Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 64
Fréttaskýring fasteignafélög
Samflot Hofsfjölskyldunnar í viðskiptum er liðin tíð. Þrjú systkini seldu
nylega hluti sína i Þyrpingu en Ingibjörg Pálmadóttir œtlar að eiga áfram
20 prósent. Efhennar hlutur er lagður við væntanlegan hlut Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar, forstjóra Baugs, í sameinuðu félagi Þyrpingar og Stoða, pá
verðursá hluturstór. Kringlan erstærsta eign Þyrpingar. Þá á Gaumur,
eignarhaldsfélag Bónusfjölskyldunnar, 17% í Smáralind.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: Geir Ólafsson
Við munum stefna að því að sameina þessi tvö félög,
Þyrpingu og Stoðir. Sú vinna er í þann mund að fara
af stað og hún tekur nokkra mánuði. Ef við gerum
ráð fyrir tveggja mánaða samrunaferli þá má búast við að
gangi saman í sumar. Við stefnum svo að því að setja
félagið á markað eins og áður hefur komið fram. Tíma-
ramminn hefur ekki verið ákveðinn en ég geri ráð fyrir
að það verði á næstu misserum. Það er í sjálfu sér ekk-
ert sem hindrar að fyrirtækið fari á markað fljótlega þó
að það sé ekki komið á hreint nákvæmlega hvenær það
verður. Þegar félagið verður komið á markað má svo bú-
ast við að eignarhlutir núverandi eigenda minnki eitt-
hvað,“ segir Armann Þorvaldsson, framkvæmdastjóri
fyrirtækjasviðs hjá Kaupþingi og stjórnarmaður í Fast-
eignafélaginu Stoðum.
Stoðir í eigu Baugs Kaupþing hefur keypt 60 prósent
hlutafjár í Þyrpingu af systkinunum Jóni og Sigurði Gísla
Pálmasyni, Lilju Pálmadóttur og móður þeirra, Jónínu S.
Gísladóttur, og tryggt sér til viðbótar 10 prósenta hlut
Iilju og verður liklega gengið frá þeim kaupum á næsta
ári. Gera má ráð fyrir að hvert þeirra hafi fengið um einn
milljarð í sinn hlut. Hin systirin, Ingibjörg Pálmadóttir,
hyggst eiga áfram sín 20 prósent. Það hefur verið yfirlýst
stefiia Kaupþings að sameina félögin tvö, Þyrpingu og
Stoðir, sem Kaupþing á einnig stóran hlut í, og fara með
félagið á markað en saman eiga félögin eignir upp á 20
milljarða króna.
Stoðir eru í eigu Baugs að tæpum 50 prósentum auk
Kaupþings og Spron. Talið er að Jón Asgeir og Ingibjörg
ráði 30-40 prósentum hlutaljár ef til sameiningar kemur
því að Jón Asgeir er stærsti hluthafinn í Baugi. Kringlan
er stærsta einstaka fasteignin innan Þyrpingar, nemur
tæpum 40 prósentum af heildareignum félagsins. Heild-
arverðmæti Kringlunnar hefur verið áætlað um sex millj-
arðar króna.
Jón Ásgeir fjárfe
Kringlan er stærsta einstaka fasteign Þyrpingar.