Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Side 62

Frjáls verslun - 01.09.2002, Side 62
OLÍS - ÞEIR LÉTU DÆLUNfl GflNGfl Olíuverzlun íslands stofnuð í október 1927 Héðinn Valdimarsson í rœðustóli undir styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Olíuverzlun íslands var stofnuð í höfuðstöðvum Sambands íslenskra samvinnufélaga 3. október 1927. Héðinn Valdi- marsson og skoðanabræður hans höfðu orðið undir í átökum um skipan olíuviðskipta. Frelsi hélt innreið að undirlagi ríkisstjórnar Jóns Þorlákssonar. I stað þess að játa sig sigraðan og hverfa á braut hóf Héðinn að undirbúa stofnun Olíuverzlunar Islands. Hann hélt til Lundúna og það varð að samkomulagi að stofnað yrði íslenskt dreifingarfélag, Olíuverzlun Islands hf., sem hefði með höndum umboðssölu á Islandi fyrir olíuvörur British Petroleum Company. Héðinn var óumdeildur leiðtogi og iyrsti forstjóri fyrirtækis- ins. Hann var formaður Dagsbrúnar, bæjarfulltrúi fyrir Alþýðu- flokkinn í Reykjavík og árið 1926 var hann kosinn til setu á Alþingi. Héðinn var umdeildur eldhugi. Hann barðist fyrir bættum hag alþýðu í Reykjavík. Fyrstu verkamenn „Oliunnar" voru Aðalsteinn Guðmundsson og Þorkell Gíslason. Keli og Lalli, eins og þeir voru kallaðir meðal félaga sinna, voru ráðnir um leið og hin nýja oliuverslun festi kaup á eignum Lands- verzlunar. Aðalsteini var minnisstætt þegar Héðinn Valdimars- son kom vestur á Mela á haustdögum 1927. „Það var þarna í olíuportinu að Héðinn réði okkur Þorkel til Olíuverzlunar Islands. Kom hann til okkar, það var siðasta dag mánaðarins, tekur á höndina á okkur og segir: ‘Nú eruð þið komnir á kaup hjá Olíuverzlun Islands frá og með 1. nóvember.’ Og bætir síðan við að nú ætli hann að hækka við okkur kaupið í 65 krónur. Það var nú meira patið á okkur að komast heim og segja frá þessu. Við gátum eiginlega ekkert unnið það sem eftir var dags,“ skrif- aði Aðalsteinn, en þeir félagar höfðu haft 58 krónur í laun á viku. Þetta þóttu góð laun og fráleitt voru allir verkamenn svo Bifreiðastöðin Litli-Bíll við Lækjartorg um 1930. BPsetti upþ bensínstöð og átti áralöng farsæl viðskiþti við bifreiðastöðina. lánsamir að hafa vinnu. í minningabrotum sínum segir Aðal- steinn að í tíð Landsverzlunar hafi lausamenn iðulega verið teknir í vinnu. Daglaunamenn fengu aðeins greitt fyrir þær klukkustundir sem þeir unnu og ekkert fram yfir það. „Svona var nú þetta á þessum árum,“ skrifaði Aðalsteinn en hann lét af störfum hjá Olíunni árið 1978. Olíustöð á KIÖPP Fyrsti olíufarmurinn til Olíuverzlunar íslands kom til landsins í nóvember 1927 og var allur fluttur á bílum suður í „olíuportið" á Melunum, þar sem Landsverzlun hafði haft bækistöðvar. Olíuverzlun Islands hóf starfsemi sem sölufélag fyrir British Petroleum Company Iimited og móðurfélag þess, Anglo Persian Oil Company. Breska ríkisstjórnin hafði keypt 51% hlut í félaginu fyrir tilstilli Winstons Churchill flotamálaráðherra. Marknfið Churchills með kaupunum var að tryggja Bretum oliu til stríðsrekstursins í fyrra heimsstríði. British Petroleum var dreifingarfélag Anglo Persian á Bretlandseyjum. Hið unga félag á íslandi hófst handa um að reisa olíustöðina á Klöpp við Skúlagötu, eitt helsta kennileiti Reykvíkinga um ára- tugaskeið. Býlið Klöpp stóð neðst og austast í Arnarhólstúninu og Klapparvör þótti ein besta vörin í austurbæ Reykjavikur. Klapparstígur er kenndur við býlið. Þar reis olíustöð BP. British Petroleum sá um að reisa olíugeymana og jafnframt að leggja til allar birgðir til sölu á Islandi. Bygging oliustöðvar við Klöpp markaði þáttaskil í innflutningi á olíu. Fyrir heimsstyijöldina og í tíð Landsverzlunar hafði olia verið flutt inn á tunnum, steinolía í trétunnum en bensín á blikktunnum. Síðar var farið að nota 220-240 lítra tunnur. „Það var oft erfið glíma hjá okkur Þorkeli - í snjó og klaka - að velta þessum tunnum upp á bíla á þar til gerð- um sliskjum," minnist Aðalsteinn. Ekki of margir dugandi kapítalistar á íslandi Héðinn var um- deildur, róttækur sósíalisti en stjórnaði þó einu þróttmesta fyrirtæki landsins. „Stórkapítalistinn" þótti harður í horn að taka fyrir hönd verkamanna og gaf í engu eftir í kröfugerð. Pólitískir andstæðingar gerðu sér óspart mat úr því að vart væri við hæfi að „burgeisinn og auðmaðurinn" Héðinn væri málsvari fátækustu verkamanna, karlanna í Dagsbrún. Honum var brigslað um svik. En félagi og samherji í Dagsbrún, Guð- 62

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.