Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 54
PHARMACO í BÚLGflRÍU Rússlandi, 9% frá Norðurlöndunum. Takið eftir því að aðeins 6% af tekjum Pharmaco af vörusölu koma frá Islandi. Pharmaco er því fyrst og fremst að selja afurðir sínar utanlands og mun hlut- deild Islands snarminnka á næstu árum nái fyrirtækið mark- miðum sínum í Rússlandi og Bandaríkiunum, en þangað hefur stefnan verið sett síðar. Tíu söluhæstu lyfin skila um 40% af allri vörusölunni og koma sex þeirra úr smiðju Delta. Tekjur af sölu hráefna eru um 1,6 milljarðar og kemur helmingurinn frá Þýskalandi og 16% frá Bandaríkjunum. Tekjur af svonefndum skráningargögnum eru um 1,1 milljarður. 35 BJÖRGÓLFUR THOR Björgólfur Thor Björgólfsson, 35 ára, er stjórnarformaður Pharmaco og áberandi foringi fyrirtækisins. Það duldist engum við opnun nýju verksmiðjunnar í Búlgaríu að þar fer mikill leiðtogi. Faðir hans, Björgólfur Guð- mundsson, er aldrei langt undan en hann virðist viljandi halda sig aðeins til hlés í leiðtogahlutverk- inu í Pharmaco. Feðgarnir eiga það sameiginlegt að vera líflegir og frísklegir i fasi og það sýndi sig í ferðinni til Búlgaríu að þeir eiga afar auðvelt með allt sem heitir mannleg samskipti og að heilla aðra í kringum sig. Þeir eru stærstu hluthafarnir í Pharmaco og eru með félagið Amber International Ltd. til að halda utan um hlutinn í Pharmaco. Félagi þeirra í Sarnson- hópnum, Magnús Þorsteinsson, er einnig hluthafi. En er þó ekki með hlut sinn í Pharmaco með þeim feðgum heldur á eigin vegum. Raunar hafa þeir þremenningar mest verið í fréttum að undanförnu vegna kaupa Ijárfestingarfélags þeirra, Samsons, á 46% hlutnum í Landsbankanum fyrir um 12,3 milljarða króna. Thor Jensen langafi Björgólfs Thors Aðeins um ættfræði. Langafi Björgólfs Thors var hinn kunni athafnamaður Thor Jensen (faðir Olafs Thors, fyrrum forsætisráðherra). Thor Jensen og kona hans, Margrét Þorbjörg, áttu dótturina Margréti Þorbjörgu sem gift var Hallgrími E R Hallgrímssyni, fyrrum for- stjóra Skeljungs. Þau áttu tvær dætur, Þóru og Elínu. Þóra er gift Björgólfi Guðmundssyni og sonur þeirra er títtnefndur Björgólfur Thor. Hann á þvi ekki langt að sækja athafna- mennskuna. Hann var stúdent frá Verslunarskólanum fyrir fimmtán árum og útskrifaðist síðar í Jjármálafræðum frá New York University í Bandaríkjunum. Eftir nám ytra vann Björgólfúr Thor um tíma hjá Oppenheimer fyrirtækinu í New York. 35 DOKIÐ VIÐ, SAGÐIBJÖRGÓLFUR |#aup Pharmaco og Björgólfsfeðga á Balkanpharma urðu til fwyrir hreina tilviljun árið 1999. Björgólfur Thor var þá í viðræðum við bankamenn í Deutsche Bank í Þýskalandi út af allt öðru máli. Eins og gengur barst talið að öðrum verkefnum. Nema hvað, þeir sögðu honum frá verkefni sem bankinn kæmi að í Búlgaríu og þeim þætti það spennandi. Björgólfur Thor var fljótur að kveikja. Hann bað þá um að doka aðeins við því hann þekkti til manna sem gætu verið áhugasamir sem fagfjárfestar og hefðu vit á þessu. Þessir menn voru stjórnendur Pharmaco með Sindra Sindrason í fararbroddi. Gögn voru skoðuð og ráðist var í verkefnið. Stofnað var sérstakt fyrirtæki, Iconsjóðurinn, utan um þessa fjárfestingu. Pharmaco átti helminginn á móti feðgunum Björgólfi Guðmundssyni og Björgólfi Thor. Iconsjóðurinn keypti síðan 45% í Balkanpharma á móti Deutsche Bank, sem einnig var með 45%, og tveimur Búlgörum sem áttu 10%. Þetta var sumarið 1999 og árið eftir, haustið 2000, voru Pharmaco og Balkanpharma sameinuð. Það sem síðar hefur gerst er í grófum dráttum þetta: Deutsche Bank hefur selt sinn hlut, sem og Búlgararnir tveir, í Balkanpharma. Amber International, félag þeirra Björgólfsfeðga, varð við það langstærsti hluthafinn í Pharmaco. Eftir sameininguna við Delta í sumar eiga þeir feðgar 25% hlut í félaginu. Starfsmenn Balkanpharma voru um 6 þúsund þegar Balkanpharma var keypfi nú eru þeir um 4.600. 35 SINDRISINDRASON Sindri Sindrason tók við starfi forstjóra Pharmaco árið 1981 og hefur stýrt fyrirtækinu síðan. Hann er annar tveggja forstjóra félagsins og mun einbeita sér að samrunum og kaupum á öðrum lyflafyrirtækjum á næstu árum. Pharmaco stofnaði Deltu utan um lyfjaframleiðslu fyrirtækisins sama ár og Sindri hóf störf hjá því. Deltan var í framleiðslu á samheitalyfjum (svonefndum kópíum) á meðan Pharmaco var að flytja inn sérheitalyf frá þekkt- um erlendum ffamleiðendum. Til að losna við „konflikta" þarna á milli seldi Pharmaco sinn hlut í Deltunni. Eftir að innflutning- ur Pharmaco var svo skilinn frá fyrr á þessu ári og seldur til PharmaNor, í eigu Hreggviðs Jónssonar o.fl., var lagt til atlögu og Pharmaco og Deltan sameinuð í sumar. Þrjár Skemmtilegar tilviljanir Þess má geta að saga Sindra Sindrasonar, sem forstjóra Pharmaco, og þeirra Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors hefur þrisvar sinnum tvinnast saman á tilviljanakenndan hátt. í fyrsta skiptið þegar Pharmaco keypti hlut Björgólfs Guðmundssonar og Ragnars Kjartanssonar í Reykvískri endurtryggingu á níunda ára- tugnum. I annað skiptið þegar Pharmaco keypti gosdrykkja- verksmiðjuna Sanitas árið 1991 og réði Björgólf Guðmunds- son til að stýra fyrirtækinu. Þegar Pharmaco seldi Ölgerðinni framleiðslurétt Sanitas á pepsi, malti og appelsíni árið 1993 var kvöð í samningnum um að gosdrykkjaverksmiðja Sanitas færi úr landi og varð það úr. Hún fór til Péturborgar í Rússlandi. Það reyndist síðar lottóvinningur fyrir Björgólf Thor, Björgólf Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson sem keyptu verk- smiðjuna úti í Rússlandi. Þá sögu þekkja núna flestir. Þriðja tilviljunin var svo þegar Pharmaco stofnaði með þeim Björg- ólfsfeðgum fyrirtækið Iconsjóðinn til að kaupa 45% hlutinn í Balkanpharma sumarið 1999 og er það verkefni núna orðið að alþjóðafyrirtækinu Pharmaco. 35 Björgólfur Thor Börgóljsson, stjórnarformaður Pharmaco. Sindri Sindrason hefur verið forstjóri Pharmaco í 21 ár. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.