Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 37
SÉRFRÆÐINGAR SPÁ í SPILIN
Spumingin til Guðjóns Amgrímssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða, erþessi:
Flugleiðir hafa auglýst íslandsferðir í hreskum lestarstöðvum undanfarið
undir yfirskriftinni Fancy a Dirty Weekend. Hvernig rökstyðurþú auglýs-
ingaherferð undir þessari forskrift og hvaða árangur hefur hún borið?
Hvers vegna yfirskriftin
Fancy a Dirty Weekend?
Flugleiðir hafa í samvinnu við Ferðamálaráð
auglýst töluvert í lestarstöðvum í Bretlandi
í vetur, og einnig reyndar í Frakklandi og
Þýskalandi, með frábærum árangri. Herferðin
í Bredandi byggðist á því að kynna stuttar
ævintýralegar vetrarferðir til Islands með því
að sýna á veggspjöldum stórar glæsilegar lit-
myndir frá íslandi með texta sem innihélt
orðaleik, eða öfugmæli í gamansömum dúr.
Þannig var t.d. sýnd flott mynd af vélsleða-
akstri uppi á jökli og undir stóð Dodgems,
sem þýða má sem gamaldags klessubíla. Mat-
gæðingaferð var auglýst með stórri ljósmynd
af fólki útí að borða á mjög huggulegum reyk-
vískum veitingastað, en undir stóð Fish and
Chips, sem þykir ekki beint hátíðakostur.
Undir stórfenglegri ljósmynd af þeysireið á
íslenskum hestum í íslensku landslagi stóð
Donkey Ride, eða asnaferð. Heilsuferð var
auglýst með mynd af pari í Bláa lóninu sem
brosti framan í myndavélina með hvíta leðjuna
í andlitinu, og undir stóð Fancy A Dirty Week-
end? Fleiri veggspjöld voru gerð í sama dúr.
í þessari herferð, sem enska auglýsinga-
stofan BSP Creative vann með skrifstofu
Flugleiða í London, er stuðst við ákveðið
þema. Það byggir á sögufrægum ferðalögum
Englendinga á sjötta og sjöunda áratugnum
til þekktra strandbæja eins og Blackpool og
Brighton. Þar ríkti ákveðin stemmning
(Carry-on myndirnar lýsa henni vel) sem
sveipuð er saknaðarljóma í hugum margra
Breta sem núna eru á besta aldri - þeirra
sem þá voru börn, en eru nú markhópur aug-
lýsinganna. Heiti ferðapakkanna til íslands
eru m.a. upprifjun á auglýsingaslagorðum og
hugtökum frá þessum tíma, sem nú þykja
svolítið fýndin. Líkt og gömul íslensk auglýs-
ingaslagorð.
Það er því misskilningur að heil auglýs-
ingaherferð byggi á setningunni Fancy A
Dirty Weekend? því að sú setning er aðeins
lítill hluti af heildinni. Þar er að sjálfsögðu
verið að beita tvíræðni, annars vegar hinum
„skítugu" andlitum sem blasa við fyrir ofan
textann og hinsvegar er verið að höfða til para
og þau hvött til að skella sér í endurnærandi
helgarfií, án barna. í þessu er létt erótísk gam-
ansemi. Auglýsingunni er iýrst og fremst
beint til hjóna eða sambúðarfólks, og fremur
til kvenna en karla. Það eru konurnar ekki
síður en karlarnir sem taka ákvarðanir um
ferðalög af þessu tagi.
Þessi auglýsingaherferð hefur gengið afar
vel og ferðamönnum tfá Bretiandi Jjölgaði um
17% á fyrstu þremur mánuðum ársins, og þó
ekki sé hægt að fullyrða að aukninguna megi
alla rekja beint til auglýsinganna, þykja þær
grípandi og kraftmiklar. Og enginn í Bretíandi
hefur óskað eftir rökstuðningi! Eftir 11. sept-
ember settu Flugleiðir aukinn kraft í markaðs-
setningu Islands erlendis með þeim árangri
að ferðamönnum til landsins hefur tjölgað
fremur en fækkað. Meðal annars hefur í mjög
auknum mæli verið notast við veggspjöld í
neðanjarðarlestunum í London og París, þar
sem höfðað er til yngri og kröfuharðari hluta
markaðarins en áður. m
Guðjón flrngrímsson,
upplýsingafulltrúi Flug-
leiða, segir herferðina
hafagengið velogferða-
mönnum frá Bretlandi
fjölgað um 17% á fyrstu
þremur mánuðum ársins.
„Það er að sjálfsögðu verið að beita tvíræðni, annars vegar hinum „skítugu"
andlitum sem blasa við fyrir ofan textann og hins vegar er verið að höfða til
para og þau hvött til að skella sér í endurnærandi helgarfrí, án barna. í þessu er
létt erótísk gamansemi."
37