Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 38
Þorsteinn Már Baldvinsson stýrir Samherja og
mun að öllum líkindum halda þar áfram uþp-
byggingunni. Ekki þykir útilokað að Samherji
og Hraðfrystistöð Þórshafnar muni hugsanlega
sameinast og Síldarvinnslan og SR Mjöl ef
reksturinn helst ekki óbreyttur hjá Samherja.
Guðbrandur Sigurðsson, framkvcemdastjóri
UA, stýrir sjávarútvegsstoð Eimskiþs sem
ekki hefur enn hlotið nafn. Hjá Eimskiþ
munu menn nú einbeita sér að rekstri þess-
ara þriggja fyrirtœkja.
Eiríkur Tómasson, forstjóri Þorbjörns-Fiska-
ness í Grindavík. Talið er hugsanlegt að þar
geti leynst áhugi á sameiningu við annað fyr-
irtæki
Mörg fyrirtæki í sjávarútvegi vilja halda í sjálfstæði sitt og er það helst við
kynslóðaskipti eða erfiðleika sem sameining kemur til greina. Útgerðirnar standa
margar hverjar vel í dag og allar hafa þær áhuga á að styrkja sig enn frekar.
kominn út úr hópnum hvernig sem það á síðan eftir að þróast.
S-hópurinn tengist nokkrum útgerðarfyrirtækjum í landinu,
þar á meðal Fiskiðjunni Skagfirðingi, FISK, í gegnum Kaupfé-
lag Skagfirðinga og jafnvel Skinneyri-Þinganesi í gegnum eign-
arhald Hesteyrar ehf. Hesteyri er í helmingseigu FISK og
Skinneyjar-Þinganess en síðarnefnda félagið eignaðist nýlega
útgerðirnar Eskey ehf. og Hafdísi ehf. Hesteyrin hinsvegar
eignaðist tæplega ijórðungshlut í Keri, 22,5 prósent, og er þar
með stærsti einstaki hluthafmn. S-hópurinn hefur gert tilboð í
Búnaðarbankann og er þar að keppa við KEA og Samheija í
Kaldbaki en það er önnur saga. Ker tengist svo aftur iyrirtækj-
um í Vestmannaeyjum og Granda í Reykjavík í gegnum stjórn-
arformanninn, Kristján Loftsson, framkvæmdastjóra í Vogun,
en hann er einmitt einn helsti eigandi Granda og samstarfs-
maður og vinur stjórnarformannsins, Arna Vilhjálmssonar.
Hesteyri hefur óskað eftir hluthafafundi í Keri til að fá formleg-
an fulltrúa í stjórn. Ef til hans verður boðað má búast við að það
verði einna helst Margeir Daníelsson sem rými til fýrir nýjum
manni en við það missir Kristján Loftsson stjórnarformaður
meirihlutann í stjórninni svo að ekki er gott að segja hvernig
málin þróast.
Eimskip Sinnir sinu En þetta eru ekki einu óvæntu atburð-
ir haustsins. Sjávarútvegsstoð Eimskips hefur styrkst veru-
lega og samanstendur nú af Haraldi Böðvarssyni, Skag-
strendingi og Utgerðarfélagi Akureyringa. Einingin er undir
stjórn Guðbrands Sigurðssonar, framkvæmdastjóra ÚA, sem
verður framkvæmdastjóri sameinaðs félags, sem verður
staðsett fyrir norðan og enn á eftir að velja nafnið á, og Stur-
laugs Sturlaugssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra HB, sem
er aðstoðarframkvæmdastjóri hins nýja félags. Sturlaugur
hefur stýrt HB með bróður sínum, Haraldi, sem verður áfram
framkvæmdastjóri HB, og telja heimildarmenn Frjálsrar
verslunar þetta eðlilega þróun. Sturlaugur er yngri maður en
Haraldur, rétt rúmlega fertugur, og auk þess sem Haraldur
hefur verið í forystu fyrir HB 1 áratugi þó að hann sé aðeins
53 ára gamall. Sjávarútvegsstoð Eimskips hefur 11,6 prósent
kvótans og er þar með komið í topp kvótaeignarinnar nema
lögum verði breytt og kvótaþakið hækkað, en það er í dag 12
prósent. Stjórnendur sjávarútvegsstoðar Eimskips munu á
næstu árum einbeita sér að því að búa til eina heild úr þess-
um þremur fýrirtækjum. Stefna fýrirtækisins er að styrkja fé-
lögin, hjálpa þeim að byggja upp reksturinn og skila hagnaði
og styrkja þau stjórnunarlega svo að það geti orðið. Eimskip
á f dag lítinn hlut í Þorbirni-Fiskanesi, Hraðfrystihúsinu
Gunnvöru og Hraðfrystihúsi Eskifjarðar.
Óútreiknanlegur en einráður? Málefni Granda hafa verið
mönnum umhugsunarefni, sérstaklega það hvað Árni Vil-
hjálmsson, stjórnarformaður og starfandi forstjóri, ætlast fyrir,
en talið er að Grandi hafi einangrast upp á síðkastið. Alkunna
er að Arni hafði mikinn áhuga á Haraldi Böðvarssyni á Akra-
nesi, talaði opinskátt um þennan áhuga sinn og vildi kaupa
hlutabréf Burðaráss í HB. Upphaflega var gert ráð íyrir að Árni
myndi eignast stærstan hluta í HB og Burðarás yrði næst
stærsti hluthafi en Árni lýsti því fljótlega yfir að hann vildi eiga
fyrirtækið einn, án Burðaráss. Talið var að Árni héldi forstjóra-
starfinu í Granda opnu eftír að Brynjólfur Bjarnason fluttí sig
um set og settist í forstjórastól Símans til að eiga skiptimynt í
sameiningarviðræðum, t.d. við Sturlaug og Harald Sturlaugs-
syni. Árni misstí þó naumlega af lestinni þegar bræðurnir í HB
sneru sér tíl Eimskips. Menn velta nú vöngum yfir því hvernig
Árni missti af HB og eru reyndar sumir fullvissir um að með
meiri lagni hefði Árni landað HB. Frjáls verslun hefur heimild-
ir fyrir því að ástæðan fyrir því að ekki náðist samkomulag sé
m.a. sú að ekki hafi skapast traust milli Árna og bræðranna,
upplýsingastreymi þar á milli hafi verið af skornum skammti
og Árni hafi viljað vera einráður og fara sínar eigin leiðir.
38