Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 66
OLÍS - ÞEIR LÉTU DÆLUNA GANGA Frelsi í olíuviðskiptum; Sókn og sigrar Qlís Einar Benediktsson var ráðinn forstjóri síðla árs 1992. Mikil upp- bygging einkenndi tíunda áratuginn og félagið átti að fagna fágætri farsæld. Einar Benediktsson var ráðinn forstjóri Olís í nóvember 1992 eftir allhörð átök. Óskar Magnússon, stjórnarformaður félagsins, hafði sótt fast að setjast í stól forstjóra en Gunn- þórunn Jónsdóttir, ekkja Óla Kr. Sigurðssonar, var því algerlega andvíg. Og þar við sat Einar Benediktsson kom til starfa í ársbyijun 1993. Hans fyrsta embættisverk var að fara norður tíl Akureyrar til þess að fagna komu glæsilegasta togara Islendinga á þeim tíma, Baldvins Þorsteinssonar EA, fyrstu nýsmíði Samherja. Olíuverzlun Islands var að styrkjast. Frelsi varð kjörorð áratugarins. Stjórnvöld höfðu hafist handa um að létta hömlum á starfsemi olíufélaganna. Arið 1991 var innflutningur á eldsneytí gefinn frjáls. Allar götur frá 1953 höfðu olíuviðskipti verið í ríkis- ijötrum. Ríkisstjórn á hveijum tíma hafði gert samning við sovéska ríkisolíufélagið SojuznefteExport sem framseldur var til olíufélaganna. Olís samdi við hið norska Statoil um oliuviðskipti. Verð á eldsneyti hafði verið gefið fijálst árið 1992 en verð hafði verið ákveðið á skrifstofu verðlagsstjóra frá árinu 1938. Loks var lögum um flutningsjöfnun breytt árið 1994 og ákvæði um sama olíuverð alls staðar á landinu var fellt niður. Hrunadans SÍS - Esso boðið OIÍS Frelsi hélt innreið sína í olíu- viðskiptí. Múrar höfðu hrunið. Samband íslenskra samvinnu- félaga steig sinn Hrunadans. Eftir að Óli hafði hrundið atlögu Landsbankans, snéri Sverrir Hermannsson sér að því að bjarga SÍS frá gjaldþroti og bankanum frá stórfelldu tjóni. Hver hefði trúað því örfáum misserum áður? Málefni SIS komu inn á borð stjórnar Olís í október 1992. Sven Gullev skýrði trá því að Texaco hefði borist tílboð frá Þjónustustöð OLIS í Alfheimum. Ráðist var í uppbyggingu bensín- og þjónustustöðva á höfuðborgarsvœðinu. Landsbréfum um að kaupa 51% hlutaíjár í Olíufélaginu hf. - Esso. Landsbankinn var í miklum ábyrgðum vegna SIS og leitaði allra leiða til þess að selja eignir. Að mati Sven Gullevs var uppsett verð Landsbréfa í Esso allt of hátt. Auk þess hafði Texaco ekki áhuga á kaupum nema í gegnum Olís. Stjórn Olis samþykkti að hafiia tilboði um kaup á Esso, að svo stöddu. Málið var ekki tekið upp aftur. Það reyndi því ekki á viðbrögð Esso né vilja Landsbankans til þess að selja Olís bréfin, en reikna má með að forystumenn SÍS og tyrirtækja þess hefðu snúist öndverðir gegn sölunni. Nokkru síðar keyptí Olíufélagið sjálft bréfin af Lands- bankanum. Smokkfiskurinn kom fram á sjónarsviðið. OIÍS brýtur blað í Útboði ÚA Það var mikið verk sem beið Einars Benediktssonar. Hann beindi sjónum sínum að uppbyggingu á Reykjavíkursvæðinu og þjónustu við sjávarútveg auk þess að renna fleiri stoðum undir reksturinn. Olís átti undir högg að sækja á höfuðborgarsvæðinu. Bensínstöðvar félagsins voru úreltar og vanhirtar, satt best að segja, enda margar reistar af vanefnum á tfrnum erfiðleika þegar Olís var „litli ljóti andar- unginn" í höfuðborginni. Nýir tímar kölluðu á ný vinnubrögð. Einar Benediktsson og samstarfsmenn hans í Olís fýlgdu kalli tímans. Eitt öflugasta útgerðarfélag landsins, Útgerðarfélag Akureyringa, bauð út kaup á eldsneyti í desember 1994. Útboð ÚA var tíl marks um breytt vinnubrögð í sjávarútvegi. Olís-menn brutu blað í sögu olíuviðskipta til útgerða. Félagið reyndist með hagstæðasta tílboðið til ÚA Nokkrum mánuðum eftír að flutningsjöfnun var afiiumin hafði Olís varðað leiðina tíl nútíma viðskiptahátta. „Við sögðum sem svo: Það er óeðlilegt í hæsta máta að olíuverð á tug- 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.