Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2002, Page 66

Frjáls verslun - 01.04.2002, Page 66
Stjórn Stoða Tryggvi Jónsson, aðstoðarforstjóri Baugs, stjórnarformaður. Oddur Víðisson arkitekt. Ármann Þorvaldsson, forstöðumaður fyrirtækjasviðs hjá Kaupþingi. Þórarinn Sveinsson, forstöðumaður eignastýringar hjá Kaupþingi Næststærsta fasteignafélag landsins er svo Fasteignafélag- ið Stoðir hf. í eigu Baugs, Kaupþings, Spron, sem kom inn í byrjun þessa árs, og loks Kaupþings í Lúxemborg. Félagið var stofnað árið 1999 og á 26 fasteignir, alls 40 þúsund fer- metra, að verðmæti samtals um 6 milljarða króna, eins og áður sagði. Eignirnar eru allar nema ein á höf- uðborgarsvæðinu. Segja má að þær skiptist í fernt eftir leigutekjum; vöruhús Baugs að Skútuvogi 7-9 í Reykjavík, 14 verslanir 10-11 á höf- uðborgarsvæðinu auk einnar í Stykkishólmi, Höfðaborg - stjórn- sýsluhús ríkissjóðs við Borgartún 21, sem félagið eignaðist nýlega, og loks skrifstofu- og útibúahúsnæði ijármálafyrirtækjanna Spron og Kaupþings við Armúla 13 og 13a í Reykjavík. Á sama sviðinu Félögin tvö hafa því verið á sama sviðinu, að kaupa, eiga og leigja út fasteignir. Þyrping hefur haft fjölbreyttari starfsemi og hefur þróun verið talsvert fyrirferð- armikill þáttur í starfseminni. Óskar Magnússon, stjórnarformaður Þyrp- ingar, segist líta svo á að þróunin sé skemmtilegri hlutinn af starfsemi fyrirtækisins, hann sé í eðli sínu áhættusamari en hafi ætíð skilað fé- laginu góðum ábata. Þekking á þró- unarstarfsemi er að hans dómi nauðsynleg innan fasteignafélags af þessari stærð. Stoðir hafa ekkert verið í þróunarstarfi og kemur fram í máli Jónasar Þorvaldssonar fram- kvæmdastjóra að félagið hyggist ekki fara út í slíkt og muni t.d. selja frá sér byggingarrétt fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði að Hraunbæ 121 í Reykjavík. Þróun sé tímafrek og það taki langan tíma frá því hug- mynd fæðist og þar til félagið sé búið að byggja og leigja út, oft þrjú til fimm ár. „Þessu fylgir ákveðin vinna með viðkomandi sveitar- félögum sem að okkar mati hefur verið óþarflega erfið,“ segir Jónas. „Sveitarfélög sýna oft takmarkaðan skilning þegar fast- eignafélög hafa áhuga á að koma að uppbyggingu. Við kjósum að vera í traustari fasteignaviðskiptum og teljum að okkur sé umbunað fyrir það við fjármögnun okkar verkefna, t.d. með því að eiga auðveldara með að fá fjármögnun og lægri vöxtum.“ Þyrping í versluninni Þyrping hefur haft ijöldann allan af leigu- tökum, bæði stóra og litla, meðan Stoðir hafa nánast einungis verið með þrjá leigutaka og það mjög örugga. Þeir eru Baugur með 60% af leigutekjum, Kaupþing með 15% og Spron með um 19%. Þyrping hefur meira verið í verslunarhúsnæði eins og Kringlan er gott dæmi um en þar á félagið nánast bara verslana- húsnæði, ekki skrifstofuhúsnæði. Stoðir hafa hins vegar ein- beitt sér meira að skrifstofuhúsnæði. Það er þó ekki algilt eins og má sjá þegar listi yfir fasteignir Stoða er skoðaður. Inni á honum er þó nokkuð af húsnæði undir verslanir 10-11. Stoðir eiga vöruhús Baugs að Skútuvogi 7-9 í Reykjavík. Stoðir eiga 14 versl- anir 10-11 á höfuð- borgarsvœðinu og í Stykkishólmi. 10-11 verslunin í Stykkis- hólmi er eina fast- eignin úti á landi sem er í eigu fast- eignafélagsins. Stoðir keyptu nýlega Höjðaborg, stjórnsýsluhús ríkissjóðs við Borgartún 21 í Reykjavík. Stoðir eiga skrifstofu- og útibúahúsnæði fjármálafyrirtækj- anna Spron og Kauppings við Armúla 13 og 13a í Reykjavík. 66

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.