Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 8
Sigurður B. Stefánsson, framkuæmdastjóri Eignastýringar
íslandsbanka. „Heildarfjármunir í uörslu og stýringu
Eignastýringar eru nú tæpir 150 milljarðar króna.“
Eigiaflstyring
íslandsbanka
Góð hlutabréf eru besti fjárfestingarkosturinn í hefð-
bundnu árferði, en skuldabréf gegna áuallt mikil-
vægu hlutverki í eignasöfnum við að jafna tekju-
strauminn með minni áhættu og stöðugri ávöxtun," segir
Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Eignastýringar
íslandsbanka. „Við núverandi aðstæður, þar sem markað-
urinn er að jafna sig eftir niðursveiflu, er hins vegar skyn-
samlegt að taka hvert skref gætilega og umbylta ekki
eignasöfnum án góðrar ástæðu."
Eignastýring Islandsbanka, sem áður hét VÍB, hefur um árabil sér-
hæft sig í að ávaxta eignir fyrir viðskiptavini með fjárfestingum í inn-
lendum og erlendum verðbréfum og sjóðum. Eignastýring býður
meðal annars upp á úrval innlendra og erlendra verðbréfasjóða. Auk
þess býður Eignastýring upp á alla almenna þjónustu fyrir viðskipta-
vina sína, svo sem reglulegan sparnað í verðbréfum, kaup og sölu
húsbréfa og annarra bréfa, vörslu verðbréfa og viðbótarlífeyrissparn-
að. Viðskiptavinir Eignastýringar eru einstaklingar og heimili, fyrir-
tæki, lífeyrissjóðir og aðrir fagfjárfestar.
Jöfn og þétt aukning umsvifa
„Það hefur verið mikill vöxtur í starfsemi Eignastýringar á liðnum
árum. Það á ekki síst við um síðustu tvö og hálft ár jafnvel þótt mikil
lækkun hafi orðið á verði hlutabréfa á alþjóðamarkaði," segir Sigurður.
„Heildarfjármunir í vörslu og stýringu Eignastýringar eru nú tæpir 150
milljarðar króna."
—B
8