Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 59
Elín segir starfsmenn Búnaðarbankans almennt ánægða með að starfa í miðbœnum, en mörg stærrifyrirtæki hafi
að vísu kosið að flytja höfuðstöðvar sínar þaðan. „Hvað sem stórum úthverfum líður, býr miðborgin yfir ákveðnum
sjarma. “
Stóri „litli“ bankinn
Búnaðarbankinn hefur verið þekktur sem einstaklingsbanki og er það auðvitað
áfram. Núna vekur bankinn ekkert síður athygli vegna stóraukinna viðskipta
sinna við fyrirtæki, en Búnaðarbankinn hefur t.d. komið að öllum helstu samein-
ingum og eigendaskiptum íslenskra fyrirtækja á þessu ári. Fyrir vikið kynni
einhver að orða það svo að hann væri núna „stóri litli bankinn“, segir Elín.
Tvöfaldast á þremur árum „Við fórum í gegnum stefnumót-
unarferli iyrir nokkr u og eitt af því sem þar var lögð áhersla á var
að kynna það hversu mikið bankinn hefur breyst á skömmum
tíma. Við höfum náð góðum árangri í fyrirtækjaþjónustu og
vegur það þyngst í mikilli stækkun bankans en hann hefur
tvöfaldast að stærð frá árslokum 1999. Við höfum t.d. komið að
öllum helstu sameiningum og eigendaskiptum íslenskra fyrir-
tækja það sem af er ársins og útlán til fyrirtækja eru nú stærsti
hlutur útlána bankans." Elín segir það óneitanlega kost hversu
stuttar boðleiðir eru innan bankans og að stærð hans hái ekki
þróuninni eða því að fólk eigi greiðan aðgang hvert að öðru.
„Það er ekki alltaf best að vera stærstur en auðvitað spilar það
inn í að við erum með höfuðstöðvar okkar hér á einum stað og
höfum borið gæfu til að eignast hér frábært húsnæði á besta
stað í bænum og hér eru allir þeir sem koma að þjónustu við
stærstu fyrirtækin og þeirri fyrirtækjaþjónustu sem ekki fer
fram í útibúum bankans. Það er sérlega góður starfsandi hér
sem er ekki aðeins mikilvægt fyrir starfsmenn heldur viðskipta-
vinina líka. Andrúmsloftið er ftjótt og óformlegt og iðulega koma
bestu hugmyndirnar á óformlegum fundum okkar hér á skrif-
stofunni minni þar sem sumir sitja þess vegna uppi á borðum ef
því er að skipta.“
í hópi fimm vinsælustu heimasíðna „Við höfum veríð að byggja
markvisst upp rafræna bankaþjónustu og heimasíðan okkar er
hluti af því ferli, en hún er í hópi fimm vinsælustu heimasíðna
landsins." segir hún. „Markmiðið er tvíþætt. Annars vegar að
gera viðskiptavinum okkar kleift sinna sínum bankaviðskiptum
hvenær sem þeim hentar óháð opnunartíma bankans og hins
Búnaðarbankinn á núna rúmgott húsnœði sem nœrfrá Austurstrœti til
Tryggvagötu og hefur á undanfórnum árum fjárfest í auknu húsnæði
firir höfuðstöðvar bankans.
vegar að auka hraðann í bankaviðskiptum. Það hefur að mínu
viti tekist mætavel. Við erum mjög framarlega í tæknimálum og
höfum verið að bjóða lausnir sem ekki hafa þekkst áður. Nær-
tækast er að nefna nýjung í gjaldeyrisviðskiptum þar sem við-
skiptavinurinn getur sjálfur afgreitt gjaldeyrisfærslur í gegnum
Bankalínuna alla leið inn á viðskiptareikning erlends lánadrott-
ins.“ Búnaðarbankinn á rúmgott húsnæði sem nær frá Austur-
stræti til Tryggvagötu og hefur á undanförnum árum íjárfest í
auknu húsnæðisiými fyrir höfuðstöðvar bankans. „Göngu-
brúin, sem tengir saman húsnæði bankans beggja vegna
Hafnarstrætis, er táknræn fyrir ört vaxandi umsvif bankans og
við Hafnarstræti 5 er fyrirtækjasvið og verðbréfasvið staðsett.
Það er mikil samkeppni á ijármálamarkaðnum og við eigum
von á að hún fari vaxandi.“ SQ
59