko og Finnwear, GSM-síma frá Nokia og lyftur frá Kone til að sýna breiddina í hönnuninni. Nokia hefur reyndar náð því á örskömmum tíma að verða eitt af stærstu fyrirtækjum í heimi í hátækniiðnaði og er tvímælalaust stærsta fyrirtæki í Finnlandi. Önnur stórfyrirtæki framleiða húsgögn, pappírsvörur, fatnað Finnski, alþjóðlegi tœknirisinn Nokia hefur gert þúsundir Finna að milljónamæringum. IFinnlandi erlífið bæði„sauna“ogNokia. og listmuni en stærsti hluti útflutnings Finna er timbur og vörur unnar úr þvi ásamt hátæknivörum. Menntun í tveim löndum Talsverð samskipti eru á milli Finn- lands og íslands á sviði menntunar. Á hverju ári fara fjölmargir íslenskir námsmenn utan og á sama hátt koma margir Finnar hingað. Það er vinsælt að stunda nám í arkitektúr og hönnun í Finnlandi, enda margir af fremstu arkitektum heims finnskir. Finnar og íslendingar hafa náð vel saman á alþjóðlegum vett- vangi. Kannski vegna þess að báðar þjóðirnar eru ekki nógu flinkar í Norðurlandamálum og nota enskuna til að skiptast á upplýsingum og skoðunum. Þó er líklegra að skoðanir Finna og Islendinga á ýmsum málaflokkum fari einfaldlega vel saman og þannig séu góðar forsendur fyrir samskiptum. Finnska mafían I tónlistarheiminum er Finnland ofarlega á fista. Finlandia Sibeliusar er og verður meistaraverk og ævar- andi óður til sjálfstæðis landsins. Ymsir aðrir þekktir tónlistar- menn eru af finnskum ættum en þó má segja að frægð Finn- lands sé fremur borgið hjá stjórnendum þar sem margir af þeim bestu eru finnskir og reyndar einnig óperusöngvarar. Svo rarnmt hefur kveðið að því að stundum er vísað í „finnsku mafí- una“ hvað óperutónfist varðar og má nefna Matti Salminen, Jorma Hynninen og Monicu Groop sem dæmi um óperusöngv- ara sem koma reglulega fram í þekktustu sönghöllum heims. S3 83 iifKil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.