Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 84
húsgögn sígild
Bryndís Emilsdóttir, framkvœmdastjóri TM húsgagna, segir nýju línuna í
húsgögnum vera létta og sandblásið gler afar vinsœlt um þessar mundir.
TM húsögn hafa í rúm 20 ár flutt inn vinsæl og
sigild ítölsk húsgögn, ekki síst leðurhúsgögn enda
ítölsk lechrhúsgögn heimsþekkt fyrirgœði.
Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Mynd: Geir Ólafsson
Italir standa sig ekki bara vel við að hanna fatnað og skart-
gripi, þeir eru einnig þekktir fyrir afburðagóða hönnun á
húsgögnum. Verslunin TM húsgögn, sem er Jplskyldufyrir-
tæki með 13 starfsmenn, hefur í rúm 20 ár flutt inn ítölsk hús-
gögn og Bryndís Emilsdóttir, framkvæmdastjóri TM hús-
gagna, segir þau ávallt vera jafnvinsæl.
„Við flytjum inn mikið af leðurhúsgögnum frá Ítalíu enda
ítalskt leður heimsþekkt fyrir gæði,“ segir Bryndís. „Frá
Suður-Italíu flytjum við inn sófasett en borðstofusett úr kirsu-
beijaviði og beyki frá Norður-ítalíu.“ Að sögn Bryndísar er nýja
línan í húsgögnum létt, mikið af sandblásnu gleri og áli en það
á reyndar við um innréttingar einnig. „Þó halda klassísku hús-
gögnin sér alltaf og nú er áklæðið á sófasettum, það sem ekki
er leður, frekar ljóst og létt í stíl við tískuna.“
í jafn stórri verslun og TM húsgögn er, en hún er um 4
þúsund fermetrar að flatarmáli, er hægt að vera með gott úrval
og segir Bryndís það vera stefnu verslunarinnar að eiga hús-
gögn í hvert herbergi og fylgihluti eins og lampa og fleira í
góðu úrvali. Fyrirtækið er byggt á gömlum grunni, seldi fyrst
í stað eingöngu íslenska framleiðslu frá trésmiðjunni Meiði
sem verslunin var stofnuð út frá. Reynslan frá trésmiðjunni
skiiar sér í því að í fyrirtækinu er gríðarleg þekking og reynsla
í meðferð og umgengni húsgagna.
Með árunum minnkaði svo framleiðslan en í staðinn var
farið að flytja inn húsgögn frá erlendum framleiðendum. 11]
84