Frjáls verslun - 01.10.2002, Blaðsíða 85
SILKIFYRIRTÆKI í BRETLflNDI_
m silki
að halda tryggilega utan um reksturinn og fara ekki of óðslega.“
Núna metur Ragna sem svo að hún þurfi kannski að bæta við
tveimur starfsmönnum, en að öðru leyti er útþenslunni náð. Hún
álítur að dreifingarnetið sé orðið nógu stórt og gott nú þegar hún
er komin með dreifingaraðila í Tokýó og París og verður innan
skamms komin með vörur sínar á þau sýningarsvæði í Bandaríkj-
unum sem skipta máli. „Ég held að viðskiptin í Bandaríkjunum
eigi eftir að taka vel við sér.“
Ragna ásamt nokkrum starfsmanna sinna.
Hugh Grant kom í sýningarbúðina okkar
í Chelsea Harbour með hönnuðinum
Silki 09 lystisnekkjur Silki og lystisnekkjur er blanda, sem
hefur gagnast Chase-Erwin vel undanfarið. Fyrir Jjórum árum
fór lystisnekkjulýrirtækið Sunseeker að nota silkiáklæði, -púða
og -rúmteppi frá Chase-Erwin í sýningarbáta sína. Það mæltist
svo vel fýrir hjá snekkjukaupendum að Ragna hefur hannað sér-
staka linu sem kallast „Yacht Club“, sérstaklega miðaða við liti
og efni, sem henta vel í báta. Þessi lína er ein sú vinsælasta hjá
Sunseeker. Þegar Ragna sá myndir í Séð og heyrt nýlega af
Sunseeker-snekkju í íslenskri eigu þótti henni sniðugt að sjá að
þar voru öll efnin frá íýrirtækinu hennar. „Fyrirfram hefði ég
ekki haldið að silkiefnin hentuðu í báta, en þau koma mjög vel
út. Það mæðir reyndar ekki mikið á þeim, þvi svo svona bátar
eru mest notaðir til að halda í þeim veislur. í höfn sofa flestir eig-
endurnir á hótelum."
Kjarninn í fyrirtækinu er nú 600-650 tegundir af silkiefnum og
silkiblöndum, en undanfarið hefur Ragna einnig farið út í að
útvega óeldfim efni, sem er víða orðin krafa um á hótelum. Það
var fyrir íslenskt hótel, sem hún útvegaði fyrst slikt efni og þá
reynslu hefur hún svo nýtt sér erlendis.
Ragna hefur frá upphafi sjálf hannað efnin og segist hafa mest
gaman af þeirri hlið. Með úrvalsstarfsfólk, allt konur nema
lagermanninn, getur hún núorðið einbeitt sér að
hönnuninni. „I fyrstu sýnishornamöppunum var
allt mögulegt, en nú erum \tið farin að vanda
okkur miklu meira í því að setja möppurnar
saman þannig að allt fari vel saman. I sumar
komum við með 70 ný efni á markaðinn og
þau passa öll saman.“
Hugh Grant, David Bowie og Madonna Þegar
um hótelinnréttingar eins og á Dorchester,
Renaissance Cbancery Court og öðrum
glæsihótelum er að ræða getur Ragna virt
fyrir sér árangurinn. En iðulega eru
efnin notuð í heimili stór- og smá-
stirna úr tónlistar- og kvik-
myndaheiminum og oft veit
sínum. David Bowie hefur líka fengið
efni hjá okkur. Stórstjörnur eins og
Madonna fá allt sent heim.
Ragna ekki einu sinni hveijir viðskiptavinirnir eru. „Ég veit um
nokkra viðskiptavini af þessu tagi. Hugh Grant kom í sýningar-
búðina okkar í Chelsea Harbour með hönnuðinum sínum.
David Bowie hefur lika fengið efni hjá okkur. Stórsljörnur eins
og Madonna fá allt sent heim. Við höfum selt henni nokkrum
sinnum. George Harrison var alltaf að gera eitthvað nýtt og
spennandi heima hjá sér áður en hann lést,“ segir Ragna og
bætir þvi við glettnislega að vissulega væri gaman að sjá hvernig
efnin væru notuð á svona heimilum.
Ragna er áberandi afslöppuð þegar hún ræðir umsvifin
undanfarin ár og það hljómar eins og það hafi verið auðvelt og
streitulaust að ná þangað sem hún hefur náð. „Þetta hefur vissu-
lega verið mikil vinna, en það er alltaf gaman að koma í vinnuna
og við reynum að gera okkur þetta eins auðvelt og við
getum. Við skiptum bara við fáa framleiðendur,
sem við vitum að standa sig. Ég gæti ekki
gert þetta allt ein og ég er með ein-
stakan hóp með mér. Við erum eins
og saumaklúbbur og þarna vinna
gamlar vinkonur mínar með mér.
Ein er fyrrverandi au-pair hjá
mér. Undirstöðuatriðið er algjör
nákvæmni og persónuleg en
um leið alþjóðleg þjónusta.
Við erum tilbúnar til að
leggja okkur endalaust
fram til að koma til móts
við viðskiptavinina.“ SH
Ragna Erwin, sem upphaflega hét
Ragnhildur Pálsdóttir, var hlaupa-
drotting heima á Islandi og
Islandsmeistari t greininni.
Núna á hún og rekur þekkt
silkifyrirtœki í Bret-
landi.