Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 62
OLÍS - ÞEIR LÉTU DÆLUNfl GflNGfl Olíuverzlun íslands stofnuð í október 1927 Héðinn Valdimarsson í rœðustóli undir styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Olíuverzlun íslands var stofnuð í höfuðstöðvum Sambands íslenskra samvinnufélaga 3. október 1927. Héðinn Valdi- marsson og skoðanabræður hans höfðu orðið undir í átökum um skipan olíuviðskipta. Frelsi hélt innreið að undirlagi ríkisstjórnar Jóns Þorlákssonar. I stað þess að játa sig sigraðan og hverfa á braut hóf Héðinn að undirbúa stofnun Olíuverzlunar Islands. Hann hélt til Lundúna og það varð að samkomulagi að stofnað yrði íslenskt dreifingarfélag, Olíuverzlun Islands hf., sem hefði með höndum umboðssölu á Islandi fyrir olíuvörur British Petroleum Company. Héðinn var óumdeildur leiðtogi og iyrsti forstjóri fyrirtækis- ins. Hann var formaður Dagsbrúnar, bæjarfulltrúi fyrir Alþýðu- flokkinn í Reykjavík og árið 1926 var hann kosinn til setu á Alþingi. Héðinn var umdeildur eldhugi. Hann barðist fyrir bættum hag alþýðu í Reykjavík. Fyrstu verkamenn „Oliunnar" voru Aðalsteinn Guðmundsson og Þorkell Gíslason. Keli og Lalli, eins og þeir voru kallaðir meðal félaga sinna, voru ráðnir um leið og hin nýja oliuverslun festi kaup á eignum Lands- verzlunar. Aðalsteini var minnisstætt þegar Héðinn Valdimars- son kom vestur á Mela á haustdögum 1927. „Það var þarna í olíuportinu að Héðinn réði okkur Þorkel til Olíuverzlunar Islands. Kom hann til okkar, það var siðasta dag mánaðarins, tekur á höndina á okkur og segir: ‘Nú eruð þið komnir á kaup hjá Olíuverzlun Islands frá og með 1. nóvember.’ Og bætir síðan við að nú ætli hann að hækka við okkur kaupið í 65 krónur. Það var nú meira patið á okkur að komast heim og segja frá þessu. Við gátum eiginlega ekkert unnið það sem eftir var dags,“ skrif- aði Aðalsteinn, en þeir félagar höfðu haft 58 krónur í laun á viku. Þetta þóttu góð laun og fráleitt voru allir verkamenn svo Bifreiðastöðin Litli-Bíll við Lækjartorg um 1930. BPsetti upþ bensínstöð og átti áralöng farsæl viðskiþti við bifreiðastöðina. lánsamir að hafa vinnu. í minningabrotum sínum segir Aðal- steinn að í tíð Landsverzlunar hafi lausamenn iðulega verið teknir í vinnu. Daglaunamenn fengu aðeins greitt fyrir þær klukkustundir sem þeir unnu og ekkert fram yfir það. „Svona var nú þetta á þessum árum,“ skrifaði Aðalsteinn en hann lét af störfum hjá Olíunni árið 1978. Olíustöð á KIÖPP Fyrsti olíufarmurinn til Olíuverzlunar íslands kom til landsins í nóvember 1927 og var allur fluttur á bílum suður í „olíuportið" á Melunum, þar sem Landsverzlun hafði haft bækistöðvar. Olíuverzlun Islands hóf starfsemi sem sölufélag fyrir British Petroleum Company Iimited og móðurfélag þess, Anglo Persian Oil Company. Breska ríkisstjórnin hafði keypt 51% hlut í félaginu fyrir tilstilli Winstons Churchill flotamálaráðherra. Marknfið Churchills með kaupunum var að tryggja Bretum oliu til stríðsrekstursins í fyrra heimsstríði. British Petroleum var dreifingarfélag Anglo Persian á Bretlandseyjum. Hið unga félag á íslandi hófst handa um að reisa olíustöðina á Klöpp við Skúlagötu, eitt helsta kennileiti Reykvíkinga um ára- tugaskeið. Býlið Klöpp stóð neðst og austast í Arnarhólstúninu og Klapparvör þótti ein besta vörin í austurbæ Reykjavikur. Klapparstígur er kenndur við býlið. Þar reis olíustöð BP. British Petroleum sá um að reisa olíugeymana og jafnframt að leggja til allar birgðir til sölu á Islandi. Bygging oliustöðvar við Klöpp markaði þáttaskil í innflutningi á olíu. Fyrir heimsstyijöldina og í tíð Landsverzlunar hafði olia verið flutt inn á tunnum, steinolía í trétunnum en bensín á blikktunnum. Síðar var farið að nota 220-240 lítra tunnur. „Það var oft erfið glíma hjá okkur Þorkeli - í snjó og klaka - að velta þessum tunnum upp á bíla á þar til gerð- um sliskjum," minnist Aðalsteinn. Ekki of margir dugandi kapítalistar á íslandi Héðinn var um- deildur, róttækur sósíalisti en stjórnaði þó einu þróttmesta fyrirtæki landsins. „Stórkapítalistinn" þótti harður í horn að taka fyrir hönd verkamanna og gaf í engu eftir í kröfugerð. Pólitískir andstæðingar gerðu sér óspart mat úr því að vart væri við hæfi að „burgeisinn og auðmaðurinn" Héðinn væri málsvari fátækustu verkamanna, karlanna í Dagsbrún. Honum var brigslað um svik. En félagi og samherji í Dagsbrún, Guð- 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.