Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 26
egar Rudolph W. Giuliani, sem
heimamenn kalla Rudy, tók við
embætti borgarstjóra New York
1993 var borgin niðurnídd og þjökuð af
glæpum. Fyrrum glæsitorgið og
miðdepill borgarinnar, Times Square,
var gott dæmi um hnignunina. Nú
þegar hann er hættur er torgið orðið
nógu fínt til að það sé aftur orðið eftir-
sótt heimiUsfang íyrir fyrirtæki sem
vilja láta að sér kveða - eins og nýja ráð-
gjafafyrirtækið Giuliani Partners. A
nýjum vettvangi tekur Giuliani nú að sér ráðgjafaverkefni á sviði
stjórnunar, hefur meðal annars veitt ráð um hvernig megi draga
úr glæpum í glæpahijáðum stórborgum.
I bókinni „Leadership" íjaHar Rudy GuiHani um það sem hann
hefiir lært um stjórnun á starfsferíi
sínum sem lögfræðingur, saksóknari
og borgarstjóri og fléttar lærdóminn
saman við svipmyndir úr lífi sínu.
Meginstoðin í stjórnspeki GiuHanis er
að ráða gott fólk. Þegar hann flutti úr
borgarstjórnarskrifstofunum tók hann
með sér megnið af nánustu samstarfs-
mönnum sínum yfir í GiuHani Partners,
svo hann er greinilega ekki alslæmur
stjórnandi.
úr ítalskri verkamannafjölskyldu GiuHani er ameríski draumur-
inn holdi klæddur, fæddur 1944 inn i ítalska verkamannaijöl-
skyldu og bjó umkringdur frændum og frænkum, þar á meðal
slökkviliðsmönnum og löggum. Það er oft sagt um þá sem
Sigrún Davíðsdóttir fiallar hér um
nýja bók Rudolphs Giulianis, fyrr-
verandi borgarstjóra New York, um
stjórnun, en hann stjórnar meö heila
og hjartanu. Meginstoóin í stjórn-
speki Giulianis er aó ráða gott fólk.
Effir Sigrúnu Davíðsdóttur
26