Frjáls verslun - 01.10.2002, Blaðsíða 59
rv 1 j -
Miðstöðin í Geirangursfirði er í laginu eins og sþjót - hönnuð út frá nafni Jjarðarins.
Guðmundur Jónsson, arkitekt frá Akureyri, er að
breyta ásýnd heilla byggðarlaga í Noregi. Hús
eftir hann risa á áberandi stöðum og hann
klippir á borða og leggur hornsteina með
drottningu og forsætisráðherra sér við hlið. Fyrir-
tæki hans er á bak við konungshöllina í Osló.
Textí og myndir: Gísli Kristjánsson
W
Inorskum blöðum má lesa að einhver Guðmundur Jónsson
sé að breyta ásýnd heilla byggðarlaga í landinu. Hús eftir
hann risa á áberandi stöðum og hann klippir á borða og
leggur hornsteina með drottningu og forsætisráðherra. Við
nánari eftirgrennslan kemur í ljós að Guðmundur þessi er
Akureyringur, arkitekt að atvinnu og rekur allburðugt íyrir-
tæki á fjórðu hæð í húsi rétt bak við konungshöllina í Osló.
Guðmundur lauk námi við Arkitektaháskólann í Osló árið
1981 en hefur frá námsárunum unnið að því að koma fótunum
undir eigin rekstur. Draumurinn varð til þegar hann sem
ungstúdent tók þátt i alþjóðlegri samkeppni um hönnun leik-
húss framtíðarinnar. Fyrir hugmynd sína hlaut Guðmundur
viðurkenningu og tillagan var sýnd í Pompidou-safninu í París.
Þetta var fyrir aldarijórðungi. Guðmundur lauk námi og fór
að vinna á arkitektastofum í Osló - og á kvöldin, með vinnu,
teiknaði hann byggingar heima. Hann tók þátt í samkeppnum
á eigin vegum og notaðist þá við skáphurð sem teikniborð.
Hann fékk verðlaun og viðurkenningar. Verulegt rek kom þó
ekki á þessa vinnu fyrr en árið 1987. Guðmundur segir frá:
„Ég rambaði á að fá fyrstu verðlaun í norrænu samkeppn-
inni um tónlistarhús í Reykjavík. Þetta var stórt verkefni og ég
kvaddi mina fyrri vinnuveitendur, stofnaði eigin stofu og réð til
mín fólk. Og í framhaldi af tónlistarhúsinu kom hönnun við-
byggingar við Amtsbókasafnið á Akureyri."
Síðan hefur Guðmundur hannað og teiknað hús í eigin
nafni. Hann rekur fyrirtæki undir nafninu Guðmundur Jónsson
arkitektkontor og er nú með það til húsa við Hegdehaugsvein
24 í Osló. Áður var stofan við Bygdö Alle.
Sitjrar os vonbrigði Um reksturinn segir Guðmundur að „síg-
andi lukka sé best“ og hann segir að á tímabilum hafi það kost-
að harða baráttu að halda rekstrinum gangandi. Tónlistarhúsið
í Reykjavík er enn bara til sem teikningar á blaði. Enginn veit
hvort það verður nokkru sinni byggt. Viðbyggingin við Amts-
bókasafnið endaði Mka niðri í skúffu fyrst - en nú er húsið að rísa.
Guðmundur hannaði sýningarskála Islands á heimssýning-
unni í Sevilla. Þar fór svo að Islendingar sátu heima og skálinn
var aldrei reistur. Betur gekk þó með innanhússhönnun sendi-
ráðs íslands í Washington. Þar hafa veggir í líki norðurljósa
vakið athygli.
Guðmundur hefur einnig séð um skipulagningu við Geysi í
Haukadal og hann hefur hannað ferðamannamiðstöð sem rísa
á í Þjórsárdal. En gangur mála á Islandi hefur reynst skrykkj-
óttur. Það er eins og Islendingar komi annað hvort engu í verk
eða að verkin þjóta upp á mettíma. Guðmundur segir að vinnu
við Geysi hafi lokið á fjórum mánuðum - helmingi skemmri
tíma en talið hefði verið eðlilegt í Noregi.
Sérhæfður arkitektúr Og þótt íslenskt verkefni hafi verið upp-
haíið að sjálfstæðum rekstri Guðmundar þá hefur meira orðið
úr því sem hann hefur hannað fyrir Norðmenn. I Noregi hefur
Guðmundur sérhæft sig í því sem hann kallar „menningar-
tengda ferðaþjónustu“ og reyndar uppsetningu á sýningum
einnig. Hann hefur mest haft sjö arkitekta í vinnu og var á tíma-
bili að spá í að koma upp útíbúi á Islandi.
„Norðmenn hafa áttað sig betur á því en íslendingar að
menningartengd ferðaþjónusta getur verið ábatasöm. Hér hafa
menn séð að þessi blanda skilar peningum fyrir allt samfélagið
og við höfum getað sérhæft okkur í hönnun bygginga og
sýninga á þessu sviði,“ segir Guðmundur.
„Norðmenn hafa áttað sig betur á því en íslendingar að menningar-
tengd ferðaþjónusta getur verið ábatasöm."
59