Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 65
notfærði sér atkvæði hlutafjár í eigu félagsins til þess að bola starfsmönnum úr stjórn. Oliuverzlun Islands blandaðist í málin. Sveinn Benediktsson, sem sæti átti í varastjórn BP, beitti sérfyrir sáttatillögu sem var samþykkt með þorra atkvæða. Starfsmenn, sem gengu undir nafngiftinni byltingarmenn, höfðu fullan sigur. I síðari heimsstyijöldinni hóf þjóðin að kynda hús sín með olíu, hvarf frá úreltri kolakyndingu yfir í olíukjmdingu. Fyrir heimsstyrjöldina hafði Héðinn Valdimarsson kynt hús sitt með olíukyndingu en aðeins tvö hús munu hafa verið kynt með olíu í Reykjavík millistríðsáranna. Árið 1966 varð Önundur Asgeirsson forstjóri Olíuverzlunar Islands. I tíð hans var slitið á strenginn við BP í Lundúnum. Merki BP hvarf af bensínstöðvum félagsins en í þess stað var merki Olís tekið upp 1976. Það reyndist farsæl ákvörðun. En hagur félagsins var bágur. Þetta var á tímum 0-stefnu stjórnvalda og pólitísk afskipti settu mark sitt á reksturinn. Önundi var sagt upp störfum 1981 og spruttu af þvi miklar deilur. Flestir starfs- menn á skrifstofum félagsins gengu út með forstjóranum. Þórður Ásgeirsson tók við starfi forstjóra og gegndi því til 1986. Óli Kr. kaupir Olís „Kaup aldarinnar" ófi Kr. Sigurðsson festi kaup á meirihluta hlutabréfa í Olís á vetrarmánuðum 1986. Kaupin vöktu þjóðarathygfi. Fjölmiðlar kepptust um að greina frá þessari stórfrétt viðskiptalífsins. Ófi Kr. var hógvær og ekki brugðið þó kastljós Ijölmiðla skinu skært „Eg er bara óbreyttur verslunarmaður sem rek fyrirtæki. Ofis er einfaldlega eitt af þeim. Eg hef gaman af að takast á við vandamál og vinn gjarnan 15 tíma á sólarhring, ef nauðsyn krefur ... Eg fæ minar bestu hugmyndir þegar ég vakna upp klukkan 4- 5 á næturnar og fer einn í ökuferðir um Reykjavík. Eg er hvorki með útvarp né síma í bílnum og því ekkert sem truflar," hafði Eiríkur Jónsson blaðamaður eftir Óla í DY. „Það atti að taka OIÍS af Óla“ Olís var skuldsett, staðan í Landsbankanum var afleit. Óli Kr. Sigurðsson hafði náð að smeygja sér inn fyrir dyrnar þegar Skeljungur hafði hafnað kaupum á hlutabréfum í Olís. Óli vann myrkranna á milli við að rétta skútuna af. Sverrir Hermannsson settist í stól banka- stjóra. Það hvein í samskiptum forstjórans og bankastjórans. „Við töluðum aldrei saman í vonsku. Það hafa kannski verið bólgur í samstarfi okkar en þær hjöðnuðu þegar úr raknaði,“ sagði Sverrir á sinn einstaka hátt. Landsbankinn vildi vísa Óla á dyr úr eigin fyrirtæki og setti Olís í gjörgæslu. „Formaður bankaráðs Landsbankans hefur sagt að við séum í gjörgæslu. Eg hef hingað til haldið að þegar einhver sé í gjörgæslu sé reynt að hlúa að sjúkfingnum þangað til hann er á batavegi en ekki skorið á leiðslurnar sem eiga að halda lífinu í sjúkfingnum,“ sagði Ófi við fjölmiðla. Forsljórinn var kallaður til fundar í Lands- bankanum og með honum fór Tryggvi Geirs- son. Með Sverri Hermannssyni voru Brynjólfur Helgason og Stefán Pétursson. Þeir lögðu pappíra á borðið - vildu að Ófi undirritaði umboð til handa Landsbankanum um að selja hlutabréfin í Olís. „Bankastjórninni er heimilt að selja bréfin hæstbjóðanda, með eða án útboðs, og hafa allar ákvarðanir og aðgerðir bankastjórnarinnar fullt og lagalegt gildi gagnvart oss, eins og stjórn Sunds hf. hefði framkvæmt það sjálf.“ Það vakti þjóðarathygli þegar Oli afgreiddi benstn á bíla. „Ég er bestur sem bensíntittur/' sagði hann eittsinn í viðtali. Undir þetta plagg átti Óli að rita. Það jafngilti uppgjöf, segir Tryggvi Geirsson og heldur áfram: „Það átti að taka Olís af Óla. Þetta var hugsuð sem hrein og klár aftaka. En eins og ávallt þá vanmat Landsbankinn Óla. Við höfnuðum afarkostum Lands- bankans og í kjölfarið hóf Landsbankinn málferli gegn 01ís.“ Fram fór hörð rimma fyrir dómstólum. Öll spjót stóðu á Óla. Landsbankinn beitti sér af áður óþekktri hörku gegn viðskipta- vini. Bankastjórar höfðu haft meiri áhuga á ætt hans en áformum um að bæta stöðu Ofis. Óli var ekki innvígður og vissulega fór hann ótroðnar slóðir í viðskiptum. Texaco haupir í Olis - Ófi leitaði eftir innkomu olíufyrirtækis- ins Texaco í Olís. Hann átti fundi með Sven Gullev, forstjóra Texaco í Danmörku. Gullev hreifst af eldmóði íslenska víkings- ins og Texaco flárfesti í íslenska félaginu í september 1989. Olís hafði betur í glímunni við Landsbankann fyrir dómstólum. Með innkomu Texaco urðu straumhvörf í rekstri Olís, félagið komst á lygnan sjó og sótti fram. Olís varð fyrst fyrirtækja til þess að fá skráningu á Verðbréfaþingi íslands árið 1990. Almenningi var boðin þátttaka og á nokkrum dögum höfðu tæplega 400 nýir hluthafar gengið til fiðs við Olís. Olís var komið á lygnan sjó en félagið varð fyrir þungu áfalli þegar Óli Kr. lést í júlí 1992 aðeins 46 ára gamall. [ffl : Olíustöðin á Klöþþ um miðjan sjöunda áratuginn. 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.