Frjáls verslun - 01.10.2002, Blaðsíða 32
NÆRMYND ÞÚRÓLFUR GÍSLASON KflUPFÉLflGSSTJÓRI_
Hugmyndasmiðui
Lítið ferfyrir Þórólfi Gíslasyni, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, pó að hann sé áberandi
maður í atvinnulifinu i Skagafirði og virkur innan Framsóknarflokksins á landsvísu. Þórólfur er
stjórnarformaður Hesteyrar og VÍS og hefur byggt upp stórveldi í Skagafirði.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: Geir Ólafsson
Lítið hefur farið fyrir Þórólfi Gíslasyni, kaupfélagsstjóra
Kaupfélags Skagfirðinga, þó að hann sé áberandi í at-
vinnulífmu í Skagafirði og virkur innan Framsóknar-
flokksins. Þórólfur hefur nútímavætt KS og byggt upp
sem stórveldi meðan systurfyrirtækin í landinu hafa „dag-
að uppi og dáið,“ eins og Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra orðar það. Fyrirtækið hefur sterka stöðu í út-
gerðinni í gegnum Fiskiðjuna Skagfirðing, mjólkurfram-
leiðslan hefur verið styrkt og verið er að byggja upp kjöt-
framleiðsluna. Þórólfur þykir góður rekstrarmaður enda
hefur samstæðan skilað hagnaði frá því hann tók við 1988.
Segja má að Þórólfur hafi hlotið landsfrægð á einni nóttu
þegar honum skaut nýlega upp sem forystumanni Hest-
eyrar í tengslum við valdabrölt í S-hópnum svokallaða og
viðskipti með bréf í Keri, VIS og kaupin á Búnaðarbanka
Islands. Þórólfur var og er talinn höfundur að þeirri leik-
fléttu sem landsmenn urðu þá vitni að og því þótti hann
forvitnilegur efniviður í nærmynd Frjálsrar verslunar að
þessu sinni.
Uppruni Þórólfur er fæddur 19. mars 1952 á Eskifirði og
alinn upp á Reyðarfirði. Foreldrar hans eru Gísli Marinó
Þórólfsson, framkvæmdastjóri á Reyðarfirði, og Þuríður
O. Briem húsmóðir. Þau eru bæði látin. Þórólfur á þrjú
systkini og eru þau öll mjög samstæð þó að aldursmunur
sé mikill og þau hafi því ekki verið leikfélagar í æsku. Elst-
ur er Kristinn Briem, skrifstofustjóri hjá Vegagerðinni á
Reyðarfirði, fæddur 1943. Sambýliskona hans er Guðlaug
Guðmundsdóttir, leiðbeinandi á leikskóla. Hann á þrjú
börn frá fyrra hjónabandi. Næstelst er Katrín Briem Gísla-
dóttir húsmóðir, fædd 1945. Hún er gift Auðbergi Jóns-
syni, héraðslækni á Egilsstöðum. Þau eiga fimm stráka.
Yngst er Dagbjört Briem Gísladóttir, húsfreyja á Sléttu í
Reyðarfirði, fædd 1957. Hún er gift Sigurði Baldurssyni
bónda. Þau eiga tvö börn.
Fjölskylda Þórólfur er kvæntur Andreu Dögg Björnsdótt-
ur grunnskólakennara en þau kynntust þegar Þórólfur starf-
aði sem kaupfélagsstjóri á Þórshöfn á áttunda áratugnum.
Þórólfur Gíslason
Fæddur:
Menntun:
Fyrsta starflð:
Núverandi starf:
Persóna:
Gallar:
Áhugamál:
19. mars 1952 á Eskifirði.
Samvinnuskólapróf (1976).
Síldarsöltun á Reyðarfirði 10-11 ára gamall.
Kaupfélagsstjóri KS frá 1988.
Dagfarsprúður, hægur og rólegur en lifir fyrir vinnuna
og er flinkur rekstrarmaður. Duglegur í leikfléttum
viðskiptalífsins og stjórnmálanna. Traustur vinur.
Dulur, ráðríkur og talinn langrækinn.
Vinnan, stjórnmál, lestur, útivera.
Þórólfur hefur nútímavætt KS og byggt uþþ stórveldi í Skagafirði. Vel er látib afhonum sem stjórnanda. Hann þykir sérlega laginn í
leikfléttum viðskiþtalífsins.