Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 55
NÆRMYND SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON
nokkur verkefni fyrir Jón haustíð 1989. Þegar
Jón Ólafsson keypt hlutí af Verslunarbanka Is-
lands hf. í Stöð 2 í janúar 1990 ásamt Haraldi
Haraldssyni í Andra, Jóhanni J. Ólafssyni stór-
kaupmanni, Sigurði Gísla Pálmasyni í Hag-
kaupum og fleiri athafnamönnum keypti
Sigurður hlut ásamt félaga sínum, Einari
Sigfússyni. Sigurður hefur verið í stjórnum
félaga í útvarps- og hljóðvarpsrekstri, Islenska
útvarpsfélagsins hf. og skyldra félaga, og veitt
þessum rekstri lögfræðilega þjónustu nú í rúm
tíu ár. Sigurður hefur einnig unnið lögfræðistörf
fyrir Jarðboranir hf., Lýsingu hf. og Lífeyrissjóð
sjómanna.
Persóna Sigurður var mjög þægilegt barn.
Hann var eini strákurinn í sínum árgangi á
Þingeyri og varð fljótt foringinn, stjórnsamur
og áberandi í hópnum. Jens Andrés, æsku-
vinur hans, lýsir honum sem meiri „verk-
manni“ en bókaormi í æsku því að hann hafi
alltaf haft mikinn áhuga á atvinnu- og athafna-
lífinu þó að hann hafi alla tíð verið fylginn sér
og lagt mikið upp úr því að vera með góðar
einkunnir í skóla. Sigurður er aðhaldssamur á
peninga og sóar ekki að óþörfu. Hann er fé-
lagsfyndur, vinnusamur svo að jaðrar við að
vera „vinnualki“, samviskusamur og ná-
kvæmur maður en þó ekki smámunasamur.
Hann vill hafa hlutina á hreinu og að orð
standi, kemur sér fljótt og vel að aðalatriðinu
og eyðir ekki tímanum í mas. Hann hefur ein-
beitinguna í lagi. Hann er maður sem auðvelt
er að lynda við, lætur lítið á sér bera en er
sanngjarn, þægilegur og vinsæll meðal sam-
starfsmanna og vina og á auðvelt með að
treysta fólki. Sem stjórnandi gefur hann for-
dæmi með eigin framkomu og vinnu - mætir
snemma og fer seint heim - og með þessu
ávinnur hann sér virðingu sam-
Hann fór aftur í lögfræðina haustið eftir og
komst loks á fullan skrið. Sigurður var
fulltrúi á Lögmannsstofu Jónasar A. Að-
alsteinssonar hrl. í Reykjavík frá maí
1981 til 30. júní 1985. Hann hefur rekið
eigin lögmannsstofu og með öðrum í
Reykjavík frá 1985 til dagsins í dag.
Arið 1989 varð vendipunktur í starf-
semi Sigurðar og lífi því að þá var hann
fenginn af Sigurði Gísla Pálmasyni, fv.
forstjóra Hagkaups, til að gæta hags-
muna Islenska útvarpsfélagsins hf.
í deilu útsvarpsstöðvanna
Bylgjunnar og Stjörn-
unnar, sem þá höfðu
verið sameinaðar.
Sigurður kynntist
þá Jóni Ólafssyni
og þau kynni
leiddu til
þess að
h a n n
vann
ástríða
Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norður-
Ijósa, er vinnusamur maður í meira lagi,
mætir snemma og fer seint heim.