Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 77

Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 77
sterkur strengur Hádegisfundurinn í Róm, Giuseþpe Zadra, framkvœmdastjóri ABI, Guðjón Rúnarsson, formaður Italsk-íslenska verslunarráðsins, og Davíð Oddsson forsætisráðherra. „Það var auðvitað mikils virði fyrir okkur að forsœtisráðherra skyldi þekkjast boð um að vera með okkur þarna, enda fylltum við salinn affulltrúum ítalsks viðskiþtalíjs. “ tektar og hönnuðir, sem lært hafa á Ítalíu, hafa átt sinn þátt í að ýta undir þessa þróun. Þá hefur veitinga- og kaffihúsum undir ítölskum áhrifum fjölgað mikið allra síðustu árin. ítalir einstakir malmenn „Ég flutd til Ítalíu árið 1997 til að fara í nám og þá þekkti ég lítið annað en pasta með Paul Newman's sósu eða frænkupasta með Flúðasveppum í rjómasósu," segir Guðjón. „Ég komst fljótt að þvi að Jjölbreytnin var öllu meiri þar suðurfrá, enda eru ítalir einstakir matmenn bæði í orði og á borði. Matarmenningin er greypt inn í árþúsunda „kúltúr“ og það segir kannski sína sögu að í borgunum Pompei og Herkúleum, sem grófust undir ösku þegar Vesúvíus við Napólíflóa gaus árið 79, hafa fundist rústir veitingastaða þeirra tíma Rómveija.“ Ferðamannaiðnaðurinn, bæði hvað varðar ferðir til Ítalíu og ferðir ítala hingað til lands, fer sístækkandi. Guðjón segir ítali vel meðvitaða um Island og hafa mikinn áhuga á landinu. Þá séu íslendingar í vaxandi mæli að uppgötva þá Ijölbreytni sem Italía býður upp á, hvort sem um er að ræða sólarstrendur, úti- vistar- eða borgarferðir. Sóknarfærin í ferðaiðnaðinum séu því mörg. Auk þess sagði hann áhugavert að sjá hvernig íslensk ljármálafýrirtæki hefðu á síðustu árum í auknum mæli verið að ljármagna reksturinn með lánum í ítölskum bönkum. Þetta hefði einnig leitt til þess að hinir ítölsku samstarfsaðilar hefðu komið beint að ljármögnun stórra verkefna hér á landi, s.s. byggingu Smáralindar. Guðjón segir ekki vafa leika á að sam- starf landanna í fleiri þjónustugreinum, s.s. hugbúnaðargerð, eigi eftir að aukast i framtíðinni. Ekki megi hins vegar gleyma þætti frumkvöðlanna, en að öðrum ólöstuðum hefur SIF átt mestan þátt í að ryðja brautina hvað varðar íslenskan útflutning til Ítalíu og hefur haldið tryggð við þennan markað í gegnum súrt og sætt hátt í heila öld. Hugleiddi lengri veru Guðjón ákvað að taka meistaranám sitt á Italíu þó svo hann kynni ekki stakt orð í málinu. Honum hafði boðist Fulbrightstyrkur til náms í Bandaríkjunum en ævintýra- þráin náði tökum á honum og hann fór til Italíu í staðinn. „Ég hafði frétt af því að háskólinn sem ég vildi læra við kenndi á ensku en ég hefði sennilega ekki lagt í að fara annars,“ segir hann. „Ég pakkaði sænginni, orðabókum og öðrum nauðsynjum niður í íimm ferðatöskur og til að létta á þeim var ég í vetrarpeys- unni og þungum leðurjakka á leiðinni. Svo lenti ég á Malpensa- flugvelli i lok ágúst í 30 stiga hita og þurfti að taka rútu til Mílano og þaðan lest til Flórens. Ég var þvi orðinn talsvert þrekaður og löðrandi sveittur þegar þangað kom og ekki alveg viss um í hvað ég hafði eiginlega verið að steypa mér. Svo fékk ég inni á hóteli sem skólinn hafði útvegað mér þar til ég fengi eitthvað endanlegt til að búa í og smátt og smátt komst lifið í lag. Það er skemmst frá því að segja að ég kunni ákaflega vel við mig á Italíu og sakna landsins talsvert. Ég hugleiddi um tíma að búa þar lengur en þar sem erfitt er að fá vinnu þar og mér hafði boðist starf hér heima taldi ég skynsamlegra að fara heim. Hins vegar notaði ég tímann vel á meðan ég var úti, tók skorpur í náminu en ferðaðist jafnframt mikið á milli um landið þvert og endilangt. Síðustu mánuðina, sumarið 1998, hjólaði ég síðan mikið um Toscana, sem var ógleymanleg upplifun. Landið er mjög fallegt og menningin þægileg. ítalir lifa svolítið öðruvísi en við og m.a. fara þeir á sinn kaffibar á morgnana, annað hvort á leið í vinnu eða skóla, til að grípa sitt ítalska kaffi og sætabrauð. Þar staldra þeir við í svona fimm minútur, rabba við barþjóninn og aðra fastagesti og halda svo endurnærðir á vit dagsins. Mér kom þetta spánskt iyrir sjónir í fyrstu, en skipti um skoðun eftir að ég komst á bragðið sjálfur. Þá er gaman að sjá hve ljölskyldu- tengslin eru sterk meðal þeirra, sem útlendingurinn sér best þegar flölskyldan, þ.e. pabbi, mamma, börn og afi og amma, hitt- ast á sínu hverfisveitingahúsi einu sinni í mánuði eða oftar, til að eiga kvöldstund saman i liflegu umhverfi. I stóru borgunum er þetta því miður að breytast með auknum hraða þjóðfélagsins, en margir halda þó enn fast í slíka siði,“ segir Guðjón að lokum. SH 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.