Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 80

Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 80
SÉRBLAÐ UM FIIMIMLAIMD Eg kom hingað fyrir tveimur árum og þá var einmitt verið að undir- búa komu forseta Finnlands til Islands," segir Timo Koponen, sendi- herra Finnlands. „Forseti íslands, Olafur Ragnar Grímsson, tók sérlega vel á móti honum og heimsóttu þeir ýmsa staði á Islandi. Davíð Oddsson forsætisráðherra heimsótti svo Finn- land á síðasta ári.“ Timo Koponen kann vel við sig á Islandi og hefur eftir tveggja ára dvöl náð því að geta lesið íslensku nokkuð. „Eg bý svo vel að innan sendiráðsins er starfsmaður sem talar bæði finnsku og íslensku og ef ég lendi í vandræðum með að skilja það sem í blöðunum stendur, fæ ég útskýringar hjá henni,“ segir hann. Viðshiptatengslin mikil Innflutningur finnskra vara til íslands er talsvert mikill og hér eru mörg þekkt vörumerki af finnsk- um uppruna. Nokia er þar þekktast, hvort heldur sem um er að ræða gsm-síma eða stígvél. Pappír og trévörur hafa verið stór þáttur í útflutningi Finna og hingað til lands kemur einmitt mikið af þeim vöruflokkum. Heildamtflutningur frá Finnlandi til íslands nam um 200 milljónum finnskra marka árið 2001 en þá er reyndar ótalið það sem Islendingar fluttu inn af finnskum vörum sem framleiddar eru í öðrum löndum. Hins vegar nam heildarútflutningur íslenskra vara til Finnlands árið 2001 ekki nema um 100 milljónum fmnskra marka og er þannig talsvert minni. „Það eru líklega á milli tvö og þrjú hundruð finnsk fyr- irtæki í viðskiptum við ísland en fram til þessa hefur þó lítið verið um að Finnar ijárfesti á Islandi heldur hefur verið um bein viðskipti að ræða,“ segir Koponen. „Þó flárfesti finnskt byggingarfyrirtæki hér í byggingariðnaði fyrir nokkrum árum og á síðasta ári ijárfesti Sonera í Zoom, íslensku tölvufyrirtæki, sem lofar góðu.“ Finnar eru einn stærsti kaupandi íslenskrar síldar enda segir Koponen að í Finnlandi sé sumarið komið þegar nýjar finnskar kartöflur séu á borðum og ný íslensk síld - sem gerist í júníbyijun. Golf að vetri til Koponen segir það skemmtilegt fyrir sig sem Finna að ganga um verslunargötur og verslunarhallir og sjá hversu fjölbreyttar vörur íslendingar eru að flytja inn frá Finnlandi. „Það er næstum þvi eins og að ganga um göt- urnar heima,“ segir hann og brosir um leið. Hann hefur víða verið því áður en hann kom til Islands var hann um nokkurra ára skeið sendiherra í Balkanlöndunum og þar áður í Austur- löndum, Singapore og Indónesíu. Hann hefur því kynnst margs konar menningu og ijölbreyttu veðurfari, en eitt af því sem hann kann vel að meta á Islandi er það hversu loftið er hreint - og svo að geta stundað golf svo stóran hluta árs sem raun ber vitni. „Þegar ég var í Jakarta fórum við á fætur kl. fjögur að rnorgni til að geta farið í golf. Eftir klukkan átta var einfaldlega of heitt og rakt til þess að það væri mögulegt. Mér finnst því mikill kostur að geta farið í golf meirihluta ársins eins og hér er því Islendingar eru miklir golfarar og það má sjá golfáhuga- menn á völlunum um miðja vetur en það þekkist ekki víða. Svo er ódýrara að stunda golf hér en í Finnlandi sem er óneitanlega kostur." Sömu orðin Tengslin milli landanna ná langt aftur og þess sér stað í málinu. Koponen segist lesa blöðin daglega og að hann sé sífellt að rekast á fleiri orð sem séu skrifuð á sama eða svipaðan hátt í báðum málunum og hafi líka merkingu. Jafnvel nákvæmlega sömu merkinguna. „Til dæmis er laugardagur á finnsku lauantai sem er sama orðið og þýðir einnig baðdagur eins og í íslensku. Mér finnst þetta og þau önnur orð sem ég hef rekist á benda til þess að þau séu mjög gömul og að þau hafi komið inn í íslenskuna úr finnsku því sömu orð eru oft öðruvísi skrifuð í skandinavískunni.“ Nám í tveim löndum Fjölmargir íslend- ingar stunda nám í Finnlandi og að sama skapi eru margir Finnar hér á landi. „Hingað sækja í vaxandi mæli stúdentar til að kynnast landi og þjóð,“ segir Koponen. „Til Finn- lands sækja Islendingar einkum í framhalds- nám og eru margir þar í arkitektúr, sem stendur mjög framarlega í Finnlandi líkt og önnur hönnun og svo eru hér nokkuð margir sem koma eftir nám á Hvanneyri. Hvað ferðamenn varðar þá hafa finnskir ferðalangar lengi sótt ísland heim en þeim hefur verið gert aðeins erfiðara fyrir með því / Tengsl Islands og Finnlands eru margvísleg hvort sem um er að rœða menningartengsl, stjórnmála- leg eða viðskiptaleg tengsl. Finnar / eru um margt líkir Islendingum í útliti og hegðun og fátt er afvanda- málum í samskiptum pjóðanna. Eftír Vigdísi Stefánsdóttur Mynd: Geir Olafsson Koponen segir það skemmtilegt fyrir sig sem Finna að ganga um verslunargötur og versl- unarhallir og sjá hversu fjölbreyttar vörur íslend- ingar eru að flytja inn frá Finnlandi. 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.