Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 74
gömlu myndir. Þær hafa líka varðveist alveg ótrúlega vel þessar 8 mm filmur og áberandi hvað myndgæðin eru betri á þeim en fyrstu myndböndunum. Ur þessu varð svo þessi aug- lýsing sem landsmenn hafa séð að undanförnu." Sumar myndanna eru þannig að engu er líkara en þær hafi verið teknar sérstaklega til auglýsingar fyrir kók, t.d. þar sem hippi liggur á grasflöt og drekkur úr kókflösku með augsýni- legri ánægju og barnaafmælin þar sem börnin eru alsæl að drekka kók. Guðjón segir erfitt að trúa því í sumum tilfellum að ekki hafi verið stillt upp fyrir þessar myndatökur en raunin sú að þær séu allar upprunalegar. Guðjón segist hafa farið á stúfana þegar átti að fara að gera afmælisauglýsinguna og spurt fólk í kring um sig hvort það ætti ekki einhveijar skemmtilegar minningar tengdar kóki. Hann sagðist hafa verið þess fullviss í upphafi að svo væri og nefndi sem dæmi eina af sínum eigin minningum: „Það var þannig að þegar ég var lítill aðstoðaði amma mín háaldraða frænku mina gjarnan við ýmis viðvik. Eg reyndi ávallt að komast með í þessar ferðir þar sem því fylgdi ferð í búrið hjá frænku þar sem alltaf var til lítil kókflaska, sem þá var nokkuð sem ekki var stöðugt á boðstólum. Eg sat svo alsæll og drakk mitt kók á meðan amma hjálpaði gömlu konunni." Hið Sígilda Vinsælast Auglýsingin nú er mjög í anda Coca- Cola sem gjarnan hefur haldið á lofti sígildu efni og þannig vitnað til glæstrar sögu sinnar. Flestir kannast við myndir þar sem öryggi og notalegheit heimilisins eru í fyrirrúmi og allar eru auglýsingarnar á einn eða annan veg tengdar góðu stundunum í lífi fólks - gleði og ánægju. Lögð er áhersla á samveru fólks, ekki síst fjölskyldunnar og ástvina og það sýnir að á vissan hátt sé Coke samnefnari ameríska draumsins - þess hluta sem höfðar til hamingjusömu ijölskyldunnar í fallega húsinu - draumsins sem við öll viljum upplifa. Þegar kemur að rómantískum samskiptum gildir það sama. Fallegt fólk, skemmtilegar stundir og frábært andrúmsloft er í fyrirúmi. Svo má ekki gleyma auglýsingunni sem allir þekkja - myndskeiðinu þar sem ljöldi fólks af ólíkum þjóðernum kemur saman með kerti og syngur um frið og hvetur alla til að sýna ást og frið í anda hippatímans. Þannig má segja að Kók hafi haft áhrif um viða veröld og setji að einhverju leyti jákvæð viðmið fyrir neytendur að keppa að. Sænsltur teiknari teiknaði jólasveininn rauða Svo á Kók auðvitað jólasveininn rauða og bústna en það var sænskur teiknari sem gerði þær myndir. „Hann teiknaði eina mynd á ári fyrir Kók í fjöldamörg ár,“ segir Guðjón. „Þessar myndir eru alveg klassískar og lýsa anda kókauglýsinganna um jól mjög vel. Slagorðin sem kók hefur notað eru af ýmsum toga og má nefiia slagorð eins og „Enjoy Coke“, „Coke is it“ „Can't beat the feeling" og svo framvegis. Öll þessi slagorð vísa í það sama, að kók eigi afar vel við flest tilefni og geri hversdagslegar stundir örlítið sérstakari. íþróttir og Coke Eins og vænta má hefur kók verið áberandi þar sem íþróttir eru stundaðar en vörumerki á borð við Coca- Cola þarf að ígrunda vel hvert það beinir kröftum sínum. Því hefur fyrirtækið frekar staðið að viðburðinum sjálfum en að styrkja einstaka þátttakendur í honum. Þannig hefur Coke staðið að baki alþjóðlegum stórviðburðum eins og Ólympíuleikunum, Heims- og Evrópumeistara- keppnum í fótbolta svo dæmi séu tekin. Á íslandi hefur Coke kostað Coca-Cola bikarkeppnina í fót- bolta og styrkt ýmsa aðra viðburði eins og frjáls- íþróttamót og yngri flokkamót í ýmsum greinum íþrótta. „í tilefni af afmælinu fórum við á stúfana og dreifðum kókflöskum víðsvegar um landið,“ segir Guðjón. ,AUs dreifðum við yfir 50 þúsund flöskum á einum laugardegi. Þetta var okkar afmælisgjöf til neytenda og það var mjög gaman að sjá hve marga það gladdi.“ (35 „Það gekk ótrúlega vel að finna gömul myndbrot og fengum við filmur víðs vegar að. Það kom t.d. í Ijós að starfsfólk hjá Vífilfelli, auglýsingastofunni og Saga film, sem framleiddi auglýsinguna, átti talsvert af gömlum 8 mm filmum.“ 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.