Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 60
SÉRFRÆÐINGAR SPfl í SPILIN
Spumingin til Sókeigar Olafsdóttur lögfræðings er þessi:
Jóhannes Kristjánsson eftirherma stælir Guðna Agústsson í nýlegri maltauglýsingu frá
Ölgerðinni. Eru til reglursem mæla gegn því að leikarar noti raddir eða bregði sér í
gervi þekktra „oþinberra” einstaklinga í auglýsingum án leyfis þeirra? Eða að gervi
þeirra birtist með einum eða öðrum hætti (t.d. sem skoþteikningar) í auglýsingum?
Maltauglýsing
Jóhannesar eftirhermu
Sólveig Ólafsdóttir lög-
fræðingur segir að sér-
stakar siðareglur
viðskiptalífsins komi í veg
fyrir að hægt sé að herma
eftir, bregða sér í gervi eða
gera skopteikningar af
þjóðþekktu fólki til notk-
unar í auglýsingum, nema
skýrt samþykki viðkomandi
einstaklings liggi fyrir.
Já, það eru til reglur sem banna notkun
radda, mynda, gerva eða hvers konar
eftirlíkinga einstaklinga í auglýsingum.
Það er almenn regla í persónurétti, að
einstaklingar njóti verndar gegn hvers
konar opinberri notkun á nafni, mynd eða
með öðrum þekkjanlegum hætti, nema
skýrt samþykki sé fýrir hendi. Þessi regla
er að vísu ekki lögfest í íslenskum rétti, en
er þó aldagömul og talin gilda samkvæmt
eðli máls og meginreglum laga sem almenn
mannréttindi. Þetta á jafnt við í almennri
umíjöllun í íjölmiðlum sem í auglýsingum
eða hvers konar markaðssetningu.
Þegar einstaklingar taka sjálfviljugir þátt í
opinberu lífi og þjóðfélagsumræðum, sem
geta gefið tilefni til einhvers konar nafn- eða
myndbirtingar í Jjölmiðlum, verða þeir þó að
sætta sig við ýmislegt. Þá myndi t.d. ekki vera
gerð athugasemd við að hermt væri efdr,
gerðar skopteikningar o.s.frv., allt þó innan
velsæmismarka. Þetta á þó einungis við um
almenna umflöllun dægurviðburða, en gefur
ekki heimild til notkunar í auglýsingum.
Það er einmitt í anda þessara almennu
mannréttindareglna, sem Alþjóðaverslunar-
ráðið setti í siðareglur sínar um miðja
síðustu öld sérstakt ákvæði um verndun
einkalífs. Á þeim byggjast siðareglur um
auglýsingar, sem almennt eru notaðar hér á
landi, a.m.k. af þeim sem vilja láta taka aug-
lýsingar sínar og markaðssetningu alvar-
lega. I 8. grein siðareglnanna segir svo:
„í auglýsingum skal ekki sýna eða minn-
ast á einstaklinga, hvort sem þeir starfa á
eigin eða opinberu sviði, nema áður fengin
heimild sé fýrir hendi. Ekki skal í auglýs-
ingum heldur sýna eða minnast á eignir
fólks á neinn hátt sem túlka mætti sem
meðmæli eigandans, nema að fengnu sam-
þykki hans.“
Niðurstaðan er því sú, að bæði almennar
óskráðar reglur íslensks réttar og sérstakar
siðareglur viðskiptalífsins koma í veg íýrir
að hægt sé að herma eftir, bregða sér í
gervi eða gera skopteikningar af þjóð-
þekktu fólki til notkunar í auglýsingum,
nema skýrt samþykki viðkomandi einstakl-
ings liggi fyrir.“ B3
Aths. ritstjóra: Guðni gaf Jóhannesi og Ölgerð-
inni leyfi til að rödd hans yrði stæld án þess að
vita hvernig auglýsingin hljómaði. Hann dró síð-
an leyfi sitt til baka og var auglýsingunni þá
breytt á þá leið að sagt var að þetta væri
Jóhannes Kristjánsson eftirherma. Ekki væri
hins vegar hægt að stæla maltið.
í fjölmiðlum verða þeir þó að sætta sig við ýmislegt. Þá myndi t.d.
ekki vera gerð athugasemd við að hermt væri eftir, gerðar
skopteikningar o.s.frv., allt þó innan velsæmismarka. Þetta á þó
einungis við um almenna umfjöllun dægurviðburða, en gefur ekki
heimild til notkunar í auglýsingum.
60