Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2002, Side 59

Frjáls verslun - 01.10.2002, Side 59
 rv 1 j - Miðstöðin í Geirangursfirði er í laginu eins og sþjót - hönnuð út frá nafni Jjarðarins. Guðmundur Jónsson, arkitekt frá Akureyri, er að breyta ásýnd heilla byggðarlaga í Noregi. Hús eftir hann risa á áberandi stöðum og hann klippir á borða og leggur hornsteina með drottningu og forsætisráðherra sér við hlið. Fyrir- tæki hans er á bak við konungshöllina í Osló. Textí og myndir: Gísli Kristjánsson W Inorskum blöðum má lesa að einhver Guðmundur Jónsson sé að breyta ásýnd heilla byggðarlaga í landinu. Hús eftir hann risa á áberandi stöðum og hann klippir á borða og leggur hornsteina með drottningu og forsætisráðherra. Við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að Guðmundur þessi er Akureyringur, arkitekt að atvinnu og rekur allburðugt íyrir- tæki á fjórðu hæð í húsi rétt bak við konungshöllina í Osló. Guðmundur lauk námi við Arkitektaháskólann í Osló árið 1981 en hefur frá námsárunum unnið að því að koma fótunum undir eigin rekstur. Draumurinn varð til þegar hann sem ungstúdent tók þátt i alþjóðlegri samkeppni um hönnun leik- húss framtíðarinnar. Fyrir hugmynd sína hlaut Guðmundur viðurkenningu og tillagan var sýnd í Pompidou-safninu í París. Þetta var fyrir aldarijórðungi. Guðmundur lauk námi og fór að vinna á arkitektastofum í Osló - og á kvöldin, með vinnu, teiknaði hann byggingar heima. Hann tók þátt í samkeppnum á eigin vegum og notaðist þá við skáphurð sem teikniborð. Hann fékk verðlaun og viðurkenningar. Verulegt rek kom þó ekki á þessa vinnu fyrr en árið 1987. Guðmundur segir frá: „Ég rambaði á að fá fyrstu verðlaun í norrænu samkeppn- inni um tónlistarhús í Reykjavík. Þetta var stórt verkefni og ég kvaddi mina fyrri vinnuveitendur, stofnaði eigin stofu og réð til mín fólk. Og í framhaldi af tónlistarhúsinu kom hönnun við- byggingar við Amtsbókasafnið á Akureyri." Síðan hefur Guðmundur hannað og teiknað hús í eigin nafni. Hann rekur fyrirtæki undir nafninu Guðmundur Jónsson arkitektkontor og er nú með það til húsa við Hegdehaugsvein 24 í Osló. Áður var stofan við Bygdö Alle. Sitjrar os vonbrigði Um reksturinn segir Guðmundur að „síg- andi lukka sé best“ og hann segir að á tímabilum hafi það kost- að harða baráttu að halda rekstrinum gangandi. Tónlistarhúsið í Reykjavík er enn bara til sem teikningar á blaði. Enginn veit hvort það verður nokkru sinni byggt. Viðbyggingin við Amts- bókasafnið endaði Mka niðri í skúffu fyrst - en nú er húsið að rísa. Guðmundur hannaði sýningarskála Islands á heimssýning- unni í Sevilla. Þar fór svo að Islendingar sátu heima og skálinn var aldrei reistur. Betur gekk þó með innanhússhönnun sendi- ráðs íslands í Washington. Þar hafa veggir í líki norðurljósa vakið athygli. Guðmundur hefur einnig séð um skipulagningu við Geysi í Haukadal og hann hefur hannað ferðamannamiðstöð sem rísa á í Þjórsárdal. En gangur mála á Islandi hefur reynst skrykkj- óttur. Það er eins og Islendingar komi annað hvort engu í verk eða að verkin þjóta upp á mettíma. Guðmundur segir að vinnu við Geysi hafi lokið á fjórum mánuðum - helmingi skemmri tíma en talið hefði verið eðlilegt í Noregi. Sérhæfður arkitektúr Og þótt íslenskt verkefni hafi verið upp- haíið að sjálfstæðum rekstri Guðmundar þá hefur meira orðið úr því sem hann hefur hannað fyrir Norðmenn. I Noregi hefur Guðmundur sérhæft sig í því sem hann kallar „menningar- tengda ferðaþjónustu“ og reyndar uppsetningu á sýningum einnig. Hann hefur mest haft sjö arkitekta í vinnu og var á tíma- bili að spá í að koma upp útíbúi á Islandi. „Norðmenn hafa áttað sig betur á því en íslendingar að menningartengd ferðaþjónusta getur verið ábatasöm. Hér hafa menn séð að þessi blanda skilar peningum fyrir allt samfélagið og við höfum getað sérhæft okkur í hönnun bygginga og sýninga á þessu sviði,“ segir Guðmundur. „Norðmenn hafa áttað sig betur á því en íslendingar að menningar- tengd ferðaþjónusta getur verið ábatasöm." 59
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.