Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARGREIN Mig langar i þetla hús Lögmál breska sagnfræðingsins Parkinsons eru þekkt í hagfræði. Ein kenning hans gengur út á að oft fari meiri tími, fyrirhöfn og umræður í lítil mál en stór. Gjarnan er gripið til dæmisögunnar um hjóla- geymsluna og kjarnorkuverið til að útskýra þetta betur. Sagan er á þá leið að á fundi sínum hafi stjórn kjarnorkuvers ákveðið á fimm mínútum að byggja kjarnorkuver fyrir tugi milljarða, en rifist um það í margar klukkustundir hvort byggja ætti hjóla- geymslur fyrir starfsmenn kjarnorkuversins. Auðvitað vissu allir allt um hjólageymslurnar og þurftu að tjá sig um þær. En menn hespuðu bara stóra málið af. Samband, Samson og Parkinson Þetta lögmál Parkinsons kemur óneitanlega í hugann þegar aðferðafræðin við söluna á rikisbönkunum er skoðuð. Sala bankanna gekk ótrúlega greið- lega fyrir sig. Ef til vill vissu menn beggja megin borðsins nákvæmlega hvað þeir vildu, en meginástæðan var þó sú að þetta var pólitísk ákvörðun. I upphafi sumars komu fram ein- staklega öflugir og frískir menn, þeir Björgólfur Thor Björgólfsson, faðir hans, Björgólfur Guðmundsson, og Magnús Þorsteinsson, og sögðu að félag þeirra, Samson, vildi kaupa annan hvorn bankann og jafnvel báða. Verði ljós og það varð ljós, allt fór í gang og gamla góða helmingaskiptareglan var dregin fram. Ráðherrar tóku upp spilin á bak við tjöldin, eins og í góðri framsóknarvist, því það þurfti að vera rétt gefið. Ef þeir fá þetta, þá fáum við þetta. Fínt. Ákveðið. Þótt salan sé pólitísk þá merkir hún ekki að bankarnir hafi verið gefnir. Öðru nær. Stuðst var við verð bankanna á markaði. Samson kaupir 45,8% hlut í Landsbankanum á 12,5 milljarða og Samband (S-hópur- inn) jafnstóran hlut í Búnaðarbankanum á 11,5 milljarða. Þetta eru það háar fjárhæðir að fólki lætur það miklu betur að þrasa um það hvort málverkin í bönkunum séu eign bankanna eða ekki. Það kunna allir á svoleiðis umræðu. Þótt báðir bankarnir hafi verið reknir eins og einkabankar undanfarin ár, og eru þess vegna verðmætir, ber að fagna sölu þeirra. Þáttaskil hafa orðið í íslenskri atvinnu- og bankasögu. Einkaframtakið hefur tekið við, jafnræði er með mönnum. Hvers vegna ekhi Úlboð? Efdr stendur hins vegar verklagið við söluna. Er eftir allt saman best að hespa hlutina af án skriffinnsku og pappírsflóðs þegar kemur að stórum málum og háum fjárhæðum? Leika leikina eins og kaupsýslumennirnir á hlutabréfamark- aðnum? Rikið ýtti sínum ströngu útboðsreglum um sölu eigna algjörlega til hliðar - þótt það hafi ekki brotið reglurnar vegna undanþágu einkavæðingar- nefiidar frá þeim við sölu fjármálafýrirtækja. Þegar Ríkiskaup fær einhvern til að reka mötuneyti eða Vegagerðin verktaka til að byggja litla brú hefst það sem kallað er útboð á verkum. Gefin er út nákvæm útboðslýsing þar sem allt er tíundað nákvæmlega; verðhugmyndir, hvernig hagstæðustu kjör eru skil- greind, hveijir fái að bjóða og síðan eru tilboðin opnuð að öllum viðstöddum - það er jafnvel kallað á fúlltrúa fógeta til að vera á staðnum. Fulltrúar Rikiskaupa og Vegagerðar eru mjög íbyggnir á svip; þetta eru strangar reglur og allt skal vera rétt. Síðan er gefin út fréttatilkynning um hver hafi átt hagstæðasta boðið. Hins vegar þegar menn selja banka er til málamynda farið í stuttar könnunarviðræður við nokkra fjárfesta, ákveðið er strax við hveija skuli semja, ráðherrarnir sjálfir afgreiða málið og einka- væðingarnefnd flytur síðan boðin á milli. Þess er vandlega gætt að segja í hvert sinn sem málið ber á góma að ailt sé þetta að ráði HSBC bankans sem hafi verið ráðgefandi í málinu! En nú vaknar spurningin: Er þessi leið ef til vill árangursríkari til að koma stórum málum í gegn þegar allt kemur til alis? Hvað með verðið? Takið eftir að þegar reynt var að selja Landssímann í fyrra var útboðsleiðin valin og lágmarksverðið, sem menn vildu fá, upplýst fyrirfram. Salan mistókst, enginn bauð nógu hátt Þvottavél og þurrkari En fólk getur síðan velt því fyrir sér hvernig það sjálft stendur að málum. Því er haldið fram að fólk gefi sér mestan tíma við kaup á þvottavélum og þurrkurum og liggi yfir bæklingum um efnið, að tíminn sé styttri og bækling- arnir langtum færri þegar keyptur er bíll, en að tíminn sé stystur þegar fólk stekkur í einum grænum á stóra einbýlishúsið og segir sem svo: Mig langar í þetta hús. Er nokkur sem kannast við þetta? Parkinson hvað! Jón G. Hauksson Stofnuð 1939 Sérrit um viðskiþta-, efnahags- og atvinnumál - 64. ár Sjöfn Guðrún Helga Geir Ólajsson Hallgrímur Sigurgeirsdóttir Sigurðardóttir Ijósmyndari Egilsson auglýsingastjóri blaðamaður útlitshönnuður RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson AUGLÝSEMGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir BLAÐAMAÐUR: Guðrún Helga Sigurðardóttir UÓSMYNDARI: Geir Ólafsson UMBROT: Hallgrímur Egilsson ÚTGEFANDI: Heimur hf. ^ heimur RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGRKIÐSLA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 512 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@heimur.is ÁSKRIFTARVERÐ: kr 7.700.-10% afcláttur ef greitt er með kreditkorti. LAUSASÖLUVERÐ: 799 kr. DREIFING: Heimur hf., sími 512 7575 FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Gutenberghf. UTGREININGAR: Heimur hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir ISSN 1017-3544 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.