Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 22
FORSÍÐUEFNI HÓFflDYNUR fl HLUTflBRÉFfl MflRKflÐI S-HÓPURINN KflUPIR BÚNAÐARBANKA ótt nú standi yfir viðræður við S-hópinn svo- nefnda um kaup á 45,8% hlut í Búnaðarbank- anum á um 11,5 milljarða króna þá þarf ekkert frekar að spá í þau spil, það er löngu búið að ákveða að S-hópurinn fái Búnaðarbankann. Salan á bæði Búnaðarbankanum og Landsbankanum er pólitísk sala. Þetta eru tvö mál sem hanga á sömu spýtunni og hugsunin er þessi: Fyrst Sam- son fær Landsbanka þá fær S-hópurinn Búnaðar- banka. Það er einungis sjónarspil að búa til ein- hveija spennu í kringum þessar viðræður núna og velta því fyrir sér hvort af þeim verði. S-hópur- inn samanstendur af Eignarhaldsfélaginu And- vöku, Eignarhaldsfélaginu Samvinnutrygg- ingum, VIS, Kaupfélagi Skagfirðinga, Keri og Samvinnulífeyrissjóðnum. Vegna kaupanna á Búnaðarbankanum hefur hópurinn fengið franska bankann Societe Generale í lið með sér og jafnvel er rætt um að fleiri erlend ijármálafyrirtæki komi að kaupunum. Shópurinn kaupir efdr sömu formúlu og Samson í Lands- bankanum, þ.e. 90 daga meðalgengi verður haft til viðmiðunar. Verðhugmynd S-hópsins er sögð verða gengi á bilinu 4,2 til 4,7 en reiknað er með að verðið endi í genginu 4,6 sem þýðir að S-hópurinn kaupir 45,8% hlut ríkisins á um 11,5 milljarða. Hagnaður Búnaðarbankans var 1,7 milljarðar eftir skatta fyrstu níu mánuði þessa árs og arðsemi eiginfjár 18% eftir skatta. Bankinn hefur tvöfaldast að stærð á tæpum þremur árum. Foringi S-hópsins, Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, er fyrrverandi banka- ráðsmaður í Búnaðarbanka og einsýnt þykir að hann taki við formennskunni í bankaráðinu þegar kaupin verða formlega frágengin. Kaldbakur, (Kea 66%, Samherji 17% og Iifeyrissjóður Norðurlands 17%), fór í svonefndar könnunarviðræður við einkavæðingarnefnd um kaup á bankanum en það fór eins og flestir sáu fyrir; bankinn var frátekinn fyrir S-hópinn. Að vísu töldu margir að hópurinn væri of skuldugur og hefði ekki ráð á kaupunum, en eftir að liðs- styrkur barst frá VIS og Societe Generale urðu Jjárráðin rýmri. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvað verði um Gildingarhóp- inn sem hefur aukið hlut sinn í Búnaðarbankanum undanfarnar vikur og varð til þess að gengi bréfa í bankanum hækkaði og fyrir vikið þarf S-hópurinn að greiða hærra verð enn ella. S9 Finnur Ingóljsson, forstjóri VIS, mun ganga frá kaup- unurn á Búnaðarbank- anum fyrir hönd S-hópsins. SAMSON KflUPIR LANDSBANKA Sala Landsbanka og Búnaðarbanka er söguleg stund í tslenskri athafna- sögu. Það er ekki mörgum blöðum um það að fletta að kaup Sam- sons eignarhaldsfélags ehf., félags þeirra Björgólfs Thors Björgólfssonar, Björgólfs Guðmundssonar og Magnúsar Þor- steinssonar, á 45,8% hlut í Landsbankanum á 12,3 milljarða eru, líkt og kaup S-hópsins á jafnstórum hlut í Búnaðarbankanum, söguleg þáttaskil í íslenskri athafnasögu. Verðið sem Samson greiðir fyrir hlutabréfin í bankanum er gengið 3,91 sem er 6,1% hærra en svonefnt 90 daga meðalgengi og 12% hærra en var í útboðinu í júní sl. þegar 20% hlutur í bankanum seldist á um hálfri klukkustund. Samson greiðir í Bandaríkjadölum og ætlar ríkið ekki að taka peningana inn í landið heldur nota þá erlendis til að greiða niður skuldir. Enn á formlega eftir að skrifa undir kaupsamninginn en það verður gert fyrir lok þessa mánaðar þegar kaup S-hópsins verða einnig formlega frágengin. Fyrir aðeins tíu árum hefði sala ríkisins á Landsbanka og Búnaðarbanka þótt svokölluð stórabomba og þótt fyginni lík- ast. Þótt það hafi á þeim tíma verið á stefnuskrá ríl-dsstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks að selja ríkisbankana vofði það einhvern veginn yfir að hugur fylgdi ekki máli þar sem sagan sýnir að það reynist stjórnmálamönnum erfitt að sleppa taumhaldi á ríkisfyrirtækjum og hvað þá bönkunum og afsala sér völdum og afskiptum. Eflaust verða menn lítt varir við eigendaskiptin fyrst um sinn því bæði Landsbankinn og Búnaðarbankinn hafa verið reknir sem frískir einkabankar undanfarin ár fremur en stirð- busalegir ríkisbankar. Þess vegna eru þeir verðmætir og þess vegna er ríkið að fá 24 milljarða fyrir hlut sinn í báðum bönk- unum núna. Þeir sem standa að Samson og S-hópnum hafa sýnt á skákborði viðskiptanna að þeir eiga auðvelt með að hugsa nokkra leiki fram í tímann þegar kemur að kaupum og samrunum á öðrum fyrirtækjum. Ekki er nokkur vafi á að Samson-hópurinn horfir núna til útlanda með frekari vöxt Landsbankans í huga en á alþjóðavettvangi hafa Björgólfs- feðgar og Magnús sýnt góðan árangur. Þá hafa velheppnuð kaup Landsbankans á Heritable-bankanum í London sýnt þeim hvað hægt er að gera ef rétt er haldið á spilunum. Stefnan er örugglega sú að skrá Landsbankann á erlendan hlutabréfa- markað. Að vísu spá sumir því að Samson hetji fyrst viðræður við Kaupþing sem er að renna saman við sænska bankann JP Nordiska og er skráning Kaupþings í Kauphöllinni í Stokk- hólmi fyrirhuguð fyrir lok þessa mánaðar. 33 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.