Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2002, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.10.2002, Blaðsíða 65
Þórólfur Arnason, forstjóri Tals: „Bernskujólin eru fyrir mér blanda af hrútalykt um fengitímann og minningum um mikinn snjó og erfiða fœrð við messusókn. “ Hrútalykt og messusókn Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, telur jólin alltaf vera tíma endurhvarfs til liðinnar tíðar. „Bernskujólin eru fyrir mér blanda af hrútalykt um fengitímann og minningum um mikinn snjó og erfiða færð við messusókn. Eg ólst upp sem prestssonur í sveit frá fjögurra ára aldri og man því fyrst eftir jólum í sveit. Borgarbörnum dagsins í dag þarf að segja að fengitími sauðfjár heijist um 17. desember, til þess að blessuð lömbin komi nú í heiminn á réttum tíma, upp úr 7. maí. Þetta er að minnsta kosti það tal sem var á ánum á Snæfellsnesi fyrir um 40 árum, því hefur vísast verið hnikað til með nútímaaðferðum eins og öðru,“ segir Þórólfur. „Mikilvægasta starfið í desemberlok var að sjálfsögðu að halda fénu undir hrútana, því það var gert með vísindalegri nákvæmni, grár hrútur settur á gráa kind o.sfrv. Nú fá víst hrútarnir að lemba að vild í sjálfgöngu með fénu. Afi minn var sá sem oftast stýrði málum um fengitímann, því það er nú einu sinni svo að það sem er líkt með hrútum og prestum er að annir eru miklar um jólin. Eg fylgdist með „hnykknum", tók hrútinn af og bókaði. Oftast var sofið fram undir hádegi, eftir mikinn bókalestur um jólin, birtan nýtt í ijárhúsunum og síðan tekið til við góðgerðir þegar heim var komið. Við borðuðum yfirieitt ijúpur á aðfangadagskvöld, stundum kjúkling, og aðra jóladaga var hefðbundið að hafa hangikjöt, svínslæri og fleira góðgæti. Mamma bakaði nokkrar smákökutegundir og fígúrukökur sem við kölluðum krakkakökur, við fengum að mála þær. Omissandi var að taka kúfaða skál af smákökum með mjólkur- glasi í rúmið og lesa góða bók fram undir morgun. Við spiluðum mikið, bæði við afa og ömmu og eins komu stundum gestir til að spila vist. Það var því nokkur munur á þegar ég, ásamt Margréti konu minni, upplifðum jól á stúdentagarði í Kaupmannahöfn á námsárum okkar þar fyrir rúmum tuttugu árum. Nálægt 10 manns fóru ekki til síns heima um jólin, nokkrir Færeyingar, við tvö og nokkrir Danir sem ekki bjuggu við þær ijölskyldu- aðstæður að geta verið heima við. Þarna var gert vel í mat og drykk, gleðskapur mikill og langt frá þeirri jólahelgi og frið sem ég hafði vanist sem barn. Það var svo sem ágætt líka.“ H3 JÓLASTEIKIIM Rjúpurnar hennar ömmu að væru engin jól ef ekki væri fyrir rjúpurnar hennar ömmu Sigurbjargar!" segir Helga Friðriksdóttir, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs hjá Olís. „Eg hreinlega þekki ekkert annað því að amma hefur alltaf haldið jólin fyrir ijöl- skylduna, svo að ég var rétt sex mánaða þegar ég fékk fyrstu rjúpuna eða réttara sagt rjúpustöppuna. Uppskriftin: Ekki til á blaði, byggð á 65 ára reynslu ömmu, og hún er enn að.“ „Þegar ég og maðurinn minn, Knútur, erum búin að koma stelpunum í háttinn eftir vel heppnað aðfangadags- kvöld hjá ömmu hefst lesturinn. Þá kveikjum við á kertum og fáum okkur jólarauðvín og lesum til skiptis jólakortin hvort fyrir annað. Og keppumst svo við að geta hver eigi skriftina og textann í kortinu hverju sinni. Svo kórónar allt að vera á náttfötunum allan jóladag og lesa jólabókina með snakkskál fulla af rjúpukrikum," segir Helga. 33 Helga Friðriksdóttir, framkvœmdastjóri markaðssviðs hjá Olís. „Svo kórónar allt að vera á náttfótunum allan jóladag og lesa jólabókina með snakkskál fulla af tjúþukrikum." 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.