Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 66
Stjórn Stoða Tryggvi Jónsson, aðstoðarforstjóri Baugs, stjórnarformaður. Oddur Víðisson arkitekt. Ármann Þorvaldsson, forstöðumaður fyrirtækjasviðs hjá Kaupþingi. Þórarinn Sveinsson, forstöðumaður eignastýringar hjá Kaupþingi Næststærsta fasteignafélag landsins er svo Fasteignafélag- ið Stoðir hf. í eigu Baugs, Kaupþings, Spron, sem kom inn í byrjun þessa árs, og loks Kaupþings í Lúxemborg. Félagið var stofnað árið 1999 og á 26 fasteignir, alls 40 þúsund fer- metra, að verðmæti samtals um 6 milljarða króna, eins og áður sagði. Eignirnar eru allar nema ein á höf- uðborgarsvæðinu. Segja má að þær skiptist í fernt eftir leigutekjum; vöruhús Baugs að Skútuvogi 7-9 í Reykjavík, 14 verslanir 10-11 á höf- uðborgarsvæðinu auk einnar í Stykkishólmi, Höfðaborg - stjórn- sýsluhús ríkissjóðs við Borgartún 21, sem félagið eignaðist nýlega, og loks skrifstofu- og útibúahúsnæði ijármálafyrirtækjanna Spron og Kaupþings við Armúla 13 og 13a í Reykjavík. Á sama sviðinu Félögin tvö hafa því verið á sama sviðinu, að kaupa, eiga og leigja út fasteignir. Þyrping hefur haft fjölbreyttari starfsemi og hefur þróun verið talsvert fyrirferð- armikill þáttur í starfseminni. Óskar Magnússon, stjórnarformaður Þyrp- ingar, segist líta svo á að þróunin sé skemmtilegri hlutinn af starfsemi fyrirtækisins, hann sé í eðli sínu áhættusamari en hafi ætíð skilað fé- laginu góðum ábata. Þekking á þró- unarstarfsemi er að hans dómi nauðsynleg innan fasteignafélags af þessari stærð. Stoðir hafa ekkert verið í þróunarstarfi og kemur fram í máli Jónasar Þorvaldssonar fram- kvæmdastjóra að félagið hyggist ekki fara út í slíkt og muni t.d. selja frá sér byggingarrétt fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði að Hraunbæ 121 í Reykjavík. Þróun sé tímafrek og það taki langan tíma frá því hug- mynd fæðist og þar til félagið sé búið að byggja og leigja út, oft þrjú til fimm ár. „Þessu fylgir ákveðin vinna með viðkomandi sveitar- félögum sem að okkar mati hefur verið óþarflega erfið,“ segir Jónas. „Sveitarfélög sýna oft takmarkaðan skilning þegar fast- eignafélög hafa áhuga á að koma að uppbyggingu. Við kjósum að vera í traustari fasteignaviðskiptum og teljum að okkur sé umbunað fyrir það við fjármögnun okkar verkefna, t.d. með því að eiga auðveldara með að fá fjármögnun og lægri vöxtum.“ Þyrping í versluninni Þyrping hefur haft ijöldann allan af leigu- tökum, bæði stóra og litla, meðan Stoðir hafa nánast einungis verið með þrjá leigutaka og það mjög örugga. Þeir eru Baugur með 60% af leigutekjum, Kaupþing með 15% og Spron með um 19%. Þyrping hefur meira verið í verslunarhúsnæði eins og Kringlan er gott dæmi um en þar á félagið nánast bara verslana- húsnæði, ekki skrifstofuhúsnæði. Stoðir hafa hins vegar ein- beitt sér meira að skrifstofuhúsnæði. Það er þó ekki algilt eins og má sjá þegar listi yfir fasteignir Stoða er skoðaður. Inni á honum er þó nokkuð af húsnæði undir verslanir 10-11. Stoðir eiga vöruhús Baugs að Skútuvogi 7-9 í Reykjavík. Stoðir eiga 14 versl- anir 10-11 á höfuð- borgarsvœðinu og í Stykkishólmi. 10-11 verslunin í Stykkis- hólmi er eina fast- eignin úti á landi sem er í eigu fast- eignafélagsins. Stoðir keyptu nýlega Höjðaborg, stjórnsýsluhús ríkissjóðs við Borgartún 21 í Reykjavík. Stoðir eiga skrifstofu- og útibúahúsnæði fjármálafyrirtækj- anna Spron og Kauppings við Armúla 13 og 13a í Reykjavík. 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.