Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 55
PHARMACO í BÚLGARÍU Lýðveldið Búlgaría Stærð landsins: Svipað og ísland. Mannfjöldi: 8 milljónir Búlgara, Tyrkja og Sígauna. Meðallaun: 100 dollarar eða um 8 þúsund krónur. Atvinnuleysi: 17%. Atvinnuleysi í Sofiu: 4%. Atvinnugreinar: I.yijaframleiðsla, vínframleiðsla og blómarækt, ferðamennska, góð skíðasvæði og sólarströnd við Svartahafið. Ferðaþjónusta: 2 milljónir ferðamanna á ári. Gjaldmiðill: Levur. Gengi: Um 2 levur fyrir 1 dollar/evru. Stórkostlegar veggmyndir. Kirkjan í Rila-klaustrinu er skreytt íkonum, helgi- myndum afjesú, Maríu mey ogýmsum dýrlingum. Sofia, höfuðborg Búlgaríu, er fallega grá borg þar sem menningarstraumarnir mætast. Hún virðist niðurnídd og skítug en hefur þó vafalaust gjör- breyst til batnaðar frá því Islendingar fjölmenntu þang- að á árum áður til að kaupa sér tennur. Þegar gengið er eftir aðalverslunargötunni í Sofiu, Bulevard Vitosa, má sjá hinar hefðbundnu vestrænu lúxusverslanir í röðum en það segir ekki alla söguna. Þegar gengið er inn í þessar verslanir kemur í ljós að vöruúrvalið getur ver- ið takmarkað. Almenningur hefur ekki mikla kaupgetu og því er ekki víst að lúxusvörur hreyfist mikið. Etnalegur munur Munurinn milli borgar og landsbyggðar virðist mikill. Þegar brunað er eftir „hraðbrautinni“ út úr Sofiu einkennast úthverfin af tilbreytingalitlu landslagi hárra blokka í anda gamla sovéttímans. Þegar komið er út úr borginni verður vegurinn frumstæður og umferðin sömuleiðis. A báða vegu má sjá fjöll og skóga og þegar ekið er í gegnum þéttbýli kemur fátæktin mjög vel í ljós. Þök eru víða fallin eða við það að falla og múrsteinar liggja í hrúgum við húsin. Fátækt er mikil, ekkert síður úti á landi en í miðborg Sofiu. Þó að ungt og tískuklætt fólk gangi um í borginni má þar líka sjá sígaunakonur með börn á mjöðminni betlandi peninga og fótalausa fyrrum hermenn, sem binda svamp undir stubbana og draga sig áfram. Meðallaun í lýðveldinu Búlgaríu eru 100 dollarar á mánuði, eða aðeins um 8 þúsund krónur, og atvinnuleysi er 17 prósent. I Sofiu er atvinnu- leysið hinsvegar bara 4 prósent þannig að það er greinilega efna- legur munur milli landsbyggðar og borgarinnar. Pelsakaup eru hagstæð Búlgaría er svipuð að stærð og Island, um 110 þúsund ferkílómetrar, og eru íbúarnir um 8 milljónir talsins, langflestir Búlgarar en einnig Tyrkir og Rila-klaustrið í Rila-fjöllum, um 70 kílómetra sunnan við Sofiu, er ein dýr- mætasta menningararfleið Búlgara. Elsti hluti klausturins er frá 14. öld. Kirkja klaustursins baðar sig ífaðmi fialla í skjóli annarra klausturbygginga. Umvafinn k Myndir: Geir Olafsson sígaunar. Landið hefur landamæri að Tyrklandi, Grikklandi, Rúmeníu (Dóná), Makedóníu og Serbíu auk þess að liggja að Svartahafi. Búlgaría liggur hátt, ekki síst höfuðborgin Sofia, og því eru veturnir kaldir og sumrin heit. Búlgaría var eitt helsta fýlgiríki Sovétríkjanna sálugu fram til 1989 og eru Rússar í miklum metum í landinu enn þann dag í dag vegna þess að þeir frelsuðu Búlgara undan Tyrkjum á síðari hluta 19. aldar. I kalda stríðinu var ákveðin verkaskipting milli ríkjanna austantjalds og kom í hlut Búlgara að sinna lyfjaframleiðslu. í Búlgaríu er vínframleiðsla og einhver blómarækt en olía er unnin úr rósum og seld til snyrtivöruframleiðslu í Frakklandi. Mikið er af góðum skíðasvæðum í Búlgaríu og hefur verið vinsælt að sækja þangað heilsulindir eða liggja á ströndinni við Svartahafið. Ferðamennska er vaxandi atvinnugrein, nú þegar heimsækja 2 milljónir ferðamanna Búlgaríu á ári. Gjald- miðillinn heitir levur og er gengið um það bil tvær levur fyrir einn dollara/evru. Lítið er hægt að nota kreditkort í verslunum og á litlum veitingastöðum. Odýrt er að lifa ef verslað er og setið á krám og veitingastöðum sem hinn almenni Búlgari sækir og pelsakaup eru sérlega hagstæð en æskilegt að prútta. Ef búið er, drukkið og borðað á flottustu og dýrustu alþjóða- lúxushótelunum í Sofiu er verðið svipað og hér heima. SS Búlgaría, land upp- risunnar Efdr Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.