Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 33
stjórnarmaður í ijölmörgum fyrirtækjum, m.a. í hátækniiðnaði og hugbúnaði, og verið óhræddur við að taka áhættu. Fyrsta fjárfest- ingin var árið 1985 þegar hann var viðskipta- maður í Verzlunarbankanum og honum gafst kostur á að eignast hlut. Árið 1989 voru Flug- leiðir að byggja upp nýjan flugflota og styrkja stöðu Keflavíkurflugvallar sem miðstöðvar. Takmarkaður áhugi var á bréfum í félaginu en Birni leist vel á uppbyggingarstarfið og keypti hluti í félaginu allt fram á haustið 1990. Með Jjár- festingum sínum hefur Björn efnast vel þó að auðvitað hafi gengið á ýmsu með árunum. Víðir Finnbogason stórkaupmaður segir að Björn geri sér fulla grein iyrir því að sem íjárfestir þurfi hann að geta tekið tapi af skynsemi og það hafi hann lika gert. Björn hefur komið að ýmsu lyrir- tækjum gegnum tíðina, m.a. ÚA, KEA og síðar Kaldbaki, Geosyn Holding SA í Lúxemborg, Skagstrendingi og hátækniiyrirtækjum á borð við Softis, Flögu, Marel, Degasoft og Biostratum. Hann hefur setið í stjórn margra fyrirtækja, til að mynda í sljórn útgáfuiyrirtækisins Framtíðarsýnar 1992-1994, Fjarhönnunar hf. 1993-1995, Softis hf. 1994-2000 og Flögu hf. 1996-2000, KEA 1998-2000 og í aðalstjórn og síðan varastjórn ijárfestingafé- lagsins Kaldbaks frá 2001. Hann er í dag stjórnar- formaður íslenskra fjárfesta ehf. Björn hefur verið í Oddfellow-stúku frá 1997 og gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum. Persóna Björn Rúriksson er ævintýramaður, afskaplega orku- mikill og hugmyndaríkur athafnamaður sem fær mikið af nýjum hugmyndum og kemur þeim í framlívæmd. Vinir hans lýsa honum sem mjúkum manni, góðgjörnum, ljúfum, brosmildum og trúuðum, manni sem hefur sterka trú á sjálfum sér. Karl Jeppesen, lektor við Kennaraháskóla Islands, segirhann „góðan mann, afskaplega viðkvæma persónu sem er nærgætin í nærveru sálar“. Páll Halldórsson flugstjóri segir að Björn sé „margslungin blanda, opinn og skemmtilegur persónuleiki, heiðarlegur og óhemju bjartsýnn, áræðinn og stórhuga. Hann er mjög næmur og trúaður á hið góða, að það sigri í heiminum. Hann á það tíl að vera utan við sig og er þá á fullu í öðrum heimi. Ég hef upplifað það að vera með honum á einhveijum stað en finna að hann er með hugann einhvers staðar allt annars staðar. Það er mjög sérstakt. Hann er kannski dálítill draumóramaður, hann getur dottið út og gleymt sér og þá er hugurinn floginn eitt- hvað annað,“ segir Páll. Björn er ræðinn maður og góður sögumaður, maður sem á auðvelt með mannleg samskipti og hefur góða nærveru. Hann er opinn og einlægur og ræðir fyrst og fremst um þjóðmál og áhugamál sín. Aldrei er nein lognmolla í kringum hann. Ef eitthvað er gert á hans hlut eða honum misiíkar eitthvað þá lætur hann strax vita en hann brýtur aldrei brýr að baki sér. Hann halknælir aldrei neinum og á auðvelt með að íyrirgefa. Björn er sagður séður peningamaður og hefur efnast á vel heppnuðum flárfestíngum sínum þó að hann hafi lent í mótlæti síðustu árin í takt við þróunina hjá hugbúnaðar- og hátækniJyrir- tækjum. Hann berst ekki mikið á. Viðskiptafélagar hans segja að hann hafi almannahag að leiðarljósi og vilji láta gott af sér leiða. Hann hafi heildarsýn og hugsar til Jramtíðar. NÆRMYND BJÖRN RURIKSSON Björn metur tímann mikils, telur hann dýrmætan og viU nýta hann til góðra verka og þvi er hann jafn upptekinn og raun ber vitni. Hann þykir frjór í hugsun, áhugasamur og fylginn sér í Jjárfestingum, fær gífurlegan áhuga á einstökum verkefnum og sinnir þeim þá mjög vel. Hann hefur sýnt mikla þrautseigju og fylgt málum eftir gegnum þykkt og þunnt. Hann er óragur við að koma snemma að verkefnum. Björn hefur verið harður og duglegur við sjálfan sig og hrist af sér það likamlega slen og sjúkleika sem hrelldi hann í æsku og fram á síðustu ár. Hann og þeir sem eru í kringum hann telja að hann hafi læknað sig sjálfur með sjávarsundi sínu. Sjálfur telur hann sig hafa byggt upp heilsu og þrótt. Gallar Birni Rúrikssyni er lýst sem vinnuþjarki með mörg járn í eldinum, svoDtið sveiflukenndum i skapi, - manni sem afitaf er uppteldnn. Haraldur bróðir hans segist ekki geta séð hann fýrir sér sem 9-5 starfsmann. Hann hefur hátt frum- kvöðulsins, kemur inn í Jyrirtæki og vinnur vel að uppbygging- unni, fer svo út og snýr sér að öðrum verkefnum þegar fyrir- tækið er komið vel á skrið og aðrir geta tekið við. Björn er alltaf á síðustu stundu. Hann á það til að bóka sig aUtof þétt svo að hann verður gjarnan óstundvis á fundi. Björn er mikiU fjöl- skyldumaður en hið mikla vinnuálag kemur niður á Jjölskyldu og vinum. Haraldur bróðir hans segir að Björn hafi oft talað um að hann vilji svo gjarnan sinna fólkinu sínu betur en hann geti það bara ekki. Hann riJjar upp að hann hafi tekið sig til og farið með Björn í sumarbústað fyrir nokkrum árum þegar vinnu- álagið hafi keyrt úr hófi. Þar hafi þeir veitt saman bræðurnir og Björn hafi verið „mjög ánægður með þetta,“ segir Haraldur. Áhugamál Björn Rúriksson hefur nýtt sér áhugamál sín í atvinnuskyni. Hann er mikill flugáhugamaður og á 2ja hreyfla Cessnu og hlut í þyrlu með öðrum. Flugáhuginn byrjaði hjá honum sem strák þegar hann kynntist Þorsteini Jónssyni flugkappa og syni hans og fór með þeim út á Reykjavíkurflug- völl um níu ára aldur. Hann hefur tekið ljósmjmdir í áratugi en lagt myndavélina nánast á hilluna í dag. Hann hefur stundað sjósund til fimm ára og trúir því að það hafi haft mjög góð áhrif á heilsufar sitt. Páll Halldórsson segir sögu frá því þegar hann uppgötvaði sjósund Björns. Hann hafi þá flogið vestur í Djúpa- flörð í sumarbústað til dóttur sinnar, hringsólað yfir firðinum til að láta vita af sér og þá hafi hann séð einhveija þúst syndandi í miðjum firðinum. Síðan hafi komið í ljós að þarna hafi Björn verið á ferð. Björn hefur stundað veiðar á silugi og sjóbirtingi í ám og vötnum í einhveijum mæli. Hann er útivistarmaður og hefur farið með fjölskyldunni í göngur og ferðalög og fylgist með strákunum sínum í fótbolta. SD m Rúriksson er fæddur í Reyfciaw'fe . „ ioro Foreldrar hans eruR ember 1950. Sœbiörnsdottir, 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.