Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2002, Side 105

Frjáls verslun - 01.10.2002, Side 105
Ingvar Kristinsson, framkvœmdastjóri Landsteina: „Hjá Iðntœknistofnun fékk ég mikla starfsreynslu og tók þátt í mikilli uþþbyggingu stofhunar- innar en hún kom sér rækilega á kortið sem leiðandi í vöruþróun og verkefnastjórn. “ Mynd: Geir Olafsson Ingvar Kristinsson, Landsteinum Efdr Vigdísi Stefánsdóttur Sem framkvæmdastjóri Landsteina leiði ég 60 manna hóp af vel mennt- uðum og dugmiklum starfs- mönnum á hugbúnaðarsviði," segir Ingvar Kristinsson. „Það er mitt að vera leiðtogi hóps- ins en þar sem þetta fólk er allt mjög sjálfstætt og agað í vinnubrögðum sínum, er mitt starf ef til vill frekar að sækja inn á ný svið og ákveða hvert við ætlum að stefna og hvaða verkefni við ætlum að vinna hveiju sinni. I þessum hóp er fólk með allt að 15 ára starfs- reynslu á hugbúnaðarsviði en meðalstarfsaldur eða reynsla er um 10 ár.“ Landsteinar hafa um árabil unnið viðskiptalausnir með Navision hugbúnaði en ný- lega var skipt um heiti á Navision og heitir hugbúnað- urinn nú Microsoft Business Solution. „Við höfum frá upphafi starfað \dð að búa til lausnir íýrir smásölu- og heildsölu- verslanir og þangað sækjum við meginhlutann af okkar við- skiptum í dag.“ Ingvar lærði vélaverkfræði við Háskóla íslands og útskrif- aðist þaðan árið 1985. Hann fór til framhaldsnáms í Þýska- landi þar sem hann lærði vöru- sljórnun og markaðsfræði en strax efhr að hann kom heim fór hann að vinna hjá Iðn- tæknistofnun þar sem hann var næstu níu árin á eftir. „Hjá Iðntæknistofnun fékk ég mikla starfsreynslu og tók þátt i mikilli uppbyggingu stofnunarinnar en hún kom sér rækilega á kortið sem leiðandi í vöruþróun og verk- efnastjórn. I dag býr Iðtækni- stofnun að þvi að vera með einstaka reynslu og þekkingu og nýtir hana í þágu sam- starfsaðila sinna. Eg tók m.a. þátt í iýrsta íslenska evrópusamstarfsverk- efninu á vegum Iðntæknistofn- unar og leidddi annað; þróun „róbóta“ í sjávarútvegi, en það var unnið í samstarfi við Mar- el. Það var m.a. sú þekking mín sem leiddi mig inn í hug- búnaðargeirann seinna." Ingvar hætti hjá Iðntækni- stofnun í ársbyrjun 1995 til að vinna hjá Silfurtúni, týrirtæki sem bjó til vélar til að endur- vinna pappír. „Silfurtún var þarna að taka sín fyrstu skref og það var mikið af skemmtilegum verkefnum framundan þegar ég kom til starfa. Meðal ann- ars seldi Silfurtún vélar til tjar- lægra landa eins og Kóreu og Afríku en það skapaði reyndar ákveðinn vanda vegna kostn- aðar. Framleiðslan fékk lítinn hljómgrunn hér á landi og illa gekk að markaðssetja það. Það lenti í vandræðum og ég hætti í árslok 1996 og fór að starfa hjá Hugviti, en ég hafði hitt framkvæmdastjóra Hug- vits, Ólaf Daðason, árið 1994 og kennt honum hvernig sækja ætti peninga í Evrópu- sjóði. Eg studdi Hugvit í gegn- um umsóknarferlið og niður- staðan var styrkur til að vinna verkefni í árslok 1996, en þá ákvað ég að fara yfir til Hug- vits og leiða verkefnið sjálfur. Það má segja að ég hafi síðan unnið við hlið Ólafs meira og minna í gegn um uppbygg- ingu á Hugviti og GoPro Landsteinum alveg þangað til í febrúar á þessu ári, þegar ég tók við framkvæmdastjóra- stöðu hjá Landsteinum.“ Golf hefur löngum verið talið skemmtilegt sport og það er einmitt í miklu uppáhaldi hjá Ingvari. ,Annars spila ég líka bridge með félögum mín- um og er svo í aðalstjórn Hauka og það verður liklega að teljast mitt aðaláhugamál," segir hann. „Eg ólst upp í félaginu í gegnum körfubolta, allt frá því að ég var 10 ára.“ Ingvar segist hafa það að reglu að eyða helgunum með ijölskyldu sinni, en hann á tvö börn með eiginkonu sinni, Steinunni Jóhannsdóttur, hjúkrunarfræðingi og ljós- móður. Við förum talvert mik- ið í gönguferðir og njótum þess að vera saman og ég læt eiginlega ekkert trufla það,“ segir hann. „Mér finnst það mestí ósiður að láta helgarnar í vinnu og stend nokkuð fastur á því og er bara heima hjá mér með flölskyldunni.“3!l 105
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.