Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 67
FRÉTTASKÝRING FflSTEIGNflFÉLÖG
Eigendur Fasteignafélagsins Stoða:
Baugur........................... 48,3%
Kaupþing......................... 40,0%
Spron............................ 10,0%
Kaupþing Lúxemborg................ 1,7%
Eigendur Þyrpingar:
Kaupþing............................. 60,0%
Ingibjörg Pálmadóttir................ 20,0%
Lilja Pálmadóttir.................... 10,0%
flðrir............................... 10,0%
Sigurður Gísli Pálmason. Hann býr nú í Kaliforníu í
Bandaríkjunum.
Lilja Pálmadóttir. Hún á eftir 10% hlut í Þyrpingu sem
hún hyggst selja á næsta ári.
Ingibjörg Pálmadóttir. Heldur eftir sínum hlut í Þyrp- Jón Pálmason. Hefur selt hlut sinn í Þyrpingu.
ingu.
Samflotinu lýkur
Samflot Hofsfjölskyldunnar, sem áður var kennd við Hagkaup,
virðist vera að líða undir lok og fara systkinin hvert í sína áttina
í viðskiptum. Verið er að skipta upp félaginu Miklatorgi, sem hefur
séð um Ikea, og þrjú systkinanna og móðir þeirra hafa selt eignar-
hlut sinn í Þyrpingu. Viðskiptasaga ijölskyldunnar hófst með
stofnun Pálma Jónssonar á Hagkaupum í gömlu fjósi við Eskihlíð
í kringum 1950. Pálmi var hugsjónamaður og vildi tryggja neyt-
endum vörur á lágu verði. Fyrirtækið stækkaði hratt og öðlaðist
sess sem „vinur litla mannsins“. Árið 1998 tók fjölskyldan
ákvörðun um sölu Hagkaupa að hluta og komst tyrirtækið þá í
eigu Bónusfeðga, þeirra Jóhannesar Jónssonar og sonar hans,
Jóns Ásgeirs. Hofstjölskyldan seldi þeim svo allan sinn hlut
nokkrum árum síðar og hafa afkomendur Pálma smám saman
verið að halda hver í sína áttina viðskiptalega séð. 33
67