Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 40
Netið Femin.is
Aðaleigendur og uþþhafskonur Femin.is, Soffía Steingrímsdóttir ritstjóri og íris Gunnarsdóttir framkvœmdastjóri, hafa keyþt sér „strákinn"
Vísi.is og sjá mikla möguleika í að reka vefina tvo saman. Þær eru nú orðnar stærstar á markaðnum sé miðað við samanlagðar heimsóknir á
þessa tvo vefi. Mynd: Geir Ólafsson
Hafa trú á „stráknunT
Við höfum horft til Bretlands
og verið að kanna markaðinn
þar. Við teljum að það sé pláss
þar fyrir svona fyrirtæki. Við erum
að byggja upp fyrirtæki eftir við-
skiptahugmynd sem er ekki bara
netmiðill heldur líka netverslun,
vörudreifing í verslanir, sjónvarps-
þáttur, ráðgjöf tíl kvenna og svo
mætti lengi telja. Við erum með
pakka sem við höfum áhuga á að
flytja til Bretlands. Þennan pakka
erum við með á fimm ára „plan-
inu“. Hugmyndin kom upphaflega
frá Bretlandi. Við eigum femin-lénið út um allan heim. Norð-
menn og Finnar eru framarlega á Netinu en Bretar eru ekkert
endilega sérstaklega framsæknir á því sviði. Tungumálið
hentar okkur og við sjáum tækifæri þar,“ segja íris Gunnars-
dóttír og Soffía Steingrímsdóttir, upphafskonur að Femin.is.
Sanngjarnt verð fyrir Vísi.is
Margar konur þekkja nafnið
Femin.is og flestír kannast sjálfsagt
við sjónvarpsþættina Femin sem
hafa verið á Stöð 2 í vetur undir
stjórn Maríu Ellingsen leikkonu.
Þeir eru þó eflaust færri sem vissu
eitthvað að ráði um fyrirtækið
Femin.is þegar fyrirtækið komst í
fréttírnar nýlega við kaupin á net-
miðlinum Vísi.is. Kaupverðið var
ekki gefið upp en íris og Soffía
segja að það hafi verið „mjög sann-
gjarnt", miklu lægra en hefði verið
í miðri netbólunni fyrir nokkrum árum síðan. Þær staðfesta að
það hafi numið nokkrum tugum milljóna króna en vilja ekki
fara nánar út í þá sálma. Þær hafa þó samþykkt að segja les-
endum Fijálsrar verslunar frá fyrir tækinu, tilurð þess, starfsemi
og markmiðum. Það er nefnilega margt að gerast hjá þessu
Femin.is er að blása til hlutajjáraukn-
ingar og skuldsetja sig í fyrsta sinn til að
fiármagna kaupin á Vísi.is,fiölga starjs-
fólki og markaðssetja fæðubótarefni, sér-
hannað jyrir konur. Konurnar á Femin.is
eru stórhuga og stefna að pví að hasla sér
völl í Bretlandi innan fimm ára.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: Geir Ólafsson
Femin.is verður áfram „skoðanalaus, mjúkur, hlýr og styðjandi vefur“ fyrir konur. Vísir.is
er hins vegar öðruvísi, hann er fréttamiðill sem hefur verið að styrkja stöðu sína og
verður haldið áfram að bjóða þar upp á fréttir, íþróttir og viðskipti.
40