Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 84
SÉRBLAÐ UM FIIMIMLAIMD
Norræni fjárfestingabankinn NIB, hefur aðalstöðvar sínar í
Helsinki í Finnlandi. Aðalbankastjóri er Jón Sigurðsson.
Svæðisstjóri NIB fyrir Island er Þór Sigfússon.
Lán til iðnaðar eru fyrirferðarmest í starfsemi bankans en það er stefna hans að
hafa forystu varðandi lán til umhverfisflárfestinga og hefur hann tekið að sér for-
ystu í stýrihópi NDEP, Northern Dimension Environmental Partnership. Hlut-
verk NDEP er að ijármagna brýn umhverfisverkefni í löndunum í kringum Eystrasalt
og Barentshaf. NIB mun einnig leiða greiningu og framgang níu mikilvægra fjárfest-
ingaverkefna til umhverfisbóta við Eystrasalt og Barentshaf. Bankinn hefur sett á
laggirnar sérstaka starfsdeild sem mun einbeita sér að þessum verkefnum.
Afkoman Afkoma bankans á árinu 2001 vai' mjög góð en hreinar vaxtatekjur námu
147 milljónum evra sem er fjórum milljónum evra meira en á árinu á undan þegar
vaxtatekjur námu 143 milljónum evra. A árinu jókst lánastarfsemi bankans talsvert og
námu ný útlán 1.661 milljónum evra og voru útistandandi lán bankans til viðskipta-
vina í árslok 10.067 milljónir evra. Eigendur bankans samþykktu á árinu tillögu
stjórnar um breytingar á samþykktum hans um aukningu á svigrúmi til almennra út-
lána úr 10 milljörðum evra í 12 milljarða.
Verkefnin Stór hluti verkefna sem lánað er til felur í sér ijárfestingar vegna kaupa
á fýrirtækjum og nýQárfestingar yfir landamæri. A árinu tók bankinn þátt í 60 stórum
fjárfestingaverkefnum á Norðurlöndum ásamt því að lána fjármálastofnunum til end-
urlána til smárra og meðalstórra fýrirtækja. I orkustarfsemi er m.a. lánað til virkjana,
dreifikerfa, hitaveitu og orkuvinnslu með lífrænum orkugjöfum. Á alþjóðavettvangi
einkenndist lánastarfsemi NIB af aukinni eftirspurn eftir lánum til fjarskiptafyrir-
tækja og lán til fjárfestinga í samgöngumannvirkjum jukust nokkuð.
Bankinn tók þátt 1 nokkrum tjölda verkefna sem fólu í sér umhverfisbætur og
námu heildarlán til þess konar verkefna 1,6 milljörðum evra í árslok. NIB er nú með
útistandandi lán til rúmlega 200 norrænna og alþjóðlegra unmhverfisverkefna.
Jón Sigurðsson, aðalbankastjóri NIB, ásamt Ann-Kristin Schevelew, sem er þekkt,finnsk útvarþs-
kona, bjóða gesti velkomna til hátíðardagskrár í Helsinki þann 1. júní 2001.
84