Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 24
Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings. FORSÍÐUEFNI HÓFADYNUR Á HLUTflBREFfl MflRKflÐI ins um 118 milljarðar. En fyrir aðeins Jjórum árum, í árslok 1998, var eigið fé Kaupþings 998 milljónir króna og stærð efnahags- reikningsins 19,5 milljarðar króna. Þetta er ótrúlegur vöxtur. 18 milljarðar bundnir í hlutafé í áðumefndn útboðs- og skráningarlýsingu kemur fram að Kaupþing eigi bæði í skráð- um og óskráðum fyrirtækjum. Hinn 30. september sl. námu heildareignir Kaupþings í skráðum fyrirtækjum alls 12,5 millj- örðum króna og 5,5 milljörðum króna í óskráðum félögum. Samtals eru þetta 18 milljarðar króna og finnst mörgum sem þetta sé býsna há tala sett í samhengi við eigið fé Kaupþings. Fram kemur að stærstu eignahlutirnir í skráðum fyrirtækjum eru í Skeljungi (22,61%), Baugi (20,75%) og Össuri (4,92%). Átökin um Skeljung Þess má geta að hluturinn í Skeljungi er núna (7. nóv.) kominn í 23,4% og er Kaupþingsbanki þar stærsti hluthafinn. Kaupþing hefur gert harða atlögu að yfirráðum í PRÓFSTEINN KAUPÞINGS í STOKKHÓLMI Eitt forvitnilegasta málið á markaðnum um þessar mundir er fýrirhuguð skráning Kaupþingsbanka í Kauphöllinni í Stokk- hólmi fýrir lok þessa mánaðar. Halda má því réttilega fram að hún sé prófsteinn á skráningu annarra íslenskra fyrirtækja á er- lendum hlutabréfamörkuðum á næstu árum - og hvaða áhuga erlendir fjárfestar hafa á íslenskum stórfyrirtækjum. Kaup- þingsbanki hefur gert yfirtökutilboð í sænska bankann JP Nor- diska og geta hluthafar JP Nordiska gengið að tilboðinu fyrir 15. nóvember. Tilboðið er háð þeim skilyrðum að yfir 90% hlut- hafa JP Nordiska gangi að tilboðinu en Kaupþing er þegar eig- andi um 30% hlutafjár í sænska bankanum. Kaupþing greiðir fyrir JP Nordiska með hlutafé í Kaupþingi og í boði eru 9,55% hlutir í Kaupþingi fyrir hvern hlut í JP Nordiska. Heildarhlutur eigenda JP Nordiska eftir samrunann verður 17,7%. I nákvæmri útboðs- og skráningarlýsingu, sem Kaupþing hefur unnið í samvinnu við Handelsbanken Securities í Sviþjóð og sent frá sér, kemur fram að JP Nordiska er fimmta stærsta fyrirtækið í kauphöllinni í Stokkhólmi mælt í viðskiptamagni, með um 6,12% viðskipta, en stærsta fyrirtækið, Carnegie, er með 9,65% viðskiptanna. Hluthafar í JP Nordiska eru yfir 10 þúsund. Kaupþing mun stækka um 56% þegar bæði eru reiknuð inn sam- einingin rið Auðlind og JP Nordiska miðað við uppgjör um mitt þetta ár og heildareignir fara úr 125 milljörðum króna í 194 millj- arða króna í sameinuðu fyrirtæki. Skeljungi síðustu vikurnar og meðal annars rætt við Shell Petroleum í London sem er annar stærsti hluthafinn í Skeljungi (18,2%) til að ná ráðandi hlut í félaginu. Núverandi meirihluti í Skeljungi hefur tekið á móti í þessum átökum með mikilli varnarvinnu. Þessi átök hafa hins vegar þýtt að gengi bréfa í Skeljungi hafa hækkað. En eitt er víst að hlutur Shell Petroleum í Lx)ndon er lykillinn að yfirráðum í félaginu. Fróðlegt verður að sjá hvernig Kaupþing spilar úr sínum spilum „læsist það inni“ með sinn 23,4% hlut og þarf að selja hann aftur til að ná pening- unum til baka, en virði hans er núna yfir 2,6 milljarðar króna. Kaupþing er með 5,5 milljarða í óskráðum fyrirtækjum. Helstu eignirnar þar eru í Fjárfestingarfélaginu Stoðum (40%), Vífilfelli (25%), Karen Millen í Bretlandi (12,1%) og Bonus Stores í Bandaríkjunum (35,7) og eru eignahlutirnir í þessum fjórurn fyrirtækjum metnir á um 3,6 milljarða króna. Þá á Kaup- þing 44% í Meiði ehf. en það á aftur 18,3% í Kaupþingi fyrir sam- runann við JP Nordiska. Eigið féð fer í 18 milljarða króna Áætluð samlegðaráhrif af samruna Kaupþings og JP Nordiska er á bilinu 400 til 1 millj- arður króna á ári og því er eftir nokkru að slægjast með sam- runanum. Aður en að honum kemur mun Kaupþing sameinast Auðlind. Þá munu JP Nordiska og sænska Jjármálafyrirtækið Aregon verða formlega sameinað áður en að samrunanum við Kaupþing kemur. Eigið fé Kaupþings eftir sam- runann við JP Nordiska verður 1,9 milljarðar sænskra króna eða um 18 milljarðar íslenskra króna. Þess má geta að Kaupþing seldi Frjálsa fjárfestingarbankann hinn 30. september sl. til Spron og er áætlaður söluhagnaður Kauþings af þeim viðskiptum um 1,5 milljarðar króna. Fasteign Frjálsa fjárfestingarbankans í Sóltúni fylgir ekki með í kaupunum. Þessi söluhagnaður bætir eiginfjárstöðu Kaupþings áður en það rennur saman við JP Nordiska. SH Stækkað ört undir stjórn Sigurðar Kaup- þing hefur stækkað mjög hratt undir for- ystu Sigurður Einarssonar forstjóra og má margfalda ýmsar stærðir með tíu frá því hann tók við forstjórastarfinu af Bjarna Armannssyni um mitt ár 1997. Þessi öri vöxtur hefur orðið til þess að margir hafa ítrekað spurt sig að því hvort Kaupþing væri að taka of mikla áhættu til þess eins að stækka. Þetta hefur verið orðað svona: Er Kaupþing eins sterkt og það er stórt? I lok síðasta árs var eigið fé Kaupþings um 9,2 millj- arðar króna og stærð efnahagsreiknings- Helstu eigendur Kaupþings eltir samrunann: Meiður......................... 13,0% Lansforsakringar í Svíþjóð... 5,5% Sparisjóður Keflavíkur....... 4,1% Lífeyrissjóðir Bankastræti 7.... 3,4% Lars Magnusson í Suíþjóð..... 3,4% Sparisjóðabankinn .............. 2,9% NBI Holdings Ltd................ 2,7% Sparisjóður Færeyja............ 2,2%, Lífeyrissjóður sjómanna...... 2,2% Aðrir.......................... 80,6% 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.