Frjáls verslun - 01.10.2002, Blaðsíða 29
Kristján Loftsson, stjórnarformaður Kers, á hluthafafundi
félagsins á Grand Hóteli Reykjavík. Fundurinn tók rúmar
þrjár mínútur.
Foringjar gamla samvinnuarmsins sl. 12 ár, Axel Gíslason, framkvæmdastjóri
Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga og fv. forstjóri VJS, og Geir Magnússon, for-
stjóri Kers, ræða hér málin á hluthafafúndi Kers á dögunum.
Þórólfs vilji halda sjálfstæði sínu og að frekar verði um samstarf
að ræða við bankann. Með innkomunni í VIS rauf Hesteyri aug-
ljóslega tök Kers á VÍS. En gleymum því ekki að allt getur gerst
í heimi fjármálanna.
Hafði S-hópurinn ekki efni á kaupunum? Mikil umræða hefur
farið fram um það hvort S-hópurinn hafi haft efni á að kaupa
45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbankanum þegar einkavæðingar-
nefnd ákvað að ganga til viðræðna við hópinn fyrir bráðum
tveimur mánuðum. Ekki leikur vafi á að hópurinn hafði ekki
efni á að kaupa bankann á þeim tímapunkti og sýnir innkoma
Jóns Helga best að hópurinn hefur smám saman verið að taka
á sig endanlega mynd eftir að búið var að velja hópinn sem
kaupanda. Það er út af fyrir sig íhugunarefni í þeirri umræðu
sem snýr að aðferðafræðinni við sölu ríkisbankanna tveggja.
Eftir að búið er að velja einhvern sem kaupanda felst í því
ákveðin eign íyrir þann sem verður fýrir valinu og hann
ákveður að fá aðra ijárfesta til liðs við sig vegna kaupanna. [B
Hvar fær Ker sína 4 milljarða?
w
Ymsir hafa velt því fyrir sér hver geta Kers sé til að leggja
fram 4 milljarða króna til kaupa á Búnaðarbankanum, eða
þriðjung þess fjár sem hinn svonefndi S-hópur setur til
kaupanna á 45,8% hlut ríkisins á 11,9 milljörðum króna. Fyrir
liggur auðvitað að Ker seldi Jóni Helga (Norvik) 25% af hlut
félagsins í VÍS fyrir 3,4 milljarða og fékk þannig bætta stöðu til
að kaupa í Búnaðarbankanum. Það hefur verið orðað þannig að
Jón Helgi hafi í reynd greitt fyrsta tékkann í kaupum S-hópsins
í Búnaðarbankanum. En þar með er ekki nema hálf sagan
sögð. Spyija má sig að því hvort stór hluti af þessum peningum
Kers hafi ekki farið í að greiða kaup félagsins í VIS af Lands-
bankanum í endaðan ágúst sl. Skoðum það nánar.
Þegar Landsbankinn seldi 27% af eignarhlut sínum í VÍS í
endaðan ágúst sl. var það Ker sem keypti 19% hlutafjárins og
varð um leið stærsti hluthafinn í VÍS með hlut upp á 29,5%.
(Ker seldi síðan Norvik 25% af þessum hlut sem aftur seldi
Hesteyri). Að auki samdi Ker við Landsbankann um kaup-
skyldu á tæplega 15% hlut í VÍS hinn 1. febrúar á næsta ári.
Aðrir kaupendur af Landsbankanum voru Samvinnulífeyris-
sjóðurinn, sem keypti 5%, Eignarhaldsfélagið Andvaka, sem
keypti 0,5%, og Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga sem
keypti 2,7%. Þessi þrjú félög sömdu um samtals 6% viðbótar-
kaup í VIS af Landsbankanum hinn 1. febrúar nk.
Landsbankinn seldi 27% af eignarhlut sínum í VIS fýrir um 3,8
milljarða króna og fékk um 850 milljóna króna söluhagnað.
Þegar upp verður staðið í febrúar á næsta ári verður söluverð
alls hlutar Landsbankans í VÍS (48%) komið í 5,8 milljarða króna
og hefur bankinn gefið það út í tilkynningu til Kauphallar Islands
að hann fái alls um 1,3 milljarða í söluhagnað af bréfum sínum í
29