Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 70
Matthías Sveinsson, eigandi og framkvæmdastjóri Fagtækni hf., fyrir utan nýtt húsnæði fyrirtækisins að Akralind 6.
Fagtækni:
Framsækið fyrirtæki
Fagtækni hf. sérhæfir sig í alhliða hönnun og uppsetningu á toluu-
og rafmagnskerfum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Fyrirtækið var
stofnað árið 1990 og starfaði fyrstu árin undir nafni Matthíasar
Sveinssonar, eiganda og stofnanda þess, en því var breytt í einka-
hlutafélag árið 1995 og fékk þá nafnið Fagtækni.
„Fagtækni hefur frá upphafi tekið þátt í þróun á sviSi upplýsinga-
tækni og tölvusamskipta og var leiðandi í uppsetningum á Ethernet
lagnakerfum. í byrjun var fyrirtækið eingöngu í því að hanna og leggja
raflagnir, en um leið og tölvukerfi fóru að verða til sáum við möguleika
þar og erum nú leiðandi á sviði uppsetninga á tölvulagnakerfum."
Stór verkefni
Síðustu árin hefur Fagtækni unnið stór verkefni á sviði raf- og tölvulagna
auk uppsetningar tölvukerfa. Þar má nefna að nú nýlega var lokið við
uppsetningu á raflagnakerfi og tölvumiðstöð fyrir höfuðstöðvar
(slenskrar erfðagreiningar, einnig má nefna Múlastöð Landssímans,
Landsbanka íslands, Tölvumiðstöð sparisjóðanna, Anza-Tækniakur, EJS
- Hýsingu, Hug hf. og höfuðstöðvar BS.L. Einnig hefur fyrirtækið tekið að
sér verkefni og yfirumsjón í alverktöku, svo sem fyrir Flagkaup í Smára-
lind sem er 11 þúsund fermetrar og sá Fagtækni um alla innréttingar-
verkþætti ásamt raflagnakerfi verslunarinnar. Nú er fyrirtækið að ráð-
ast í stórframkvæmd við raflagnakerfi í nýbyggingu Hótel Esju.
Unnið frá grunni
Fagtækni leggur ekki aðeins lagnir heldur býður upp á heildarlausnir
sem felast í því að allar teikningar, verkáætlanir og kostnaðaráætlanir
eru gerðar hjá fyrirtækinu á sviði raflagna og sérkerfa. „Við teljum
nauðsynlegt að halda trúnað við viðskiptavini okkar og einnig að sýna
heiðarleika í hvívetna," segir Matthías. „Með því að hafa allt uppi á
borðinu frá upphafi veitum við bæði viðskiptavinum okkar og okkur
sjálfum bestu mögulegar aðstæður til að vinna verkið og með
árunum sést það æ betur hve traustið milli verksala og verkkaupa er
mikilvægt. Hin síðustu ár hefur einnig orðið sú áherslubreyting hjá
Fagtækni að í stað þess að Ijúka uppsetningu rafkerfa og fara frá
1 .==•= jjj 'T;]::..: . ^ t
I