Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 19
Þessi mynd ertileinkuð Eignarhaldsfélaginu Hesteyri
sem keypti 22,5% hlut í Keri (Olíufélaginu) en þau kaup
urðu til þess að Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri
Kaupfélags Skagfirðinga, velti Ólafi Ólafssyni, for-
stjóra Samskipa, af stalli sem foringja S-hópsins.
Ker, VÍS og Búnaðarbankinn í einni fléttu. Það verður að
segjast eins og er að þetta er ein mesta leikflétta í
íslenskum viðskiptum í áraraðir og verðskuldar Þórólfur
Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, mikla
athygli fyrir vikið.
ÞÓRÓLFUR VELTIR ÓLAFIAF VALDASTÓLI
Það hefur í raun lítið farið fyrir því að Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skag-
firðinga, hafi velt Ólafi Ólafssyni, forstjóra Samskipa, af valdastóli sem foringja S-hópsins.
Hann gerði það með afar óvæntri fléttu með kaupum Hesteyrar á 22,5% hlut í Keri í endaðan
ágúst sl. Ólafur náði undirtökum í S-hópnum fyrir um einu ári með aðstoð Landsbankans og
Kristjáns Loftssonar, stjórnarformanns Kers, og varð það til þess að Geir Magnússon, forstjóri
Oliufélagsins, og Axel Gíslason, forstjóri VÍS, misstu völd sín sem framlínumenn hópsins og
hætti Axel m.a. vegna þess sem forstjóri VÍS á dögunum. Flétta Ólafs í fyrra var geymd en ekki
gleymd hjá mörgum samvinnumanninum af gamla skólanum. Miklir stirðleikar eru núna
sagðir vera á milli Þórólfs og Ólafs, ekki síst eftir að Þórólfur bað um hluthafafund í Keri til að
koma fulltrúa Hesteyrar að í stjórn Kers. Það breytir því ekki að Þórólfur er núna leiðtoginn
og leiðir S-hópinn. Sýnist sem Ólafur hafi einangrast og að hann eigi ekki annarra kosta völ
en að vera liðsmaður í áhöfn Þórólfs.
Ólafur valdaði ekki reitinn Það kom mörgum á óvart að Ólafur Ólafsson skyldi ekki hafa
valdað reitinn betur í skákinni, þ.e. 22,5% hlut íslandsbanka í Keri (áður hlutur Straums), því