Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 21
FORSÍÐUEFNI HOFflDYNUR fl HLUTflBRÉFfl MflRKflDI S-hÓpurÍlin með 51,5% í Keri Stærstu hluthafar Kers eru Hesteyri, 22,5%, VÍS, 13,3%, Samvmnulífeyrissjóðurinn, 13,3%, Kjalar (Ólafur Ólafsson), 11,4%, Sund, 7,1%, Vogun (Kristján Loftsson), 4,8%, Landsbankinn, 3,1%, J&K, 3%, og Samvinnu- tryggingar, 2,4%. Það er ekki flókin stærðfræði að leggja þetta saman. Hestejui, VÍS, Samvinnulífeyrissjóðurinn og Samvinnu- tryggingar eiga 51,5% hlut í Keri og ráða félaginu. Ólafur og Kristján Loftsson ásamt Sundi og J&K eru ekki með nema um 26% hlut og eiga enga möguleika á meirihluta. Þórólfur með meirihlutann í VÍS Þórólfur Gíslason er núver- andi stjórnarformaður VÍS og hefur meirihlutann þar á bak við sig. í stjórn VÍS sitja Þórólfur, Ólafur Ólafsson, (fulltrúi Kers), Guðsteinn Einarsson, kaupfélagsstjóri í Borgarnesi, Helgi mjólkurbússtjóri á Akureyri, Eiríkur Tómasson, útgerðar- maður í Grindavík, Óskar Gunnarsson, fv. forstjóri Osta- og smjörsölunnar, og Sigurður Markússon, fv. stjórnarformaður Sambandsins. Þeir Þórólfur, Óskar og Sigurður eru allir full- trúar Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga, sem á núna 26% í VÍS, og eru allir á bandi Þórólfs, auk þess sem þeir Guð- steinn og Helgi eru sagðir í liðssveit hans líka. Takið eftir því að þótt Axel Gíslason sé hættur sem forstjóri VIS er hann áfram framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélags Samvinnutrygg- inga og á bandi Þórólfs. Sala Landsbankans á VÍS Það eru ekki aðeins kaup Hesteyrar á 22,5% hlut íslandsbanka í Keri sem hafa komið Þórólfi í þessa leiðtogastöðu þó þau séu auðvitað þungamiðjan í þessu öllu saman. Hann tryggði ennfremur stöðu sína innan VIS þegar Landsbankinn seldi hlut sinn þar á sama tíma og Hesteyri keypti í Keri. Landsbankinn selur í tveimur áföngum og fær stórfelldan söluhagnað af VÍS-dæmi sínu sem skók allt viðskiptalifið í apríl Tíu stærstu hluthafar Kers 7. nóv. 2002 í i / 1. Eiqnarhaldsfélaqið Hesteyri 22,53% ,/ 2. UÍS 13,29% 3. Samvinnulífeyrissjóðurinn 13,25% / 4. Kjalar 11,39% 5. Sund 7,05% / B. Uogun 4,84% / 7. Landsbanki íslands 3,06% J 8. J&K eignarhaldsfélag 3,02% 9. Samvinnutryggingar 2,53% 10. Ker hf 2,81% Fimm stærstu hluthafar í VÍS 7. nóv. 2002 1. Ker 27,5% 2. Samvinnutr. 22,8% 3. Landsbankinn 22,3% 4. Samvinnulífeyrissj 10,3% 5. Andvaka 5,3% Aðrir 11.8% ~ \ 1997. Fyrri hluti sölu Landsbankans í VIS í endaðan ágúst sl. var að magni til 27% af 41% eignarhlut í VIS. En jafnframt tryggði Landsbankinn sér sölurétt á 21% tíl viðbótar á næsta ári. Astæða þess að Landsbankinn samdi um sölurétt á stærri hlut en hann átti var meðal annars sú að sl. sumar seldi hann nokkuð af hlut sínum og vildi eiga þess kost eftír að forsendur breyttust að láta þau kaup ganga til baka og selja þeim þann hlut sem keyptu af honum. Landsbankinn heldur hins vegar áfram helmingshlut sínum í Iiftryggingafélagi Islands, Iifís. Hvað um það. I stuttu máli þetta: Þegar upp verður staðið verður Landsbankinn búinn að fá 5,8 milljarða fyrir hlut sinn í VIS og áætlaður söluhagnaður hans verður um 1,3 milljarðar. Það er ágæt ávöxtun. Valdatafl Ólafs I Olíufélaginu I fyrra Sala Landsbankans á VÍS hluta sínum í endað ágúst sl. var ekki hagstæð fyrir Ólaf. Hann lék leikina í valdatafli sínu í fyrra með fulltingi bankans sem áttí þá stjórnarformanninn í VIS, Kjartan Gunnarsson. Þetta sam- spil Ólafs og Landsbankans kom þannig tíl að bankinn áttí helminginn í VÍS og hafði í fimm ár viljað setja félagið á markað. Það gekk hins vegar ekki upp þar sem bankinn áttí sléttan helming og var í pattstöðu gagnvart S-hópnum sem þráaðist við þessari hugmynd. Þetta nýttí Ólafur sér í fyrra þegar hann og Kristján Loftsson ásamt meirihluta stjórnar Olíufélagsins voru tilbúnir til að ijúfa samstöðuna innan S-hópsins og selja Lands- bankanum 13,4% hlut Olíufélagsins í VÍS og losa þannig um pattstöðuna við að koma VIS á markað. Þetta var hótun, skrúf- stykki. A móti fengu þeir stuðning Kjartans Gunnarssonar um að VÍS beitti sér ekki innan Traustfangs. En Traustfang var samfélag S-hópsins utan um eignina í Olíufélaginu og stærsti hluthafinn þar. Traustfang hefur verið leyst upp, en hluthafar í Traustfangi þegar átökin gengu yfir í fyrra voru annars þessir: VÍS.................................. 38% Olíufélagið.......................... 30% Samuinnulífeyrissjóðurinn........ 19% Mundill.............................. 13% Með þvi að setjaTraustfang í hlutlausan gír í stjórnarkjöri innan Oliufélagsins hélt meirihluti Ólafs og Kristjáns Loftssonar þar stöðu sinni. Ekki nóg með það; Traustfang var leyst upp. Gagn- kvæm valdatengsl á milli VIS og Oliufélagsins (Axels Gíslason- ar og Geirs Magnússonar) voru rofin. Og viti menn; allt í einu var S-hópurinn tilbúinn að setja VÍS á markað. En fljótt skipast veður í loftí í heimi viðskiptanna. Hlutur Straums í Olíufélaginu var óvaldaður og Þórólfur kom með Hesteyri tíl sögunnar. Þórólfur með 9 Stiga leik En aftur að sölu Landsbankans í VIS. Hvaða félag skyldi hafa keypt stærstan hlut Landsbankans í VÍS? Það var Ker. Það keypti 19% hlutafjárins og varð um leið stærsti hluthafinn í VÍS með hlut upp á 29%. Að auki samdi Ker við Landsbankann um kaupskyldu á tæplega 15% hlut á næsta ári og verður þá kominn með 44% hlut og ráðandi í félaginu. Af þessu sést að þegar Hesteyri keyptí 22,5% í Keri af Islands- banka var Þórólfur í raun að spila „9 stiga leik“. Hann var í leið- inni að ná yfirhöndinni í VIS og S-hópnum - og þar með Búnað- arbankanum. Ker, VIS og Búnaðarbankinn í einni fléttu. Það verður að segjast eins og er að þetta er ein mesta leikflétta í ís- lenskum viðskiptum í áraraðir og verðskuldar Þórólfur sannar- lega athygli fyrir vikið. Gleymum heldur ekki þætti Hornfirð- inga í þessu máli, þeir eiga Hesteyri með Skagfirðingum. H3 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.